Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 75
75
til þess mestu og dýrðlegustu fullkomnunar í guðs
ríki er háð eilífu, óraskanlegu, guðlegu lögmáli. Og
-það, sem fyrst og fremst heitir forlög, er þá einmitt
þetta guðlega lögmál, sem mannlífið er undir lagt.
Það nær enn þá lengra en til náttúrulífsins og hins
andlega lífs, þetta guðlega lögmál. Það nær svo
langt sem augað eygir. Það nær ekki að eins til
’lífstilverunnar, heldr og inn í ríki hinna dauðu, út
yfir hina dauðu náttúru gjörvalla. Einnig hún er
sama guðlega lögmálinu háð. En það atriði kemr
oss í því sambandi, sem nú er aðallega um að ræða,
mjög lítið við, þarf ekki eiginlega að takast hér
með inn í reikninginn, ekki nema að því leyti, að
J>að getr orðið til þess, að minna oss á, að hið guð-
lega allsherjar-lögmál, sem allt sköþunarverkið er
liáð, innibindr í sér bæði lögmál lítsins og dauðans,
or undir eins og æfinlega lögmál bæði til lífs og
•dauða. Maðrinn, jafnskjótt og hann er orðinn til,
■er að sjálfsögðu lagðr undir þetta lögmál; það eru
hans óhjákvæmileg forlög. Hvort sem hann gengr
út í lífið eða dauðann, þá er lögmálið, þetta sama
guðlega, óbreytaidega, eilífa, yfir honum.
Vanalega er nú nokkuð annað og nokkuð enn
þá meira lagt í forlagahugmyndina heldr en þetta,
sem nú var tekið fram, þetta, að fast ákveðið yfir-
náttúrlegt lögmál ráði mannlegu lífi. Menn tala um
forlög í þeim skilningi, að lífið hljóti að fara ná-
kvæmlega eins og það fer. Og í því efni er alveg
vafalaust eitthvað mikið satt. En að menn geti þar
fundið sannleikann er einmitt undir því komið, að
munað sé eftir þessu allsherjar-lögmáli, sem lífið er
háð. Ef því er gleymt, þá verðr ekkert vit í for-
lagahugmyndinni. Menn fara þá að trúa á blind