Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Qupperneq 10
10 DAGBLADIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd John Anderson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi ÍUSA: Ennmeðaugun áHvfta húsinu „Ég reiði mig á að augu margra muni opnast er fram líða tímar." John Anderson er einn af litríkari bandarískum stjórnmálamönnum. Hann segir kornbændum að hann sé fylgjandi kornsölubanni til Sovétríkj- anna, byssueigendum að hann sé á móti sölu skambyssa og lætur taka mynd af sér þar sem hann situr á hnjám styttunnar af Abraham Lin- coln í Washington. Hann neitar að kyssa börn og segir yfirleitt enga fimmaurabrandara í ræðum sínum. Þessu eru Bandarikjamenn ekki van- ir. Fyrir um 15 árum var Anderson einn íhaldssamasti þingmaður Repúblikanaflokksins. Þá byrjaði hann að færast til vinstri. Þegar hann bauð sig fram til forseta á siðasta ári var hann talinn frjálslyndur. Washington flokkar hann sennilega sem róttækling nú. Dæmisem gengurekki upp Anderson hefur verið virkur gagn- rýnandi Reagan-stjórnarinnar. Hann má ekki heyra á nafn forsetans minnzt svo hann byrji ekki að hella úr skálum reiði sinnar. „Reagan er hið óbreytta ástand holdi klætt,” 'segir hann við fréttaritara DV, þar sem við erum að tala um bilið milli ríkra og fátækra þjóða. „Hann vill ekki breyta Alþjóðabankanum. Hann vill ekki breyta Alþjóðafjár- festingabankanum. Þetta er ekki nógu gott. Við búum í heimi þar sem hið.hlutfallslega bil milli hinna ríku og hinna fátæku heldur áfram að aukast. Ég held að þetta skapi hættu- legra ástand með hverjum áratugnum sem líður. Og fyrir Reagan að halda að við getum grafið okkur niður og sagt nei, aldrei, nei, við viljum ekki breyta aðferðum okkar sem sumar eru yfir 40 ára gamlar er afneita framtíðinni.” Anderson er líka óánægður með efnahagsstefnu Reagans innanlands. „Við höfum tvær stefnur sem rek- ast algerlega á. Önnur er útþenslu- stefna — lægri skattar — og hin að- haldsstefna — háir vextir. Efnahags- stefnan er læst milli þessara tveggja mylluhjóla og því er hún í molum.” Samhyggjan getur splundrazt Fyrir tæpum tveimur áratugum greiddi Anderson atkvæði á þingi á móti öllu því sem gat hugsanlega bætt aðstæður hinna fátækari. Hann var á móti ókeypis mat til skóla- barna, aðstoð við aldraða til að greiða lækniskostnað þeirra og hverri þeirri fátækraaðstoð sem demókratar reyndu að fá samþykkta í þinginu. Nú kveður við annan tón. „Ég hef miklar áhyggjur af því að samhyggjan í þessu landi. . . splundrist,” segir hann nú. „Ég vil ekki vera spámaður dómsdags og eyðingar og spá því að þetta endi í óeirðum, en það gerðist á sjöunda áratugnum og getur vel gerzt aftur á þeim níunda. Sérstaklega ef þeir fá- tæku örvænta um að þeir geti látið enda mætast og Reagan helduráfram harðlínustefnu sinni.” Stefna hans í hernaðarmálum er jafneinbeitt. Anderson segir að það sé verið að leika sér að eldi þegar sagt er að vígbúnaðarkapphlaup sé bezta leiðin til að komast að samninga- borðinu. „Það er hægt að byggja svona upp hernaðarmátt þangað til annar aðil- inn í örvæntingu hugsar sem svo: „Jæjavið skulum sjá hvort við get- um ekki með einni snöggri aðferð náð yfirhöndinni og útilokað að and- sla:ðingurinn geti svarað í sömu mynt”. Anderson heldur því fram að Bandaríkjastjórn sé „að pota stafi á milli rimlanna í búrinu að rússneksa birninum” og kallar það „götu- strákaaðferðir”. „Sovétmönnum finnst þeir vera hræðilega óöruggir og þegar við til- kynnum mynduglega að við skorum á þá i vígbúnaðarkapphlaup þá halda þeir auðvitað að við séum að notfæra okkur kringumstæðurnar. Við erum að afhenda Sovétríkjun- um á slifurbakka málefnið sem ætti að vera okkar. Að við séum friðsælt lýðræðisríki. Að okkar velferð bygg- ist ekki á viðhaldi hernaðarvalds heldur á vilja fólksins. Með þessu er- um við að framleiða friðargöngur eins og Evrópa hefur ekki séð áður á