Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformafturog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvacmdastjóri ogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó<-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. I Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugeró: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. Réttum þeim hjálparhönd Hjálparstofnun kirkjunnar efnir þessa dagana til söfn- unar til styrktar hungruðum heimi. Islendingar eiga að bregðast vel við þessari hjálparbeiðni. I samanburði við þjáðar þjóðir á suðurhveli jarðar lifum við í vellystingum og allsnægtum. Við höfum efni og auð langt umfram þær milljónir mar.na, sem búa við sult og seyru og átakanleg- ar þjáningar hungurs og hörmunga. Undanfarna daga hefur sjónvarpið brugðið upp mynd- um frá ýmsum þjóðlöndum Afríku, þar sem neyðin er stærst. Langvarandi þurrkar, almenn fátækt, lyfja- og matvælaskortur sverfa svo alvarlega að íbúum þessara landa, að jafnt börn sem fullorðnir hrynja niður úr hor og hungri. Ástandið er ólýsanlegt og ógnvekjandi og um- komuleysi barnanna er þyngra en tárum taki. Slíkar myndafrásagnir segja margt. Og þær koma við samvisku okkar. Ekki þannig, að viö finnum til sektar, enda er ástandið í Afríku hvorki á valdi okkar né ábyrgð. En við höfum skyldum að gegna gagnvart neyð þessa fólks, sem hefur ekki einu sinni mátt til aö rétta fram höndina til að taka viö því litla, sem að því er rétt. Við höfum skyldum að gegna gagnvart öllum meðbræðrum nálægum sem fjarlægum af þeirri einföldu ástæðu, að samviska sérhvers sómakærs manns býður honum að hafast eitthvaö aö. Jólin nálgast, hátíð kristninnar og kærleikans, sem flytur þann boöskap, aö gera öðrum það, sem við viljum, aö þeir geri okkur. Inntak jólahátíðarinnar er að gleðja aðra. Gleði getur varla ríkt í hungruðum heimi, en gjafir og líkn þeim til handa, sem við allsleysi búa, geta verið lífs- gjöf og lækning, sem er jólunUm samboðin. Og hvers virði er ekki sú gleði, sem við sjálf verðum aðnjótandi, ef lítið framlag af okkar hálfu verður til þess að bjarga einu hungruðu barni frá dauða. Talsmenn Hjálparstofnunar taka fram, að tuttugu króna framlag frá hverjum og einum Islendingi nægi til kaupa á milljón matarskömmtum. Það framlag er okkur ekki ofviða. I raun og veru ætti það að vera auðsótt tíund frá hverju íslensku heimili að leggja reglulega fram litla upphæð sem skerf til þess hjálparstarfs, sem unnið er í þágu hins hungraða heims. Hér höfum viö nóg að bíta og brenna. Við tölum um kreppu. Hvílík öfugmæli. Matur á hvers manns borði, hlý híbýli, klæðnaður og dúnmjúkur rúmfatnaður. Vinna handa öllum, félagslegt öryggi, ókeypis skólamenntun, heilbrigði og frelsi til orðs og æðis. Hvers frekar getum við krafist? Auglýsingar hellast yfir okkur í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. Ný útvarpsrás hefur hafiö göngu sína, sem einvörðungu er kostuð af auglýsingum, þar sem boðið er upp á lystisemdir og leikföng, lúxusvörur og léttmeti. Verslanir fyllast af gjafavörum, öngþveiti skapast á strætum vegna bílamergðar, danshús lokast vegna að- sóknar. Allir keppast við að hlaða á vini sína og vanda- menn góðgæti og glysi og matborð munu svigna undir veislumat jólanna, þegar fæðingu frelsarans verður fagn- að í næstu viku. Allt er þetta þakkarvert, enda þótt við gleymum því í ofgnóttinni og allsnægtunum, að við erum ekki ein í heim- inum. Jólin eru heldur ekki sælkerahátíð. Þau eru áminning og áskorun um að halda þá kenningu Krists í heiöri, að miðla öðrum, rétta hjálparhönd og veita líkn öllum þeim, sem við fátækt og þjáningar búa. Litlu börn- in í Afríku, soltin augu þeirra, stara í átt til okkar, í von og trú um hjálp og lífgjöf. Gefum þeim líf. ebs | DV MIÐVÍkÚDÁGUR 14. DESEMBER1983. ERISLENSKA KRÓNAN ORDIN