Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 153
153
ir á höf. skilið fyrir þessa nýju ljóðabók, er talin
raun verða með því allra bezta í íslenzkum skáld-
skap.
Ekki hefur hann trúna og hina kristilegu von
í eins mikilli fyrirlitning og nýjustu skáldin vor, og
býst jeg við, að hann fái heldur en ekki ofanígjöf
hjá þeim fyrir það. En svo tekur hann sjer það
liklega ekki mjög nærri. Hjer set jeg síðasta erind-
ið úr kvæðinu um vonina:
Þeir vita það, sem tala mest um trúna,
að trú er von, og sá sem hana gaf,
hann gaf oss bifröst litsins, ijettu brúna,
sem liggur yíir efans svarta haf,
gaf hægindið oss hugann fyrir lúna,
i hálkum þankans traustan göngustaf: —
og því er hver einn bezt til ferða búinn
ef bilar hann ei vonin eða trúin.
Um þýðingarnar úr grísku hef jeg fátt að segja.
Ekki er laust við, að þær sjeu nokkuð þunglama-
legar. Og hræddur er jeg um, að alþýða manna á
Islandi finni ekki mikið púður í þeim. Naumast
held jeg böf. takist að sannfæra þá, sem amast við
grískum bókmenntum, um villu síns vegar með þess-
um þýðingum. En eitthvað er það virðingarvert, að sjá
þennan skáldaöldung eyða æfikvöldi sínu í að þýða
forn-grisk -kvæði á móðurmál sitt. Manni kemur ósjálf-
rátt til hugar Gladstone gamli, sem nú hefur nýlega
verið að stytta sjer stundir með því að þýða kvæði
Horazar. Það eru ekki aðrir en þeir, sem hafa
vitsmuni og andlegan þrótt um fram aðra menn,
sem þannig verja kvöldstund æfi sinnar. Enda hef-
ur Grímur Thomsen lengi verið álitinn einn af lands-
ins vitrustu sonum.