Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Síða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR14: DESEMBER1983. Menning Menning Menning_________Menning RÖMM ER SO TAUG —um Finn Jónsson og nýja bók um hann Finnur Jónsson eftir Frank Ponzi meö þœtti , um œvi listamannsins eftir Indriöa G. Por- steinsson, 103 bls. , Almenna bókafólagið, 1983. Feriil Finns Jónssonar listmál- ara er tvímælalaust einn sá sér- kennilegasti sem saga íslenskrar nútímalistar getur um. Á árunum 1922—25 var hann í Berlín og Dresden í hringiðu evrópskrar myndlistar og gerði þá hátt á þriðja tug afstrakt eða hálf-afstrakt mynda sem vöktu athygli þýskra listfröm- uöa. Síöastnefnda árið hélt Finnur svo sýningu á nokkrum þeirra í húsi Nathans & Olsens í Reykjavík, hlaut heldur dræmar viðtökur og var ári seinna búinn að söðla um og farinn aö mála fólk og báta í stíl sem fleiri en undirritaður hafa lýst sem þyrrkingslegum og þunglamalegum í senn. Hélt Finnur áfram á þeirri braut ailar götur fram til 1960. Hvers vegna kúvending? Árið 1970 var listamanninum síðan boöiö að senda myndir sínar frá 1925 á alþjóðlega listsýningu í Strasbourg sem bar heitið „Europa 1925”. Vöktu þær athygli á hinum framsækna Is- lendingi og Finnur hlaut medalíur, jákvæða umgetningu í Le Figaro og jafnframt uppreisn æru, að því er margir töldu. Og þá fóru menn að velta fyrir sér þeirri kúvendingu sem gerðist í list Finns strax upp úr 1925. Hvemig stóð á því aö metnaðarfullur listamaður, þátttakandi í framúrstefnum, tók allt í einu upp á því að ganga í lið með afturhaldsöflum í myndlistinni? Því( öðruvísi er varla hægt að túlka þessi umskipti og feril Finns eftir það, med öllum mögulegum fyrirvörum. Hafðfl viðleitni hans til að sveigja islenska myndlist inn í nútímann verið kæfð í fæðingu af afturhaldssömum gagn- rýnendum og áhugalitlum almenn- ingi — og listamaöurinn neyddur til að koma til móts við ríkjandi smekk á Islandi til að bjarga æru sinni og af- komu? Frægðin að utan Þjóðsagan svaraði þessu játandi og listamaðurinn hvorki játaði henni né neitaði er á hann var gengið í við- tölum. Á hinn bóginn lét Finnur oft að því liggja aö hann hefði verið snið- genginn af mörgum starfsbræðra sinna, „klíkum”, sérílagi þeim sem hófu aö mála afstrakt um og eftir síð- ari heimsstyrjöld, þar eð þeir vildu eigna sér heiðurinn af því að hafa innleitt afstraktið á Islandi. Þetta kemur m.a. fram í viðtölum við Ind- riða G. Þorsteinsson í bók þeirri sem hér er til umræðu. Þjóðsagan tók undir þetta og magnaði upp í sam- særi þagnarinnar gegn hinum aldr- aða einfara og brautryðjanda, þar sem höfuðpauramir áttu aö vera í hópi róttæklinga. Listpólitíkin lætur ekki aö sér hæða. Síöan áttu erlendir gagnrýnendur og listfræðingar loks aö hafa komið til skjalanna til aö hefja listamanninn til þeirrar virðingar sem hann verðskuldaði. Þjóðsagan endurtekin Þannig hljóða þessar sögur og því löngu tímabært aö komast til botns í þeim og fjalla um framlag Finns Jónssonar til íslenskrar myndlistar á málefnalegan og sæmilega hlutlaus- an hátt. Því að ekki verður í móti mælt að afstrakt verk hans eru stór- merkur kafli í sögu íslenskrar mynd- listar. Það verður að segjast strax í upp- hafi að bók sú sem Frank Ponzi er að mestu höfundur aö og AB gefur út, erj ekki sú málefnalega umfjöllun. I: stórum dráttum er hún endurtekning á þeim þjóðsögum sem sagðar eru hér að ofán með ýmsum nýjum við- bótum sem ekki varpa nema daufri birtu á verkin sem sh'k, en miða m.a. að því að vekja athygli á þætti höf- undar sjálfs í „endurreisn” lista- mannsins og ítreka „sinnuleysi” Islendinga gagnvart honum. Þar aö auki er stíll höfundar hin mesta órækt með öllum sínum misvísandi aukasetningum. Það er því léttir að því að lesa samtöl Indriða við lista- manninn, þótt í þeim sé fátt sem ekki hefur áður komiö