Aldamót - 01.01.1895, Síða 126
126
nstu tílfinningar mannanna. Það er orsök hinna.
fegurstu dyggða, sem þekkzt „hafa meðal manna.
»Avöxtur þess er kærleikur, gleði, friður, langlund-
argeð, góðlyndi, góðvild, trúmennska, hógværð og
bindiudi*. (Gal. 5, 22).
Hvað er þá trúin? Samfjelag mannsins við guð
fyrir Jesúm Krist. Hverjir eru nú ávextir trúar-
innar? Heilagt líferni, samhljóða kenningum Jesú
Krists.
Trúin, það er að segja hin sanna og lifandi trú,.
hefur tvennskonar áhrif á manninn. Hún kemur
honum fyrst í rjetta og sannieikanum samkvæma
afstöðu við guð. Sú hlið mannsins, sem að guði
snýr, hið innra líf manns, upplýsist fyrir ijósi trú-
arinnar og augu sálarinnar opnast, svo að þegar
þau horfa í áttina til guðs, horfa þau ekki lengur í
myrkur, heldur sjá þau guðs dýrð. Guð birtist
manni í allri sinni heilögu dýrð og ásjóna hans lýsir
yfir hann. Fjarlægðin mikla milli guðs og syndugs.
manns hverfur og maðurinn, rjettlættur fyrir trú á
Jesúm Krist, kemst í náið samband við guð. Til
sálarinnar streyma lífgandi lindir frá uppsprettu
lífsins, frá skapara hennar sjálfum. Hugsunin öll,
tilfinningin og viljinn helgast af guði og beygja sig
fyrir honum, en það er skilyrðið fyrir því, að geta
verið sæll; því þá að eins nýtur mannsandinn sín,
er hann »lifir hrærist og er« í guði, því eptir hans
mynd er hann gjörður, og raskist það samræmi,
verður eðli mannsins ekki lengur sjálfu sjer sam-
hijóða, og fylgir því skiljanlega hinn mesti óróleiki
og vansæla. Skilyrðið fyrir sælufullu lifi er þvi
það, að lifa í samræmi við vilja guðs. Því skilyrðh