Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 131
131
ræðunum. Það er hans lífsskoðun, hans sannfæring,
hans »trú«, hans kristindómur. Þessi einlægni er
eitt aðaleinkenni góðra prjedikana. Aumast, að hún
kemur ekki hjer að vanalegum notum, af því það
er biluð trú og bilaður kristindómur, sem höf. hefur
að bjóða.
Sannri ræðusnilld hefur honum ekki tekizt að
ná, þótt ýms góð tilþrif sjeu víða. Vjer hljótura að
eiga eptir að fá miklu fullkomnara form fyrir ræðu-
gjörð en þetta. Það spillir fyrir höf. í þessu tilliti,
að hann talar þvi sem næst eingöngu til höfuðsins
en ekki hjartans. Mörg góð hugsun og fögur setn-
ing kemur fyrir hjá honum. En í stöku stað er illa
gengið frá eins og t. d. bls. 245: »Vjer hittum alls
staðar og í öllum stjettum menn, sem hafa glatað
frelsi og krapti hugsunarinnar, hverra trú, ef noJckur
er, þd er hún háð mönnum og tímum«.
Mjer kemur höfundurinn fyrirsem gáfaður mað-
ur með vakandi anda, sem töluvert hefur hugsað
og grufiað, fundizt ákaflega margt öfugt í mann-
heiminum og kirkjunni, sjerstaklega á íslandi. Út
af þessum brestum og löstum hefur hann verið sár-
gramur með sjálfum sjer. En hann hefur haft mjög
óljósa hugmynd um, i hverju brestirnir væru eigin-
lega fólgnir. Allar ádeilur hans eru tram settar í
mjög almennum orðatiltækjum.
Hann talar mjög opt um kirkjuna. Einstöku
sinnum kemur fram kærleiki til hennar eins og t.d.
í ræðunni á skírdag: »Að vísu hefur hún allt af til
verið á jörðunni, lof sje guði, fyrir himneskan krapt
hennar, og þegar jeg finn hana ekki í nánd við
tign veldisins, þá finn jeg hana, ef til vill, því dýrð-
legri í hreysi niðurlægingarinnar« (136). En þótt
9*