fram. í myndþrot Þótt þess sé hvergi getið berum Þrjár sóllr, málverk Finns Jénssonar. orðum er bókin ekki um listferil Finns allan, heldur fyrst og fremst um afstrakttímabiliö og aðdraganda þess. Á því tímabili hefur höfundur mestan áhuga og á erfitt með að rétt- læta síöari myndir hans. Frá því um 1930 og til dagsins í dag eru aöeins 23 myndir birtar, þar af einungis 6—7 af því tagi sem Finnur er þekktastur fyrir, þ.e. siglinga-, sjávar- eða landslagsmyndir. Engu líkara er en höfundur hafi hreinlega komist í þrot með myndir frá þessu hálfrar aldar tímabih því aö í lokin eru f jórar auð- ar síður á móti jafnmörgum htmynd- um. Bók um afstrakt tímabiliö eitt og sér heföi án efa orðið heillegri. En hugsanlega hafa útgefendur ekki haft áhuga á slíkri bók, né heldur listamaðurinn sjálfur. Höfundi er i mun aö sanna aö afstraktmyndir Finns hafi verið tímamótaverk, ekki aöeins í ís- lenskri listasögu heldur e.t.v. í víð- ara samhengi. Viðbrögð við myndum Hér er rétt að benda á að meðan1 ekki hggja fyrir rannsóknir á elstu málverkum Bjöms Björnssonar er tæpast hægt að fuhyrða um braut- ryðjendastarf Finns. Strangt til tekiö verður hvorugur þeirra, Björn eöa, Finnur, réttnefndur brautryðjandi því að sú afstrakt myndlist, sem fylgdi í kjölfar þeirra tuttugu og fimm árum seinna, á þeim ekkert aö þakka. En til að sanna ágæti og mikUvægi afstrakt mynda Finns reiðir höfund- ur sig í raun ekki á vitnisburð mynd- anna sjálfra, heldur á viðbrögð út- lendra sérfræðinga. Þessar myndir eru ekki mikilvægar fyrir það sem gerist í þeim, heldur fyrst og fremst vegna þess aö Herwarth Walden, for- stjóri „Der Sturm”, tók þær til sýn- ingar árið 1925, vegna þess að Kand- insky var viðstaddur þegar Walden tók þær tU sýningar, vegna þess að Katherine S. Dreier keypti tvær þeirra árið 1926 og sýndi nokkrum sinnum í safni sínu, — og loks vegna þess að þessar myndir vöktu athygU á ofannefndri sýningu í Strasbourg árið 1970. l' grýttan jarðveg Svipuö röksemdafærsla er notuð til aö skýra afturhvarf Finns tU fígúra- tífrar rómantíkur. Hún stafar vita- skuld af viðbrögðunum við sýning- unni hjá Nathan & Olsen 1925. Þar er kaldhæðni örlaganna einnig nefnd tU sögunnar. Hefðu fregnir um kaup frú Dreier á myndum hans „ekki aukið sjálfstraust hans og talið í hann kjarkinn þegar mest á reið, þ.e. á þeirri úrslitastund þegar verk hans féUu í grýttan jarðveg heima fyrir”? (bls. 14) En um þau kaup frétti Finn- ur ekki fyrr en mörgum áratugum síöar og því fór sem fór segir höfund- ur. Vissulega hefur höfundur ýmislegt markvert að segja um það Ustræna umhverfi sem Finnur hrærðist í í Beriín og Dresden, nefnir hinar og þessar stefnur í tengslum við myndir hans. En þegar að því kemur aö skoða myndirnar niður í kjölinn, benda á það sem Finnur tileinkaöi sér í þessum stefnum og hvemig hann nýtir sér þau föng, þá er eins og höfundur fari sífeUt undan í flæm- ingi. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson» Þröngur skilnlngur Á einum stað segir hann meira að segja: „sérhver tilraun til að skyggnast inn í heim Ustamannsins með því einu að rannsaka tiisvarandi Ustastefnur erlendis á þriðja ára- tugnum eða leika sér aö því að bera verk hans saman við verk samtíma- manna hans í því skyni að finna hjá honum áhrif frá þeim mun reynast fánýt og árangurslaus. Listamanns- ferUl F.J. hófst með verkum í ætt við expressjónisma, sem minntu eins og fyrr segir að ákveðnu marki í Kokoschka, Nolde eða Pechstein. En síðan tók við hjá honum kúbismi, konstrúktífismi og súprematismi, og í þeim verkum má griUa í áhrif frá Malevitsch, Moholy-Nagy, Lissitsky ogeinhverjumfleiri...”