ÓNOTHÆF? I síöustu viku leiddi ég rök aö því hér í blaöinu, að verðbólgan heföi hlotist af misnotkun seölaprentunar- valdsins og aö hún myndi ekki hjaðna, fyrr en skorður væru reistar viö þessu valdi. Hagfræöingar heföu reynt aö leggja á ráðin um skynsam- lega stefnu í peningamálum, en þeir hefðu heldur átt að reyna aö leggja á ráöin um skynsamlegt skipulag pen- ingamála. Þaö væri eins óraunhæft aö ætlast til þess af framleiöendum peninga (stjórnmálamönnum og seðlabankamönnum), aö þeir hög- uöu framleiðslunni samkvæmt þjóðarhag, en ekki eigin hag, og að ætlast til þess af eigendum einokunarfyrirtækja, að þeir stilltu sig um að hiröa einokunarhagnað. Þetta má segja meö öörum oröum: TJtgjöld ríkisins ráöast ekki af „þörf- um” þess, heldur af fjáröflunar- möguleikum þess. Ríkið notar þá- möguleika, sem það hefur á aö afla fjár meö seðlaprentun, fyrr eöa síðar — þrátt fyrir allar kenningar hag- fræöinga. Mestu máli skiptir því, aö það hafi ekki þessa möguleika. íslenskir valdsmenn hafa meiri möguleika Þessi greining veröbólgunnar er almenn, hún á viö á Vesturlöndum. En hvaö veldur því, að verðbólgan er miklu meiri hér en annars staðar? Og hvað getum viö gert, til þess að hún hjaöni aö minnsta kosti niöur í þaö, sem hún er í nágrannalöndun- Þessi takmörk eru aö vísu ekki öll sett af valdsmönnum, heldur sum af smæð okkar. Fáir bankar erlendis myndu skipta íslenskum krónum, þótt þeir mættu þaö, þessi viðskipti væru alltaf óveruleg. En þetta aö- hald af einhverjum peningamarkaöi, jafnvel þótt hann sé ekki nema hálf- opinn, skiptir miklu máli. Viö sáum, Ótímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson hvað varð um Mitterrand hinn franska. Hann neyddist til að hætta eyðslustefnu sinni, þegar menn tóku „Verðbólgan er meiri á íslandi en annars ^ staðar, af því að valdsmenn hafa meiri möguleika hér á því að afla fjár með seðla- prentun.” um? Saga íslensku krónunnar hefur veriö raunasaga, frá því aö Islands- banki hvarf af gullfæti (þ.e. hætti gulltryggingu peninga) í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fyrir þaö hafði verð krónunnar veriö sæmilega stööugt — ekki vegna þess, að stjórnendur Islandsbanka heföu verið betri menn en síöari valda- menn, heldur vegna hins, aö þeir höföu minni möguleika á aö afla f jár með seölaprentun en þeir, því aö þeir uröu alltaf aö vera tilbúnir til aö skipta krónum í gull og seðla- prentunin takmarkaðist þannig af gullforða bankans. En eftir það hefur allt verið á hverfanda hveli, krónan verið aö falla í verði, eins og viö vit- um. Almenn greining veröbólgunnar ætti að sýna okkur, hvers vegna hún er meiri á Islandi en annars staöar. Hún er meiri, því að valdsmenn hafa meiri möguleika hér á því aö afla fjár með seðlaprentun. Og hvers vegna hafa þeir meiri möguleika á því? Vegna þess aö viö notendur seölanna höfum minni möguleika á því en borgarar ýmissa annarra landa aö skipta þessum seðlum í seöla annarra ríkja, losna við þá, áö- ur en þeir snarfalla í verði. Viö verö- um aö taka viö þeim og nota þá, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hér hafa valdsmenn meö öðrum oröum ekkert aöhald af neinum opn- um peningamarkaði. Mönnum eru sett ströng takmörk um kaup á út- lendum gjaldmiðlum hérlendis og sölu á íslenskum krónum erlendis. aö skipta frönskum frönkum sínum í aðra gjaldmiðla, af því að þeir sáu fyrir, aö frankinn hlaut aö falla í verði. Tökum þessa möguleika af valdsmönnunum Veröbólgan á Islandi hjaönar niöur í þaö, sem hún er í nágrannalöndun- um, ef möguleikar valdsmanna á Is- landi til aö afla fjár með seðlaprent- un umfram þá, sem valdsmenn hafa annars staðar, eru teknir af þeim. Þetta gerist, ef hér er leyfður opinn peningamarkaður, ef hér eru ótak- mörkuð gjaldeyrisviðskipti, ef ríkið hættir aÚri gengisskráningu, en gengiö ræðst