Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 89
89
því, að þessi andi er inn í raenntalífið í höfuðsta&
íslands beinlinis eða óbeinlínis korainn frá Kaup-
mannahöfn, þar sera vitanlega stúdentalifið íslenzka
þar stendr á bak við skólamenntanina alla í Reykja-
vík, eins og þegar er á drepið. Vel veit eg þaðr.
að íslenzk þjóðernistilfinning hefir að sumu leyti all-
mjög glœðzt fyrir vistarveru íslenzkra námsraanna
fjarri föðuxdandi þeirra úti í Kaupmannahöfn. En
bæði er það, að sú glœðing hefði átt að geta fengizt
á annan hátt, og að minnsta kosti þarf ekki nú
lengr að sœkja hana þangað. Og í annan stað hefir
tjón það, er þjóð vor hefir haft upp úr þessum Hafn-
argöngum, verið svo mikið, að það hefir margvegið
upp á móti öllum slíkum hagsmunum.
Mér getr ekki betr sýnzt en að það standi,
dœmalaust likt á fyrir Islandi nú eins og Aþenu-
borgarmönnum á einu skeiði fornsögu þeiri’a lengst
aftr á öldum. Þeir áttu að greiða Mínos konungi i
Krítey skatt, og skattrinn var fólginn í því, að ní-
unda hvert ár skyldi þeir senda honum heilan hóp
af sínum efnilegustu ungmennum. Og þegar ung-í
mennin voru þangað komin, voru þau látin inn
völundarhús nokkurt þar á eynni, þar sem ferlíki
eitt, að nafni Mínotárus, hálft maðr og hálft naut^
hafðist við. Enginn mennskr maðr gat ratað út úr
þessu völundarhúsi, ef hann komst þar inn; og lá
þá ekki annað fyrir honum en að verða uppetinn
af ófreskju þessari. Enda kom lengi vel engiun
aftr af þessum ungu Aþenumönnum, sem í þessum
erindum voru sendir til Kríteyjar. Forlög þeirra
allra voru ákveðin fyrirfram. Svona liðu nokkrir
áratugar, og alltaf fækkaði æskumönnunx Aþenu-
borgar á þennan hátt. Þessu hélt áfram þangað