Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Síða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. 15 Ja, hérna. Fékk ég þar ekki svo stórmerkilegt bréf frá honum Helga Seljan alþingismanni fyrir nokkru! Hvorki meira né minna en kjallara- grein í Dagblaðinu & Vísi! — Þetta er satt að segja svo furðulegur sam- ansetningur og erfitt að botna í hvað aumingja manninum gengur til með svona skrifum. Nema ef vera kynni að gera ítarlega úttekt á gáfnafari ntínu. Eiginlega má segja, að það sé þekkingarskortur minn og fáviska, sem hann er að berjast við frá upphafi til enda þessa merkilega bréfs. Ritsmíðin hefst á hugdettu um að ég sé því andvíg að hann skrifi grein án stóryrða og sleggjudóma. Og segir enn fremur, að þrátt fyrir móðurleg- ar ábendingar mínar þar um skuli hann í engu hlíta minni leiðsögn. Ja, það var og. . . Ætlaði bara að þrjóskast. — Ekki nema það þó! Það er þá líkast til alveg eins gott fyrir mig að leggja árar í bát eins og standa í svo vonlausri baráttu. En nú kom upp merkilegt atriði: Makalausar fullyrðingar mínar, eins og hann kemst að orði, um að ég borgaði rafmagns- og hitunarreikn- inga hans og Pálma Jónssonar. — Að vísu minntist ég nú hvergi í umræddri greina á að ég borgaði reikninga þess- ara heiðursmanna. En einhverra hluta vegna hefur alþingismanninn langað til að bregða á leik. Hins veg- ar munu að sjálfsögðu flestir hér bú- ast við að verðjöfnunargjaldið sem stendur á rafmagnsreikningum þeirra greiði niður slík gjöld hjá lands- byggðarfólki.— Eða vill alþingismað- urinn meina, að það glatist í kerfinu? Nú kemur langur raunalisti um þau Svarað „ástar”- bréfi þingmanns lifandis ósköp sem hann þurfi að borga fyrir rafmagn og upphitun bæði austur á Reyðarfirði og hér í Reykjavík og um þann mikla mun á upphitunarkostnaði þar og hér. — Síðan þetta athyglisverða innskot: „Þú átt að vita hlutina áður en þú ferð svona hrikalega rangt með ein- faldar staðreyndir.” — Þá segist hann borga þetta allt úr eigin vasa, en hafa „heilaga” Aðalheiði grunaða um að halda það sama og margir aðr- ir, að þessir reikningar séu borgaðir af opinberu fé. — Þarna leynir sér þó naumast atvinnusjúkdómur alþingis- mannsins. Ekki ætla ég að rekja þessa furðu- legu ritsmíð út til enda. Aðeins vil ég minnast á það sem ég sagði um kaup- hækkanir til alþingismanna í fyrra, sem alþingismaðurinn telur að ég fari rangt með. Ég vissi mjög vel, að Kjaradómur ákvað kaupið. — En það hlýtur Helgi Seljan að vita að £ „En það hlýtur Helgi Seljan að vita, að flokksbróðir hans, Ragnar Arnalds, taldi, að aiþingismenn mundu hafna svo mikilli hækkun ...” segir Aðalheiður Jónsdóttir, sem svarar hér kjallaragrein Helga um kjör þingmanna og landsbyggðarfólks. Kjallarinn Aðalheiður Jónsdóttir flokksbróðir hans, Ragnar Arnalds, taldi að alþingismenn mundu hafna svo mikilli hækkun, enda hafði hann nú varla staðist við öðru. Það mikið hafði hann talað um að ekki væri svigrúm til kauphækkana. En ekki heyrðist talað um að einn ein- asti alþingismaður hefði tekið það í mál. — Svo að allt það er ég sagði um þessi vinnubrögð þingmanna stendur enn óhaggað. — En þú forðast, Helgi Seljan, að minnast á til samanburðar laun verkamanns á