Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Page 4
oon •
rrrn
xr*/rrtrjrr<
T » r O’T^* <TTTTTTT WT’AA' T»
DV. MIÐVKUDAGUR14. DESEMBER1983.
Ekki okurvextir heldur
^ I ágóðahlutur af braski
Frá réttarhaldinu í Sakadómi í fyrradag. Saksóknari, Jónatan Sveinsson, er til vinstri að flytja mál sitt. Fyrir j
miðju er dómarinn, Birgir Þormar, ásamt ritara. Hægra megin eru verjendur: Baldur Guðlaugsson fyrir Steindór
Gunnarsson, Hilmar Ingimundarson fyrir Þóri Rafn Haildórsson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson fyrir Sigurberg
Guðjónsson. -DV-mynd: EinarÓlason.
„Fráleitur vaxtaleikur ákæru-
valdsins.”
Þetta nafn gaf Guðmundur Ingvi
Sigurðsson hrl., verjandi Sigurbergs
Guðjónssonar, fyrrverandi héraðs-
dómara, okurákæru á hendur
skjólstæðingi sínum við málflutning í
Sakadómi Reykjavikur í fyrradag.
Eins og skýrt var frá á forsíðu DV í
gær er Sigurberg meðal annars
sakaöur um aö hafa lánaö fé til Þóris
Rafns Halldórssonar með vöxtum á
bilinu 213,4 prósent til 2358 prósent,
miðaðviðeitt ár.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson sagði í
réttarhaldinu, að greiðslur þær, sem í
ákæru eru sagðar vaxtagreiðslur,
væru ekki vextir heldur hlutdeild
Sigurbergs í ágóða af viðskiptum sem
Þórir Rafn hugðist gera fyrir þetta fé.
Taldi Guðmundur Ingvi aö líta mætti á
Sigurberg og Þóri sem einskonar
samlagsmenn.
Verjandinn krefst sýknu til handa
Sigurbergi af ákærum um okur, fjár-
svik og skjalafals, en vægustu refsing-
ar af ákæru um fjárdrátt, skilorös-
bundinn dóm.
Guðmundur Ingvi sagði Sigurberg
vera fómarlamb Þóris Rafns. I
viðskiptum sínum við Þóri hefði Sigur-
berg fengið umtalsverðan skell. Hann
ætti stórfé, 150 til 170 þúsund krónur
inni hjá Þóri. Þetta væri skuld sem
hann fengi aldrei greidda og gæti ekki
fengiðgreidda.
„Ákærði Sigurberg tók áhættu.
Hann tók þátt í braski ákærða Þóris
Rafns en tapaði,” sagði Guömundur
Ingvi.
Hann rökstuddi kröfu sína um væg-
ustu refsingu við ákæru um f járdrátt
úr sektarsjóðum bæjarfógetans í
Kópavogi meðal annars með því að
játning Sigurbergs hefði verið greið.
Sakavottorð hans væri hreint. Brot
hans væri ekki stórt.
„Þetta er ekki forhertur maður.
Hann er ekki hættulegur samfélaginu.
Hann var búinn að sjá að sér og ætlaði
aöskila fénu,” sagði verjandinn.
Til stuðnings máli sínu nefndi hann
að i kassa sektarsjóðsins hefðu fundist
sektarkvittanir. Kvittanirnar hefðu
ekki verið þar nema ákærði Sigurberg
hefði ætlað sér aö greiöa féö. Auk þess
hefði hann í raun sýnt vilja til að
endurgreiða.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson sagði
að Sigurberg hefði þegar hlotið þunga
refsingu. Mál þetta heföi verið mikill
fjölmiðlamatur. Blöð hefðu smjattað á
því.
„Þaö vinnst ekkert meö því að
senda hann á Litla-Hraun.”
Guðmundur Ingvi gagnrýndi
aðhalds- og eftirlitsleysi á skrifstofum
bæjarfógetans í Kópavogi. Það væri
sh'kt eftirhtsleysi sem væri hættulegt
samfélaginu.
Athygh vakti í réttarhaldinu að sak-
borninga greinir á í nokkrum veiga-
miklum atriöum. Aðallega stangast
framburðir þeirra Sigurbergs og Þóris
Rafns á.
-KMU.
