Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Qupperneq 4
4 Hvaöerþér minnisstæöast....? Ingi R. Helgason, forstjóri. Ingi R. Helgason: Hamskiptin semég tókámiðjuárinu „Mér er efst i huga þau hamskipti, sem ég tók á miðju árinu,” sagði Ingi R. Helgason forstjóri. „Ég hætti öllum hlaupum sem lögfræðingur eftir 30 ár i því starfi og varð forstjóri Brunabóta- félags íslands. f tilefni af nýju ári bið ég menn að minnast þeirra orða „að til að sigrast á náttúruöflunum verður maður að hlýða þeim.” Ég óska svo öllum far- sældar á nýja árinu, og hvað mig sjálfan áhrærir, að ég standi mig í mínu; nýjastarfi.” -klp- Hatlgrímur Marinósson, húsasmiður. Hallgrímur Marínósson: „Sú þýzkameð vagninnermér minnisstæðust” „Ætli það sé ekki ferðin fræga sem ég fór hringinn í kringum landið aftur á bak á bílnum mínum,” sagði Hallgrim- ur Marinósson, húsasmiður. „Þessi ferð tók mig tíu daga og ég kynntist mörgu fólki á þessari sérkenni- Iégu ferð minni. Sú sem er mér þó hvað eftirminnilegust var ein þýzk valkyrja sem ferðaðist um þjóðvegi landsins með ungabarn í vagni. „Varðandi árið sem fer í hönd vona ég að mér takist að framkvæma það sem ég ætla mér að gera. Þá vona ég að landar vorir standi sigveli íþróttunum og berji þar meir á Dönum en gert hefur verið. Þá vona ég að lyftinga- menn okkar standi sig ekki síður á nýja árinu en þeir hafa gert á undanförnum árum”. -KLP- DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Magnús H. Magnússon: „RÍKISSTJÓRNINNI GeirHallgrímsson: „Landsfundurinn minnisstæðastur á árinu” i j * i HEFUR TEKIZT ILLA AÐ NÝTA MEÐBYRINN” „Af erlendum vettvangi eru mér atburðirnir í Póllandi minnis- stæðastir. Framvinda þeirra getur ráðið úrslitum um ástand heimsmála og sambúð þjóða um langan tíma,” sagði Magnús H. Magnússon, vara- formaður Alþýðuflokksins. „Af inr.lendum vettvangi er mér efst í huga hve illa ríkisstjórninni hefur tekizt að nýta sér þann mikla meðbyr, sem hún óneitanlega hefur haft með þjóðinni, ekki sízt laun- þegahreyfingunni, og hve illa henni tókst á þessu ári að nýta sér mikinn sjávarafla og stórbætt ytri skilyrði til að ná verulegum og varanlegum á- rangri i verðbólguslagnum. Þar hafa góð tækifæri farið forgörðum, því við stöndum að þessu leyti í sömu sporum og þegar ríkisstjórnin tók við. Við upphaf nýs árs er mér efst i huga nauðsyn þess að losa stjórnendur landsins, ásamt heilum herskara af embættismönnum, undan því oki, að svo til allur starfs- kraftur þeirra fari í það eitt að berjast við framfærsluvisitöluna, fari í það að finna hverja bráða- birgðalausnina eftir aðra og sjá aldrei lengra fram á veginn en næsta þriggja mánaða tímabil. Ég tel það höfuðnauðsyn, að æðstu stjórnendur landsins geti snúið sér af krafti að áætlun.til lengri tíma um alhliða at- vinnuuppbyggingu til að treysta efna- hagslegan grundvöll þjóðfélagsins, auka þjóðarframleiðslu og bæta lífskjör alls almennings”. -JSS. „Minnisstæðastur á árinu, sem nú er að líða, er Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins. Þar koma forystumenn flokksins alls staðar af landinu saman og áréttuðu að þeir væru staðráðnir í að halda saman og vinna aukið fylgi með þjóðinni,” sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Þar með voru vonir andstæðinga flokksins um að þeir réðu ferðinni og gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn að engu orðið. í upphafi nýs árs er mér efst í huga, að nú eru rúmlega fjögur þúsund sjómenn í verkfalli. Ný verðbólgualda er að skella yfir, ef til vill með þeim afleiðingum, að at- vinnurekstur í landinu stöðvast að miklu leyti. Á meðan eru engar ráðstafanir gerðar til þess að treysta grundvöll atvinnuveganna til fram- búðar, eins og með uppbyggingu orkuvera og stóriðju. Um leið er hert að afkomu fyrirtækja og heimila og sjálfstæði einstaklinga skert. Hér er þvi þörf algerrar stefnubreytingar. Jafnframt þessu hljóta örlög Pólverja að vera okkur íslendingum ofarlega í huga og leiða okkur fyrir sjónir hvaða afieiðingar stefna sósíalismans hefur fyrir þjóðirnar”. -JSS. Steingrimur Hermannsson. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Prófkjör Framsóknar í Reykjavík Framundan er prófkjör hjá fram- sóknarmönnum í Reykjavik vegna borgarstjórnarkosninganna. í raun er litlu hægt að spá um það enn, vegna þess að Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi, hefur ekki lýst yfir hvort hann ætlar að sitja áfram eða hætta. Virðist sjálfgefið að hann verði efstur í prófkjöri, kjósi hann að haida á- fram, en sagt hefur verið að hann væri orðinn þreyttur á borgarmála- vafstri og vildi hverfa að einhverju öðru starfi ekki siður en Björgvin Guðmundsson. Kristján er vel hæfur til margra starfa, og er ekki ólíklegt að sú ríkisstjórn sem nú situr veiti honum embætti óski hann þess. Að Kristjáni undanskildum er alveg Ijóst að Eiríkur Tómnasson hefur nú mestar vinningslikur í próf- kjöri framsóknarmanna I Reykjavik. Þessi ungi maður hefur víða við komið i opinberri stjórnsýslu og er áhugasamur um opinber mál. Hann er lögfræðingur að mennt og vinnusamur vel — raunar dugnaðar- forkur, þegar svo býður við að horfa. Gamli vörðurinn i Framsókn, þeir Eysteinn Jónsson og Þórarinn Þórarinsson, munu hafa haft í huga að koma Gerði Steinþórsdóttur í öruggt sæti, en hún virðist hafa i hyggju að draga sig til baka úr pólitík um sinn. Gerður hefur einkum barist fyrir þvi að Framsókn liti með velþóknun á dagvistunarmál og önnur félagsleg atriði, sem hingað til hafa verið einskonar einkamál Allaballa. Af þeim sökum hefur hún verið talin höll undir þá, og ekki notið stuðnings þeirra afla i Framsókn, sem vilja halda sig i miðjunni eða til hægri i flokknum. Þá mun nokkur hugur i mönnunv að koma Jónasi Guðmundssyni, list- málara og blaðamanni, ofarlega á listann og mun vera samkomulag um það atriði meðal margvíslegra hópa, enda hefur Jónas staðið sig vel i þeim borgarmálum sem flokkurinn hefur falið honum að annast fyrir sina hönd. Að vísu hafa hvorki Eiríkur Tómasson né hann neina sérstaka áhugamannahópa á bak við sig, sem er bæði kostur og ókostur. En þeir efla þá ekki á sig andróður fyrir klikuskap á meðan. Gamli vörðurinn í flokknum hefur ekkert sérstakt á móti þessum tveimur mönnum og mun geta sætt sig við þá, fyrst Gerð- ur hefur dregið sig í hlé. Þess vegna eru allar horfur á því að þeir Eiríkur og Jónas Guðmundsson verði sigur- sælir í prófkjörinu. Þegar minnst er á gamla vörðinn i Framsókn fer ekki hjá því að menn fyllist nokkurri aðdáun á þeim lang- varandi áhrifum, sem þeir Eysteinn og Þórarinn hafa haft og sem hafa vaxiö hér í borginni að nýju, eftir að Steingrimur Hermannsson tók við völdum. Furðulega hljótt er um Eystein Jónsson, siðan hann hætti formennsku i flokknum. Þó er hann einn hinna fáu sem lifað hefur og þekkir af persónulegri reynslu þá sagnfræöi, sem nú er að koma út í metsölubókum. Væri raunar ástæða fyrir fjölmiðla að hafa oftar tal af Eysteini um liöna pólitíska tið, en menn verða að kunna að spyrja hann, annars er hann vís til að leiöa þá á götur Framsóknarflokksins, því enn er karlinn snúinn. Þórarinn sér svo aftur á móti um hina pólitfsku linu eins og hún birtist i Timanum, en báðir þessir menn hafa lengi snúið bökum saman. Það er þvi mikilsvert snúist þeir Eysteinn og Þórarinn á sveif með Eiríki Tómassyni í prófkjörinu. Það styrkir þennan unga mann, þótt það ráði ekki úrslitum um sigur hans. En þegar horft er yfir sviðið sést i raun- inni enginn annar betur hæfur til að taka við forustu i borgarmálum fyrir Framsóknarflokkinn — ef. Kristján hættir. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.