höfuðborgar- svæðinu, sem hefði 4500 kr. mánað- arlaun, en ætti að borga með ykkur ýmis gjöld. En ég lái þér ekki, þó að þig langi ekki að sýna samanburðar- tölur. Enda segist þú ekki geta rætt um laun ykkar á neinum vitrænum grundvelli. Og býst ég við að það sé ekki of mælt. Einhvers staðar í þinu óviðjafnan- lega bréfi stendur skrifað: Sælir eru þeir sem trúa einhverju í einlægni, þó á röngum forsendum sé trúin byggð. — Athyglisvert lífsviðhorf. — Kannski er ekki óeðlilegt að slík viska geti framleitt eitthvað sérkennilegt. Er þetta ekki trúarjátning þín, Helgi Seljan? Kannski líka allra alþingis- manna? Mér finnst eins og leggja fyr- ir einhverjum alþingisþef af þessu fyr irbæri. — Eða er þarna líka líf- akkeri byggðastefnunnar ykkar sælu, með sinn undarlega visandi áttavita? Að síðustu vil ég óska þér góðs gengis fyrir öll þín góðu orð. Megir þú framvegis vinna að hagsmunamál- um þíns kjördæmis, án þess að skaða önnur. Megir þú öðlast skilning á því að ekki þarf það að stjórnast af hatri, þótt þolendur árása séu ekki alltaf reiðubúnir að taka á móti þeim möglunarlaust. — Megi þessar óskir einnig ná til Alþingis. 16.12. Aðalheiður Jónsdóttir ISLAND FYRIRISLENDINGA Ekki verður ofsögum sagt um gæfuleysi Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks hin síðari ár. Ýmsir þætt- ir í starfi þeirra hafa orðið harla afdrifaríRir fyrir íslenskaþjóðfélagið. Vek ég sérstaklega athygli á samning- um sem þessir flokkar undirrituðu vegna álversins og þegar landhelgin var færð út í tólf mílur. Sjálfstæðisfl. og Aiþýðufl. undir- rituðu samninga við álverið í Straumsvík til tuttugu og fimm ára án endurskoðunarákvæða. Þessir samningar hafa reynst íslendingum slíkur dragbítur að lengi verður minnst sem formúlu um hvernig ekki eigi að semja við erlenda auðhringa. Þessir flokkar skrifuðu einnig undir samninga við Breta og Þjóðverja um að færa landhelgina ekki út fyrir 12 mílur nema meðsamþykki þeirra eða að málinu yrði visað til alþjóðadóm- stólsins í Haag. Þessi undirskrift þýddi ekki aðeins að verið var að færa hluta af islenskum auðlindum í hendur erlendra auðhringa eða landa, heldur hreinlega afsölun á vel- ferð fslendinga um ókomna framtíð. Framsóknarflokkur með Ólaf Jóhannesson, einn fremstan stjórn- lagafræðing þjóðarinnar, í farar- broddi tók ákvörðun um að rifta þessum samningum einhliða og mæta ekki fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, einfaldlega vegna þess að málið var svo mikilvægt framtíð íslendinga að við gátum ekki hætt á að tapa málinu fyrir dómstól. Fram- sóknarmenn voru þeir einu sem gátu gert þetta vegna þess að þeir undirrit- uðu ekki þetta afsal á framtíð íslend- inga og Alþýðubandalag hefði verið virt að vettugi ef þeir hefðu lagt slíkar tillögur fram þó ekki væri fyrir annað en að þeir eru stimplaðir kommúnistar. Ef Framsóknarmenn hefðu ekki barist fyrir útfærslu land- helginnar og háð því fram þá væri ekki umæða nú um hvort virkja eigi Blöndu eða Sultartanga því ísland væri einn allsherjar sultartangi. Hagvöxtur vegna útfærsiu landhelginnar Hagfræðingar annarra landa hafa ekki skilið hvernig íslendingar hafa lifað af 10 ára óðaverðbólgu án þess að til efnahagshruns hafi