Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 138
138
og apturhvarfs og trúar, — um það sýnist höf. ekki
víta.
«Hverja köllun mun þjóð vor hafa í stundleg-
um efnum ? . . . Hún hefur þá óyggjandi köilun að
yrkja og rækta sem bezt þennan hólma í hafinu,
sem vjer byggjum. Hún hefur það ætlunarverk að
berjast við þau náttúruöfl, sem hjer eiga heima, og
heiður þjóðar vorrar verður undir því kominn,
hvernig þessi barátta tekst* (87). Jeg er hræddur
um að þjóðarheiður vor verði fremur smávaxinn, ef
hann á að metast eptir þeim sigri, sem vjer höfum
hingað til unnið yfir náttúruöfiunum. Þessi náttúru-
ufl eru: «eldur, ís, harðindi og einokun, mannfæð,
örbirgð og ófrelsi, fáfræði, deyfð, ósamheidni, úr-
ræðaleysi» (87). Höfundurinn virðist ekki sjá eitt
einasta andlegt verkefni, sem þjóðin geti haft, því
síður, að honum komi kristindómurinn í hug. Enda
segir hann: «Vjer erum framfaralaust fólk og stönd-
iiffl skör lægra en forfeður vorir» (185). «Það eru
fáar núlifandi þjóðir, sem hafa forfeðrunum minna
að þakka en vjer* (122).
8. Vantrúin. «Sú vantrú er skaðlegust þar sem menn
trúa ekki á neina framtíð eða framför» (36). «Hvað
kalla menn almennt vantrú ? Svoleiðis kalla þeir
að likindum, ef eiuhver trúir ekki einhverjum bók-
staf í barnafræðunum.........En hugrenningar og
ályktanir, skaltu vita, eru frjálsar (!!)... En það
er hin eiginlega vantrú, að trúa ekki á vald og sig-
ur hins góða» (94).
Þetta á að vera vantrúin. En vantrú í kristi-
legum skilningi er allt annað. Það er að hatna
Xristi og hans hjálpræði og gjöra hann, sem er