Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 92
92
ar þar heima á ættjörð vorri. Svo lengi semnokk-
ur mannflutningr heldr áfram hingað til lands frá
Isiandi, og svo lengi sem vér hér höldum áfram að
vera Islendingar hlýtr hinn andlegi straumr, sem
ræðr meðal fólks vors hér og ber félagslíf þess á-
fram, að allmiklu leyti að vera kominn undir ástœð-
um menntalífsins á Islandi. Það eru óhjákvæmileg
forlög. Og þegar vér hugsum um vorn framtíðar-
hag, hljótum vér að taka þær ástœður með inn I
vorn eigin forlaga-útreikning. Vér megum aldrei
gleyma Islandi, ef vér sem íslendingar eigum að
geta vitað. fótum vorum forráð. Allt gott, sem ís-
land á til í andlegri eigu sinni, höfum vér marg-
viðrkennt að vér eigum að geyma og gróðrsetja liér
í jarðvegi þessa vors framtíðarlands. En svo verð-
um vér jafnframt stöðugt að muna eftir því, að svo
og svo mikið af þjóðlífshættunum á íslandi getr
líka verið hættr fyrir oss og skapað oss ill örlög á
ókominni tíð, nema því að eins að vér lærum að
þekkja þær hættur og neytum allrar þeirrar orku,
sem oss er gefin, til þess að bœgja þeim í burtu
frá oss.
Hið andlega fjall, sem snjóflóðin koma úr yfir
þjóðlíf íslands, má með engu móti vera oss óvið-
komanda, eigi að eins fyrir þá sök, að það er hei-
lög skylda vor sem íslendinga, þótt vér höfum eign-
azt þetta nýja fóstrland vort, að bera framtíðarvel-
farnan þjóðar vorrar heima á Islandi fyrir brjósti,.
heldr iíka fyrir þá sök, að vér sjálfir búum enn að
miklu leyti undir þessu fjalli. Snjóflóðin andlegu,.
sem þaðan koma, ná greinilega einnig til fólks vors
í nútíðarbyggðum þess hér, þó að hin mikla vegarlengd
á sjó og landi sé vitanlega á milli þeirra byggða og