komið. Ástæðan og svarið er það að um leið og verðbólgan hefur geisað þá á móti Samningarnir um álverið eiga að verða víti til varnaðar, segir greinarhöfundur. iðju. Með því drögumst við aftur úr og verðum að lokum að fátækri þjóð. Framsóknarfiokkur vill hins vegar hraða uppbyggingu orkuvera og stóriðju, þar sem íslendingar eiga ekki aðeins óvirkan meirihluta í fyrirtækjunum, heldur virkan meiri- hluta eða allan hluta fyrirtækjanna og hafi sérfróða menn til að fylgjast með þróun og framleiðslu þeirra. Stefna framsóknarmanna er að íslendingar byggi upp sín fyrirtæki með íhlutun í öllum eða sem flestum þáttum framleiðslunnar þannig, að ekki sé hægt að hlunnfara okkur á ýmsum stigum framleiðslunnar eins og upp hefur komið. Með þessu móti tryggjum við okkur hagnað hvar sem hann skilar sér í keðjunni. Velferð þjóðarinnar Við megum ekki láta erlenda aðila mergsjúga okkur eins og hverja aðra nýlendu. Við megum heldur ekki láta tækifærin sigla framhjá án þess að- gera nokkuð. Það er meira en alvara á ferðum þegar stjórnvöld undirrita samninga sem afsala í hendur útlendingum auð- lindir íslands. Látum samninga Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks verða okkur viti til varnaðar. Við megum heldur ekki standa hjá og vannýta tækifæri vegna orðhengils- A .. því ísland væri einn allsherjar sultar- tangi,” segir Einar G. Harðarson í grein sinni, sem fjallar um stóriðju og hlutverk F ramsóknarflokksins. hefur komið framleiðniaukning í sjávarútvegi með auknum skipastól Kjallarinn EinarG. Harðarson og auknu aflamagni. Síðastliðin ára- tug hefur hagvöxtur þjóðarinnar numið tveimur og hálfu prósentustigi á ári. Þrátt fyrir að allur íslenskur iðnaður er að grotna niður og eigið fé fyrirtækja hefur brunnið upp á verðbólgubálinu. Tímamót íslenska þjóðin stendur nú á tima- mótum vegna þess að við getum ekki sífellt aukið aflamagn úr sjó. Fiski- stofnunum eru takmörk sett eins og öðrum auðlindum. Má nefna að lík- legt er að loðnustofnin sé i mikilli hættu, kvótakerfi sett á þorskveiðar og fleiri álíka ráðstafanir eru í vændum. Það er því mikilvægt að við horfum fram á veginn, metum hvað skuli taka við og hvernig að fram- kvæmdum skuli staðið. Allir stjórn- málaflokkar eru sammála um að nýt- ing orkulinda okkar er það sem tekur við. Leiðirnar skilja um hvernig eigi að nýta orkuna. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur vilja hafa hér erlend stóriðjufyrirtæki sem kaupa af okkur orku á lágu verði eða jafn- vel að við borgum með henni eins og til álversins í Straumsvík. í staðinn fái íslendingar atvinnu í fyrirtækjun- um með sæmileg laun, með öðrum orðum að Ísland verði vinnumanna- land erlendra ríkja. Alþýðubanda- lagið vill fara hægt í virkjanir og upp- byggingu orkuvera og er á móti stór- háttar um kapítalisma eða ekki kapítalisma og gleyma okkur í orða- leik áalvörustundum. Það er festan í stefnumörkun og framkvæmdum varðandi velferð þjóðarinnar sem gildir. Þannig blæs í íslenskum stjórnmálum í dag, að Framsóknarflokkurinn þarf nú að fá sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr til að leiða íslensk þjóðmál. EinarG. Harðarson framkvæmdarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.