Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 43
43
nim nýan flokk manna á Frakklandi ýmist með
hæðni eða hrósi. Þessi flokkur hefur verið nefndur
»hinir ný kristnu«. Nafnið er ekki gott, en táknar
það apturhvarf í áttina til kristindómsins, sem átt
hefur sjer stað í landinu. Það er ekki látið tákna
fjöldann, heldur er með því átt við úrvalið, — þá
sem efst standa með tilliti til vitsmunanna og hæfi-
leikanna, hinn skólagengna æskulýð, sem nú er að
brjótast til valda í bókmenntum landsins og myndar
eins og lifandi skuggsjá þess, sem hreifír sjer í
hjartafylgsnum þjóðarinnar.
Fyrsta einkennið á þessari nýju andans stefnu,
sem jeg vil benda á, er þá það, að hugmyndum
þeim, sem á einhvern hátt standa í sambandi við
trúarbrögðin og áður var sýnd hin mesta fyrirlitn-
ing, er nú veitt lifandi eptirtelct og umhugsun.
Eptir óumræðilega baráttu og sálarkvöl — þegar
allar mögulegar lífsskoðanir eru búnar að togast á
«m hjarta söguhetjunnar—hverfur hún aptur í skaut
kirkjunnar og finnur þar hjarta sfnu hvíld. Það er
■orðið nærri því að stöðugu viðkvæði hjá liiuum
yngri frakknesku skáldum.
Þeir hafa llka suúið sjer að liðnum öldum og
draga nú fram hina mestu andans menn, sem þá
voru uppi, — sinnar aldar mestu trúarhetjur. Menn
beygja sig í andlegum efnum aptur fyrir vitnisburði
greifans frá Aquino (t. 1226. — d. 1274). Bókin
fræga eptir Thomas a Kempis (f. 1379. — d. 1471),
um að líkjast Kristi, er lesin með áfergju jafnvel af
vantrúuðum mönnum. Og rykið er blásið af ritverk-
um þeirra nafnanna Fransishusar frá Assisi (f. 1182
-pd, 1226) og Francois de Sales (f. 1567.—d. 1622.).