Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 63
63
áðr, haldi þar enn sínu forna ríki, sé þar enn, ef
ekki eina stóra andlega spursmálið, þá samt að-
minnsta kosti eitt aðalumhugsunarefni og almennt
umtalsefni. Það er lika samkvæmt eðli sínu eða
samkvæmt hlutarins eðli reglulegt þjóðernisspurs-
mál. Það heyrir mjög eðlilega til þjóðar-«karaktern-
um». Það hefir frá aldaöðli verið íslenzk þjóðar-
einkunn. Isiendingar byrjuðu sína þjóðarsögu fyrir
þúsund árum sem mjög ákveðnir fórlagatrúarmenn;
og fyrir rás viðburðanna í þeirra eigin sögu eða hin
sérstöku einkennilegu lífsskilyrði, sem þjóðin, þessi
litla og fátæka, hefir sí og æ lifað undir á Islandi,
hafa þeir yfir böfuð að tala haldið áfram í gegnum
aldirnar að vera forlagatrúarmenn. Að svo miklu
leyti, sem þjóðin á síðari tíðum hefir lifað andlega
í sinni fornöld, átt andlega heima í fornsagnaheim-
inum sínum, — og það hefir hún vitanlega gjört
allt fram á þennan seinasta mannsaldr, — þá hefir
forlagatrúin að sjálfsögðu verið mjög sterklega 1
huga hennar. Því, svo sem kunnugt er, er for-
lagatrúin aðallífsskoðanin, sem ræðr í hinum fornu
Islendingasögum, og því fullkomnari og fegri sem
sú eða sú fornsaga er, því meira ber þar á for-
lagatrúnni. Tökum Njálssögu eða Laxdælu eða
Grettissögu eða Gunnlaugs-sögu Ormstungu. Það,
sem gefr þeim hinn yndislega, angrbliða harmsögu-
blæ, sem yfir þeim er hverri fyrir sig, það erfremr
öllu öðru forlagatrúin, er ræður öllum sögugangin-
um, hinn fíni, yfirnáttúrlegi öriagaþráðr, sem tengir
söguatburðina saman, myudar uppistöðuna i glitvef,
guðvefjarábreiðu sögunnar. Af öllum þeim útlend-
ingum, sem skyggnzt hafa inn í fornsögurnar islenzku
og þar með inn í hina íslenzku fornöld, virðist mér