Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 57
67
sem þá meðal annars voru svo gott sem engar
póstgöngur, hvorki milli byggðanna í landinu sjálfu,
né heldr milli þess og útlanda; blöð og tímarit svo
gott sem engin, og skólamenntan, sem næði niðr til
alþýðunnar, allsendis engin. Og vitanlega þá ekki
heldr til í hugum manna á íslandi neinn Vestrheimr;
engar íslenzkar utanfarir vestr um Atlanzhaf; engin
Ameríku-bréf frá brœðrum og systrum í nýrri heims-
álfu; og ekki einn einasti »agent« í »Þjóðólfs«-legum
skilningi. Og meðan ekkert af þessu var til, þá
getið þjer allir imyndað yðr, að umhugsunarefnið
og umtalsefnið á íslandi hefir ekki verið sjerlega
margbrotið. Menn hugsuðu og töluðu um búskapinn,
fjárhirðinguna, heyskapinn, yflrsetu búsmalans, fjalla-
skilin, grenjaleitir, o. s. frv. Menn töluðu umkaup-
staðarferðir, kaupstaðarskuldir og »prisana« hjá
kaupmanninum. Menn töluðu í sjávarsveitunum um
vertíðina, flskaflann og gæftirnar. Og menn töluðu
allstaðar um harðindin, hordauðann og hafísinn,.
annaðhvort sem yfirstandanda eða sem yfirvofanda.
En allt þetta var hjer um bil æfinlega í sama formi,
ár eftir ár og áratug eftir áratug hér um bil ná-
kvæmlega eins, algjörlega óbreytt. Og þess vegna
héldu lika hugsanirnar út af því ár eptir ár áfram
að vcra óbreyttar, og tal almennings út af þvi þá
líka að sjálfsögðu allt af sama talið. Um hin œðri
spursmál mannlífsins, hin andlegu spursmál tilver-
unnar, var dœmalaust litið talað manna á meðal.
Og það, að svo lítið var af almenningi um þau tal-
að, hefir víst þýtt það, að svo að segja ekki neitt
var um þau hugsað. Menn höfðu auðvitað hjá sér
þá eins og nú, hvarsem menn áttu heima á Islandi,
eina ágæta og í rauninni alveg ótœmandi uppsprettu-