Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 127
127
fullnægir trúin — trúin, sera gefst fyrir Jesún>
Krist.
I öðru lagi setur trúin manninn í rjetta afstöðu
gagnvart öðrum raönnum og heiminum út í frá.
Sje hið innra líf orðið helgað af guðs anda svo að
hjartað beygi sig fyrir guðs heilaga vilja, flýtur það-
af sjálfu sjer, að hinar ytri athafnirnar komast.
smátt og smátt í meira og meira samræmi við þenn-
an vilja. Sá maður, sem elskar guð og er honum
innilega sameinaður, hlýtur líka að elska mennina.
Sá maður, sem er í sannleika guðs barn, hlýtur að
elska alla menn sem bræður sína. Kærleikurinn,
þetta sem mest og bezt er í heimi, verður þá um
um fram allt ávöxtur trúarinnar, — kærleikurinn,
sem er umburðarlyndur og góðviljaður, sem gjörir
ekkert ósæmilegt en samgleðst sannleikanum, kær-
leikurinn sem fellur aldrei úr gildi (I. Kor. 13,4—8).
Þessi trú og þessi kærleikur, sem henni er samfara,
verður til þess að knýja manninn til að gjöra sem
allra mest gagn í heiminum, verða sem uppbyggi-
legastur fyrir mannfjelag það, er hann lifir í, stuðla
að því, að öllum mönnum liði sem bezt, að bág-
stöddum verði líknað og sorgmæddir verði huggaðir,
að sár mannanna verði grædd og tár þeirra verði
þerruð. Trúaður maður ver lífi sínu til að bæta
kjör mannanna og hafa þau áhrif á þá, að þeir
verði meiri og betri menn.
Að þessir ávextir ekki koma í Ijós hjá fjölda
mörgum, sem lcalla sig kristna, skal fúslega verða
kannast við, en það er þá eigi trúnni að kenna
heldur trúleysinu. Það kemur til af vöntun hinnar
sönnu trúar og það er ósanngjart að kasta skuld-
inni á trúna, eins og svo opt er þó gjört, fyrir ó-.