Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. SvavarGestsson: „Astandið íPóUandi ber hæst af viðburðutn á eriendum vettvangi” „Það sem mér er efst í huga úr stjórnmálastarfi ársins er ákvörðun ríkisstjómarinnar um efnahags- áætlun 1981 og það hvernig hefur tekizt að standa við þá áætlun í meginatriðum,” sagði Svavar Gests- son, formaður Alþýðubandalagsins. Það liggur fyrir, að kaupmáttur launa er ekki lakari en orðið hefði að óbreyttum þeim kjarasamningum, sem gerðir vom seint á árinu 1980. Einnig er ljóst að verðbólgan er miklu minni en áætlað hafði verið að óbreyttu. Auk þess vil ég nefna tvennt, sem kemur upp í hugann. Annars vegar er ár fatlaðra, sem nú er að ljúka. Það hefur vakið mikla athygli, og aukið skilning manna á þörfum og aðstæðum fatlaðra. Þetta ár hefur skapað allviðtæka samstöðu um fyrirkomulag á aðstoð við fatlaða í landinu, samkvæmt fmmvarpi sem nú liggur fyrir alþingi. Loks hefur það vonandi skapað gmndvöU til á- framhaldandi starfs í þágu fatlaðra, svo þeir megi njóta jafnréttis og full- kominnar þátttöku í þjóðfélaginu. Þá em lögin um fæðingarorlof, sem komu tU framkvæmda á árinu, stór tímamót í félagslegri réttindalög- Svavar Gestsson. gjöf. Þau hafa reynzt vel og em eitt stærsta innleggið í jafnréttisbar- áttunda á síðari ámm. Margvísleg önnur félagsleg réttindamál hafa komið tU framkvæmda á þessu ári, en of langt yrði að telja þau upp hér. Ástandið i Póllandi ber hæst af viðburðum á erlendum vettvangi. Alþýðubandalagsmenn hafa haft uppi hörð mótmæli gegn herlögunum og vinnubrögðum Sovétmanna í þessu máli. Þá hefur stefna Banda- ríkjastjórnar skapað vemlega spennu i heiminum á þessu ári, þar á meðal með umræðum um fyrirbrigðið „takmarkað kjarnorkustríð”. Það sem hins vegar er ánægjulegt á sviði alþjóðamála em friðarhreyfingarnar sem sprottið hafa upp, öflugri en nokkru sinni fyrr. Þær verða þess vonandi valdandi að draga fer úr vígbúnaðarvitfirringu stórveldanna á næsta ári. í upphafi nýs árs er mér efst í huga þeir efnahagsörðugleikar, sem við blasa á íslandi 1982. Þar er verðbólg- an ekki nema eitt mál af mörgum. Vaxandi atvinnuleysi er spáð í ná- grannalöndum okkar. Við hljótum að leggja á það áherzlu að verja íslenzku þjóðina þeim vágesti sem atvinnuleysið er. Loks má nefna sveitastjórnar- kosningarnar á næsta ári. Þar munum við alþýðubandalagsmenn kappkosta að halda okkar fylgi, sem jókst verulega í síðustu kosningum, Sérstaka áherzlu leggjum við á að tryggja meiri hluta vinstri manna á- fram i höfuðborginni, þannig að leiftursókna- og glundroðaöfi ihaldsins komist ekki að á nýjan leik”. -JSS. Steingrímur Hermannsson: „Ánægjulegt að ríkis- stjómin skuli hafa náð markmiði sínu” „Þegar á heildina er litið er á- nægjulegt, ef má orða það svo, að ríkisstjórnin hefur nokurn veginn náð því markmiði, sem hún setti sér, að koma verðbólgunni niður undir 40°7o”,sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarfiokksins. „í framhaldi af því eru ef til vill eftirminnilegust þau leiðinlegu átök, sem hafa átt sér stað allt síðastliðið ár, við að ná verðbólgunni niður. Mikilvægust á árinu, sem er fram- undan, eru efnahagsmálin. Ég hef miklar áhyggjur af þeim. Margt bendir til þess að þau verði erfið. Staða atvinnuveganna er erfið, ískyggilegt ástand á okkar mörkuðum og likur til þess að þjóðarframleiðsla dragist heldur saman. Ég álít, því miður, að næsta ár muni einkennast af átökum við verðbólguna. Af einstökum atburðum er það sem gerzt hefur í Póllandi ofarlega í huga. Þeir hörmulegu atburðir sem þar hafa gerzt minna okkur á hvers virði er að búa við lýðræði, þótt því sé ábótavant um margt. Þeir minna okkur einnig á, hversu mjög við þurfum að varðveita stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði okkar”. -JSS. Nýársgleði Hattar Grímur Blöðrur Reykelsi Kerti Matar- og kokkteil- , servíettur Glasamottur Pappírsdúkar /ft&lca'HÚSI \J IAUGAVEGI178. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Árna Guðjónssonar, hrl.. f.h. Blikks og stáls h.f., verður hverfistcypuofn ásamt fylgihlutum (slærri ofn), talin eign Sæplasts h.f., Lyngási 12, Garðakaupstað, selJur á nauðungaruppboði, sem fer fram laugardaginn 9. janúar 1982, kl. 14.00, aö Lyngási 12, Garðakaupstað. Uppboðsskilmálar liggja frammi tils ýnis á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31 i Hafnarfirði. Bæjarfógctinn í Garðakaupstaó. \’82 AUSTRIA' 't Meö Atlantik til Tyrol Stumm Zillertal Tyrol Brottfarardagar: 16. jan. — 6. febr. — 20. febr. 14 dagar hálft fæði, ferðir og fararstjórn Verðkr. 7.265.00 Hótel Pinzger öll herbergi með baði. Sauna og fullkomin aðstaða á hóteli FERÐASKRIFSTOFAN f»TC(WTM< lönaöarhúsinu v/Hallveigarstíg — Símar 28388 — 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.