á þessum markaði, ef fullkomið frelsi er til aö velja um gjaldmiöla (eins og Friedrich Hayek lagöi til í háskólafyrirlestri sínum hérlendis). Hvaö yröi um krónuna viö þetta? Það færi eftir því, hvaö framleiöendur hennar, valdsmenn á Islandi, geröu. Hún félli í veröi, menn skiptu henni í aöra gjaldmiöla og geröu samninga sína í þeim gjald- miðlum, ef valdsmenn héldu áfram aö reyna aö afla fjár meö óhóflegri seðiaprentun. Hún gæti jafnvel horf- iö aö mestu úr umferð, menn hættu aö líta við henni í viöskiptum. En krónan gæti haldið verði sínu, ef valdsmenn gættu þess aö prenta íslenska peningaseöla ekki hraðar en valdsmenn í öörum löndum prenta sína. Þaö fæli í sér, aö krónan væri í rauninni bundin viö aöra gjaldmiðla, svo sem Bandaríkjadal. Og til þess er leikurinn geröur — aö binda, tak- marka, reisa skoröur. Menn geta síð- an hugsað sér einhver millistig á milli þess, að krónan hyrfi að mestu úr umferö, og hins, aö hún væri bund- in viö aöra gjaldmiðla, en þaö breytti engu um það, aö menn gætu skipt hver viö annan í traustari gjaldmiöil en þeir hafa átt aö venjast. Afíeiðíngarnar af ótak- mörkuðum gfaldeyris- viðskiptum Hvaöa afleiöingar hefði þetta aör- ar en þær, aö verðbólgan hjaönaði niður í þaö, sem hún er í nágranna- löndunum? I fyrsta lagi yrði Seðla- bankinn ónauösynlegur, aö minnsta kosti í núverandi mynd sinni. (Viö gætum því sparað okkur seölabanka- húsiö við Arnarhól, sem svo miklum deilum hefur valdið.) I öðru lagi mætti segja, að seölaprentunarvald- ið væri tekið úr höndum innlendra manna. (Það væri aö vísu ekki látið í hendur útlendra manna, heldur í hendur markaðarins, þaö er: í hend- ur allra þeirra Islendinga og útlend- inga, sem kaupa eöa selja íslenskar krónur.) I þriðja lagi hlytu ýmsir hags- munahópar aö tapa, þegar til skamms tíma væri litið, þótt ein- staklingamir i þessum hópum græddu allir á þessu, þegar horft væri til Iengri tíma: þeir gætu ekki lengur gert út á ríkissjóð. Vinnuveit- endum og launþegum væri ekki leng- ur bjargað eftir óraunhæfa kjara- samninga, bændur og útgerðarmenn fengju ekki lengur fjármagn (til jdæmis afuröalán) á niðurgreiddu 'veröi. Skussamir gætu ekki lengur velt kostnaöinum af mistökum sín- um yfir á almenning, heldur yrðu að horfast í augu viö afleiöingamar — gjaldþrot og atvinnuleysi, nema hvort tveggja væri. Að okkur hlýtur viö svo búið aö læðast grunur um, hverjir hlytu aö snúast gegn þessum tillögum. Þar væru saman í hópi allir þeir hagfræö- ingar, embættismenn og atvinnu- stjómmálamenn, sem hafa haft drjúga atvinnu af „baráttunni við verðbólguna”, þröngsýnir þjóðernis- sinnar, sem skilja illa þau orö dr. Samuels Johnsons, aö ættjaröarástin sé síöasta skjól skálksins, og síöast, en ekki síst, sérhagsmunamenn af öllum stæröum og gerðum, sem hafa notið góðs af illa fengnu fé — af verð- bólgugróða ríkisins. Leyfum íslendingum sjáifum að svara Menn geta hugsað sér ýmis önnur afbrigöi af hugmyndinni um skoröur viö seölaprentunarvaldinu. Eitt væri aö hafa saman hátt á og Panamabú- ar og Liberíumenn, sem nota Banda- ríkjadal, eöa Lúxemborgarmenn, sem nota belgíska franka. Leiða má nokkur rök aö því, að Island sé of lít- ið gjaldmiöilssvæði. (Einhver mörk hljóta aö vera á stærö slíks svæðis: eöa hvers vegna hafa Vestmannaey- ingar ekki sinn eigin gjaldmiðil?) Bandarikjadalur væri sennilega ekki óeðlilegur gjaldmiöill hérlendis vegna hinna miklu viðskipta okkar viö Bandaríkjamenn. Spurningin er þessi: Er íslenska krónan oröin ónot- hæf vegna illrar meðferöar í 70 ár? Ég ætla ekki aö svara þessari spurn- ingu, því aö ég legg til, aö Islending- ar fái hver og einn aö svara henni — meö því aö þeir fái að velja á milli krónunnar og annarra gjaldmiöla á opnum markaöi. Hannes H. Gissurarson, cand. mag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.