Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 42
42
lians hafði lypzt eins og á arnarvængjum, upp úr feni
tirvæntingarinnar, þegar hann hvarf aptur til »hinn-
ar einföldu trúar«. Orð hans höfðu ákaflega mikil
áhrif á Frakklandi. Mikinn og göfugan þátt hafa
þau átt í að vekja samvizkurnar, — skapa siðferð-
islega alvöru. Hann var sjáifur hin vaknaða sam-
vizka menntaðra og trulausra manna, sem ekki hafa
þjónað öðru lögmáli en lögmáli tilhneiginganna og
ástríðnanna.
En það voru önnur enn máttugri öfl, sem starf-
andi voru á Frakklandi í sömu áttina.
Ofsóknin, sem kirkjan varð fyrir af höndum
hins opinbera, varð henni sönn endurfæðingarinnar
laug. Það reis upp í landinu ný kennimannastjett,
full vandlætingar fyrir guðs ríki, — full brennheitrar
trúar og sjálfsafneitunar. Með andans krapti af
hæðum gekk hún að starfi sínu, að endurkristna
'fráfallna þjóð. I tíma og ótíma var unnið, — á
nótt og degi var beðið — allt var í sölurnar lagt,
hvort vel var talað um þjóna drottins eða illa. Það
hefur borið áranguf — blessunarríkan fyrir þjóð og
land.
Náðarmeðöl drottins hafa ekki tapað krapti
sínum. Sama endurfæðingaraflið fylgir þeim hver-
vetna, þegar þau eru borin fram og þeim er útbýtt
í trúmennsku og kærleika.
Það er kirkja Frakklands, sem þrátt fyrir ýmsa
annmarka hefur átt beztan og göfugastan þátt í þvi,
að vekja hina sofandi samvizku fólksins, beina
hugunum aptur inn í andans heim og kenna æsku-
lýðnum, að endurreisa öndvegissúlur sínar á landi
hinna eilífu hugsjóna.
Nú um nokkur undanfarin ár hefur verið talað