Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 50
50
arafl kristindómsins í skauti sínu. Annars færi lífl^
að fúlna og rotna.
Mönnum kemur saman um, að nú sje þessi
golfstraumur farinn að renna, og þegar tekinn að
verma loptið og skapa nýjan gróður.
En hvar stöndum vjer?
Ná lífsstraumarnir, sem drottinn lætur vökva
hinn andlega jarðveg þjóðanna og skapa hjá þeim
nýjan gróður, einnig til vor. ?
Eða lifum vjer Xslendingar svo andlega af-
skekktir, hvar sem vjer erum í heiminum, að bylgj-
ur hins andlega úthafs rísi upp og falli niður án
þess bátur vor bifist eða gola komi í seglin?
Jeg veit ekki, hvað yður kann að finnast, sem
nú heyrið mál mitt. En mjer finnst siglingin frem-
ur dauf. Opt kemur mjer til hugar líkingin um lík-
ið í lestinni. Ætli hún eigi eins vel heima um
nokkra þjóð og okkur Islendinga?
Oss var nærri því farið að dreyma um ný
tímamót, einnig fyrir oss, — meira líf, meiri trú,
sterkari kristilega sannfæring, öflugri kirkjulegan
áhuga.
En ætlar nokkuð að verða úr þeim draum?
Og það er af því enginn er nógu heill og djarf-
ur til að tala bæði í tima og ótíma, — tala gegn
hálfleiknum, hjegómaskapnum, trúleysinu.
Kurteisin og mannúðin er komin á svo hátt stig~
meðal vor ísleudinga, að það þykir eiginlega óhæfa
að hafa nokkra sannfæring og berjast fyrir henni
eins og maður. Ekki sízt kirkjulega sannfæring.
Það þykir um að gjöra að tala svo öllum líki.