Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 135
135
ljóst, að höf. hefur ekki hugmynd um syndina i
kristilegum skilningi. »Hugsið yður til dæmis aldr-
aðan mann eða aldraða konu, sem hafa gegnt löngu
og mikilvægu dagsverki, hafa upp alið mörg börn
og komið þeim frá sjer sem nýtustu mönnum, hafa
þess utan sýnt öllum góðvild og kærleika og rækt
aðrar skyldur eptir megni. Þetta, vil jeg segja, eru
ekki rangiátir menn og syndugir, heldur heilagir«
(43). Mundi ekki koma frelsarans í heiminn hafa
verið nokkuð óþörf, ef þetta væri rjettur skilningur
á voru náttúrlega manneðli? Hann álítur, að synd-
in muni á sínum tíma algjörlega hverfa af jörðunni
og ber fyrir sig orð postulans: »Vjer, sem erum
dauðir syndinni, hvernig skyldum vjer framar i
hennilifa?« Og: — »Heilsið öllum heilögum« (42).—
En sá skilningur á guðs orði! Það virðist opt og
tíðum vera höfundinum lokuð bók.— »Það illa stríð-
ir opt ríkt á eðli mannsins, en sjálft er það engan
veginn náttúra hans« (104). »Syndin er manneðlinu
óskyld með öllu« (105). Það er lútersk kenning, eða
hitt þó heldur, annað eins og þetta!
4. Guðs ríki. — A nýárinu hefur höfundurinn
fyrir umtalsefni: Til komi þitt ríki! Þá bæn læt-
ur hann einnig fela í sjer bæn um þekking á dýra-
og jurtaríki jarðarinnar, svo maðurinn geti liaft
fullt gagn afhvorutveggja (35). «Guðs ríki, það er
að skilja frelsi, framför og fullkomnun eru fyrir
höndum, eru gæði, sem lögð eru á almannafæri»
(186—187). «Það nálægist fyrir sanna menntun og
uppfræðingu, sem er styrking sálarkraptanna. Það
nálægist fyrir hverja þá viðleitni, sem vjer gjörum,
til að íræða skynsemina, vekja samvizkunaog styrkja