AÐEINS 4% SVIGRÚM
TIL LAUNAHÆKKANA
— sagði Lárus
Jónssoní
umræðum um
fjárlagafrum-
varpiðígær
Svigrúm tU launahækkana á næsta
ári er nú aðeins taliö vera 2 til 4% í staö
4 til 6% eins og gert var ráð fyrir í fjár-
lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem
lagt var fram í haust. Ríkisstjórnin
hefur því ákveðið að launaforsendur
fjárlaganna fyrir árið 1984 miðist viö
4% launahækkun launa í staö 6%.
Þetta kom fram í ræðu Lárusar Jóns-
sonar, formanns fjárveitinganefndar,
er hann mælti fyrir breytingatiUögum
nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið
áAlþingiígær.
I ræðu Lárusar kom einnig fram aö
von er á tiUögum um 300 mUljón króna
spamaö í tryggingakerfinu og væri
gert ráð fyrir þeim í frumvarpinu. Er
nú í undirbúningi frumvarp sem felur í
sér að sjúkUngar sem leggjast á
sjúkrahús skuU greiða 300 tU 600 króna
gjald í 10 daga að hámarki á hverju ári
og að einstakUngar greiði ákveðið hlut-
faU af kostnaðarverði lyfja og sér-
fræðiþjónustu.
Meirihluti fjárveitinganefndar hafði
þá reglu að veita ekki fé til nýrra
byggingaframkvæmda og var aðeins
gerö undantekning varðandi
grunnskólann á Akranesi, enda blasti
við neyöarástand í húsnæðismálum
hans að sögn Lárusar. Þá tók nefndin
mið af því að spara þyrfti 2,5% í launa-
útgjöldum ríkisins og að auki 5% í
rekstri.
„Eitt grundvallarstefnumiö viö
gerð þessara f járlaga er að þau verði
sem raunhæfust. Með þessu vinnst
meðal annars að unnt ætti að vera aö
draga úr því aukafjárveitingaflóöi sem
tíökast hefur síðustu ár. Afleiöingin er
nánast sú að f járveitingavaldið er fært
úr höndum Alþingis upp í fjármála-
ráðuneyti,” sagði Lárus Jónsson.
Sagöi hann að fjármálaráðherra hefði
marglýst þeirri skoðun sinni að þessu
þyrfti að breyta og hafi hann óskað
eftir því að formaður og varaformaður
fjárveitinganefndar sitji fundi hans
þar sem aukafjárveitingar eru af-
greiddar. Sagði Lárus að fjármála-
ráðherra hefði einnig marglýst því að
hann muni gefa fjárveitinganefnd
skýrslu um ástand ríkisbúskaparins og
taldi hann að þaö yrði til fyrirmyndar.
Þaö kom einnig fram í máli Lárusar
Jónssonar aö fjármálaráðherra hafi
ákveöiö að skipa nefnd til þess aö
fýlgjast sérstaklega með framkvæmd
fjárlaga og munu eiga sæti í þeirri
nefnd forstöðumaður Ríkis-
endurskoðunar, formaður og varafor-
maður fjárveitinganefndar, deildar-
stjóri gjaldadeildar fjármála-
ráðuneytis og hagsýslustjóri.
Neftidinni verður einnig ætlað að setja
fram hugmyndir um endur-
skipulagningu ríkisfjármála meö það
fyrir augum að draga úr ríkisum-
svifum og færa verkefni og tekjustofna
til sveitarfélaga.
Breytingatillögur þær sem fjár-
veitinganefnd hefur gert við fjárlaga-
frumvarpiö auka útgjöldin um 166
miUjónir eða tæpt 1%. Nefndin á eftir
að gera breytingatUlögur við framlög
tU rikisfyrirtækja í B-hluta frum-
varpsins, um stöðuheimildir og
verkefni á sjúkrahúsum og heUsu-
gæslustöðvum, framlög tU hjúkrunar-
heimila fyrir aldraða, mál Land-
spítalans, vegamál og ýmis land-
búnaðarframlög sem tekin verða fyrir
við þriöju umræðu fjárlagafrum-
varpsins.
-ÖEF.
