Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 59
69
var fyrir þeim eins og nútíðarmönnunum hér hjá
oss, sem neita tilveru guðs eins og hann er opin-
beraðr i heilagri ritning vorri. Það heyrist allt af
við og við á röddinni þeirra, að innst í fylgsnum
sálar þeirra er þó einhver óljós meðvitund, sem
segir þeim, að þetta mikla og leyndardómsfulla, sem
þeir afneita, sé þó í raun og veru til. Með tilhneig-
ing sinni til að dispútera um forlögin komu þeir því
líka upp um sig, að þeir höfðu þó hugboð um, að
þetta orð, forlög, hefði í rauninni eitthvert gildi. Og
svo leiddist þá umræðan aðallega í þá átt, að svara
þeirri spurning, að hve miklu leyti forlögin réði í
lífl manna, hve langt ríki þeirra næði, hvaða sam-
dsand væri á milli forlaganna og frjálsræðisins, hvar
fjálsræðið tœki við af forlögunum, og allt mögulegt
og ómögulegt í þessa átt. Um þetta dispúteruðu
tnenn þá á íslandi, og sem sagt var þetta, eftir því,
sem eg frekast man, eina andlega spursmálið, sem
alþýða sinnti eða hafði ánœgju af um að tala. Menn
töluðu um þetta forlagaspursmál undir fjögur augu
innst í baðstofuhornunum. Menn töluðu um það í
veizlum og á mannamótum. Menn töluðu um það
við skírnir og greftranir. Menn töluðu um það ríð-
andi á hestbaki og úti á sjó. Menn töluðu um það
það heilbrigðir og sjúkir. Menn töluðu um það alls-
gáðir og ölvaðir. Öll hin rniklu andlegu lífsspurs-
mál tilverunnar lágu eins og í dauðadái nema þetta
■eina — um forlögin.
Hvað haldið þér það þýði, að þetta eina and-
lega spursmál skuli lifa í hugum manna og verða
að almennu brennanda umtalsefni, þegar öll hin
þýðingarmiklu allsherjar-spursmál mannlífsins eða
tilverunnar eru þögnuð eða iallin eins og í dauða-