eftirstríðsárunum. Mér finnst það skelfilegt að land okkar skuli í hugum manna vera myndað sem sérlega árásargjarnt og ábyrgðarlaust land. Ég held að núverandi ríkisstjórn verði að bera mikla ábyrgð á þeirri röngu mynd af Bandaríkjunum.” Aiþjóðastjórn Þess háttar gagnrýni á Reagan- stjórnina hefur ayðvitað oft heyrzt. Óánægja Andersons með rikisstjórn- ina gerir hann ekki einstakan meðal bandarískra stjórnmálamanna. Það er sú lausn sem hann boðar á vanda- málum heimsins sem einkennir hann. Anderson finnst að við ættum að fara að hugsa um alþjóðastjórn, sem ti| dæmis gæti úthlutað auðlindum. „Við tölum bara um að setja nógu mikið hervald í Mið-Austurlönd til að stöðva Sovétmenn. Það getur ver- ið að þeir hafi einhverjar áhyggjur líka. Að það geti verið samsæri um að neita þeim um aðgang í Persafló- ann. Það er ekki ósanngjarn ótti hjá þeim og við ættum að vera reiðubún- ir að tala um framtíðarúthlutun auð- linda í heiminum þannig að þeir geri sér grein fyrir að við ætlum ekki að neita þeim um aðgang með valdi. Með því að vera svolítið alþjóðlegri í máli og gerðum getum við sýnt Sovét- mönnum að þeir muni ekki verða út- undan. Þannig mundi ég fara að þessu en slíkur hugsunarháttur er al- gerlega útlendur þessari ríkisstjórn,” segirAnderson með áherzlu. Hann virðist hafa gaman af að tala um hvað þurfi að gera. Annað forsetaframboð Hann verðu órólegri þegar ég spyr hann hvað hann ætli að gera — í sambandi við næstu forsetakosning- ar. Hann segist ekki geta útilokað annað framboð; hann hafi svo miklar áhyggjur af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar. „Ég veit ekki hvað ég mun gera eftir 3 ár,” segir hann. „Ég vil fá að. . . þjóna landi mínu á hvern þann hátt sem ég tel hagkvæmast- an.” En þegar við höldum áfram sam- tali okkar verður greinilegt að for- setakosningarnar eru honum ofarlega í huga. Ég spyr hann um þá kenningu að fólk hafi ekki endilega kosið Reagan af því að hann væri íhalds- samur heldur af því að þeir vildu breytingu frá Carter. Anderson samþykkir það. „Og ég reiði mig á þá staðreynd að augu margra muni opnast er fram líða tím- ar og fólk geri sér ljóst að hlutirnir breyttust, en ekki ti hins betra.” En ef það er satt, er þá nokkur þörf fyrir fleiri flokka? Er ekki annar alltaf valkostur fyrir hinn? „En demókratarnir hafa engan valkost umfram repúblikana. Þeir seldu sig eiginhagsmunasamtökunum jafnvel verr en repúblikanarnir þegar þeir greiddu atkvæði með skatta- frumvarpinu síðasta ágúst. Mondale gagnrýndi Vestur-Evrópuríkin nýlega fyrir að vigvæðast ekki nóg. Hann hefur ekki, né hafa aðrir leiðtogar Demókrataflokksins, látið í ljósi við- Hka áhyggjur og ég hef látið í ljósi við big- I stað þess að tala einungis um her- vald verðum við að geta nálgazt spurninguna um frið og stöðugleika á allt annan hátt,” bætti Anderson við, Anderson hefur átt heima í Washington síðastliðna áratugi. Það sem einkennir kannski þá borg um- fram aðrar höfuðborgir heims er að þar hafa fæstir ráðamenn neitt nýtt til málanna að leggja. Tveggja flokka kerfið í Bandaríkjunum hefur ekki skapað tvær andstæðar stjórnmála- hreyfingar með mismunandi stefnu- skrár heldur miklu frekar eina stétt stjórnmálamanna með mismunandi áherzlur. John Anderson var hluti af þessari valdastétt, „sannkallaður flokks-maður”, þangað til hann ákvað fyrir rúmu ári að bjóða sig fram til forseta sem óháður fram- bjóðandi. Hann komst ekki í Hvíta húsið en náði í 7 prósentetkvæða eft- ir að skoðanakannanir höfðu sýnt hann með um 25 prósent um þremur mánuðum áður. Lítið hefur heyrzt frá honum síðan en greinilegt er að Anderson lítur enn Hvita húsið hýru auga í hvert sinn sem hann keyrir niður Pennsylvania Avenue í Washington. Þórir Guðmundsson, Bandarikjunum. „Þeir geta ekki stundað stjórnmái svona eins og áhugamenn,"segir John Anderson um Reagan-stjórnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.