í dag mælir Dagfari
j dag mælir Pagfari
I dagmælir Dagfari
Náttúrulögmáli raskað
AUir kannast viö þá kenningu að
bensínverð miðist við Rotterdam-
markað. í hvert skipti sem Arabarn-
ir hafa gert breytingar á olíuverði,
og meira að segja þegar verð hefur
faUið hjá OPEC, hafa hróðugir ráð-
herrar upplýst íslenska bifreiða-
eigendur um nýtt stökk upp á við í
bensíngjaldi á íslandi, vegna þess að
Rotterdammarkaðurinn ráði ferð-
inni. Landsmenn eru löngu hættir að
kynna sér hvað lítrinn kostar og
bensínafgreiðslumenn þurfa að hafa
stálminni og sérhæfða stærðfræði-
kunnáttu tU að slá inn nýjar tölur af
Rotterdammarkaði.
Stundum hefur maður hugleitt
hvers sú ágæta borg Rotterdam á að
gjalda þegar verið er að klína á hana
þeim gírugheitum íslenskra stjórn-
valda að krækja sér í fleiri krónur í
ríkiskassann. Fer ekki á milli mála
að Rotterdam er verst þokkaða
byggða bólið í Vesturheimi án þess
þó að HoUendingar hafi um það
minnstu vitneskju.
Þrátt fyrir ýmiss konar sveiflur
upp og niður á verði á olíu og bensíni,
bæði vestan hafs og austan, hafa
íslenskar ríkisstjórnir átt sitt hald-
reipi í Rotterdam og bensínhækkanir
riðið yfir okkur jafnt og þétt. Þannig
hafa íslenskir bileigendur mátt súpa
margan bensíndropann samkvæmt
því náttúrulögmáli að Rotterdam-
verðið mæli svo fyrir.
Þó er það svo að íslendingar hafa
búið við rússneskt og útvatnað
bensíngutl frá Kákasus sem aldrei
hefur nálægt Rotterdam komið og
engan samjöfnuð þolir við það bensín
sem annars staðar er framleitt.
Sannkristnir ihaldsmenn hafa gert
hverja atlöguna á fætur annarri að
þeim skepnuskap Sovétmanna að
selja okkur bensin á alþjóðlegu
markaðsverði þegar vitað er að
framleiðslukostnaður í Sovét er í
engum tengsium við áflogin i Araba-
iöndunum og OPEC. Þessar atlögur1
hafa náð hámarki þegar Sjálfstæðis-'
flokkurinn er utan stjórnar. Hins'
vegar hefur verið undarlega hljótt
um þær þegar íhaldið kemst til
valda.
Hefur þá sannast sem endranær að
samtrygging olíufélaga og bensín-
sala má sín meir en pasturslitlar
ríkisstjórnir og hávaðasamir stjórn-
málamenn. Þeim hefur verið pakkað
saman í þágu þeirra hagsmuna sem
mætast i hinni voldugu oliumafíu
Esso, Shell og BP. Hækkað bensín-
verð hefur verið rekið ofan i hvern
þann hávaðasegg sem hefur haft í
hótunum um lækkanir á bensinverði
í nafni þess þjóðflokks sem ekur bil-
um í þessu landi.
Var ekki annað vitað en núverandi
ríkisstjórn væri geirnegld á sömu
lund, enda mynduð af þeim stjórn-
málaflokkum sem eiga mest undir
því að olíufélögin greiði sínar tíundir
í flokkssjóði.
En allt er í heiminum hverfult. Nú
hefur það gerst í fyrsta skipti i
tslandssögunni að bensín hefur lækk-
að í nafni Rotterdam verðs.
Hefur það komið mönnum svo í
opna skjöldu að enn hafa ekki mynd-
ast biðraðir á bensinafgreiðslum.
Hafa þó íslendingar kunnað að
hamstra vörur og þjónustu fyrir
minna fé en sextíu aura á litrann. En
þar sem landsmenn eru upp til hópa
hagsýnir í innkaupum má fastlega
búast við að bensinsala fari vaxandi, ■
enda ljóst að við hverja tíu lítra spar-
ast sex krónur. Eru menn hér með
hvattir tU aukinnar bilnotkunar, í
ljósi þess að við hvern ekinn kíló-
metra og eyddan bensinlítra sparast
heUir sextíu aurar. Með því að kaupa
nógu mikið bensin kemur að þvi að
menn eigi loks fyrir jólagjöfum.
Dagfari