Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 76
örlög. Eða lífstilveran verðr í hugum manna að í-
skyggilegum undravef, sem til er orðinn fyrir eitt-
hvert yfirheimslegt gjörrreðisafl og saman stendr af
tómum tilviljunum eða hendingum án nokkurs eðli-
legs, skiljanlegs eða skynsamlegs samanhengis. Þaó
er ekki með nokkru móti unnt að handsama for-
lagahugmyndina undir þessum kringumstœðum.
Hún sleppr út úr greipum manns eins og kvikasilfr,.
sem látið er laust í lófa manns. En þegar því er
föstu haldið, að fast ákveðið lögmál ræðr lífstilver-
unni, þá hverfr allt gjörræði úr forlagahugmyndinmV
og þá fyrst verðr unnt að handsama þessa hug-
mynd. Og því lengr sem maðr virðir hana þannig
afmarkaða fyrir sér, því ljósara verðr manni það,.
að það má nota hana eins og ákveðna stœrð í
stœrðafrœðinni til þess að reikna með henni út svo-
og svo mikið f sögugangi mannkynsins. Af því að
xnannkynssagan leiðist ekki fram af hendingum eða
handahófi, heldr eftir föstum lögum, þá má að all-
miklu leyti fyrirfram ákveða, hvernig fara muni á
þeim og þeim staðnum, hjá þeim eða þeim mann-
fiokknum á ókominni tíð. Það má, með öðrum orð-
um, til stórra muna vita fyrir forlög manna, segja
mönnum fyrir, hvað fyrir þeim liggr. Þegar ákveð-
in blessunarskilyrði eru fyrir hendi, þá er það á-
i'eiðanlega víst, að mannlífið muni vel og farsællega
ieiðast út. Og þegar aftr á móti önnur skilyrði, sem
þeim eru gagnstœð, eru fyrir hendi og ná að verða
ráðandi yfir mannlífinu, þá er það jafn víst, að eymd
og óblessan liggr óhjákvæmilega fyrir því lífi. Af
reynslu liðinna alda getr maðr vitað þetta. Og þó
a) mann vantaði þekking á þeirri reynslu, þá gæti
maðr vitað það samt fyrir vitnisburð guðs í hinu op-