. Er þá ekki best að láta aUar þessar stefnur Uggja miUi hluta og raunar einnig aUt Ustalíf í Þýskalandi á því tímabUi sem hér er tU umræðu? Höf- undur virðist hafa einkennilega þröngan skUning á listsögulegum rannsóknum haldi hann að þær gangi aðmestu út á eltingaleik við „áhrif”. Samklipp er nýmæli Samt lætur hann sig hafa það aö benda á sh'k áhrif og gætir þar óná- kvæmni á stundum. I frásögn af fígúratífum myndum Finns frá 1922 segir hann, að í þeim megi „greina aðferðir sem taldar eru sprottnar frá kúbistum, konstrúktífistum og súprematistum”. Rétt er að myndirnar draga dám af eldri verkum nokkurra listamanna, sem gerð eru áöur en þeir þróuðu umræddar stefnur, Malevitsch tU dæmis. Þetta er eins og að kalla mynd eftir Píkassó frá bláa skeiðinu „verk eftir kúbista”. Síðan sakna ég útlistunar á því at- riði í mörgum mynda Finns frá þess- um tíma sem er reglulegt nýnæmi í íslenskri list, nefnUega samkUppinu. Hvaöan kemur það inn í list Finns og hvemig beitir hann því? Svör við þeim spumingum mundu án efa varpa ljósi á listsköpun hans aUa á þessum árum. Ekkert frumkvæði? En víkjum aftur að „viðbragða- kenningu” höfundar. Fyrir utan það aö hún gerir Utið úr frumkvæði og listrænni sannfæringu Finns, gerir úr honum leiksopp ahnenningsvið- horfsins, þá eru þau „viðbrögð” sem höfundur reiðir fram máU sínu tU sönnunar alls ekki óvéfengjanleg. Vissulega tók Walden verk eftir Finn tU sýningar árið 1925, en þess ber að gæta að þá var Der Sturm gaUeríið að syngja sitt síöasta og margar helstu „stjömur” Waldens flúnar á önnur mið. Walden var því tilneydd- ur að taka inn ýmsa minni háttar Ustamenn á sýningar sínar. Þetta kemur skýrt fram í bók Peters Selz sem getið er um í heimildaskrá bókar- innar um Finn. Hefði Walden vaUð verk eftir Finn Jónsson á sýningu 7-' 10 árum áður, þá væri e.t.v. um að ræða verulega marktækan vitnis- burð. Hvað frú Dreier viðkemur þá festi hún kaup á þúsundum mynda um aUa Evrópu á þessum áratug og síðar og margar þeirra hafa aðeins sögulegt gUdi nú. Duchamp með í ráðum? Jú, Marcel Dudiamp var ráðgjafi frú Dreier eins og sagt er í bókinni og undirstrikaö með stórri ljósmynd af þeim báðum, en hann var ekki með í ráðum þegar frúin keypti myndú- Finns í BerUn árið 1926. Nákvæm æviskrá Duchamps vegna sýningar í Pompidou-safninu 1977 getur ekki um neina ferð tU Þýskalands á því ari, en aftur á móti um ferðalag með frú Dreier til Mílanó og Feneyja. Höfundur getur þess síðan að myndir Finns hafi notiö „mikUs álits vestan- hafs” er þær voru sýndar í safni frú Dreier og að sýningargestir hafi ver- ið „fuUir aðdáunar” andspænis þeim — án þess aö leggja fram nokkrar sannanir fyrir því. Þess skal að lokum getið aö þegar efnt var tU sýningarinnar í Stras- bourg 1970 þá var leitað eftir afstrakt verkum frá 1925 víða um lönd og Finnur var sá eini sem til greina kom frá Islandi. Viðbrögð við viðbrögðum Hvað viðbrögðum á Islandi viðkemur, þá veður höfundur í viUu og svíma ef hann heldur aö þau hefðu getað veriö öðruvísi en þau voru. Islendingar voru þá að rífast um það hvort Ásgrímur Jónsson færi rétt með reiðtygi hestanna í verkum sínum. Og ef umsagnir eru grand- skoðaðar kemur í ljós að þær eru hreint ekki svo slæmar. Finnur stendur að vísu í ritdeilu við Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgun- blaösins, út af sýningu sinni. En hann fær nóg pláss í blöðum undir at- hugasemdir sínar og þrjár mjög já- kvæðar umsagnir þeirra Emils Thor- oddsen, Bjöms Björnssonar og Ásgeirs Bjamþórssonar á móti einni fremur neikvæðri umsögn Valtýs. Margir listamenn í dag mundu vera hæstánægöir með slík viðbrögð, — j afnvel þótt þeir seldu ekki mynd. Og hvað kaldhæðni örlaganna varðar þykir mér afar ósennilegt að kaup frú Dreier á myndum hans árið 1926 hefðu „talið íFinn kjarkinn” því að hún var þá ekki orðin þekkt sem meiri háttar safnari. Var Finnur ekki búinn að fá næga uppörvun hvort sem var, við það að sjálfur Walden tók af honum myndir? Enginn þagnarmúr Var þá Finnur tilneyddur til að skipta um stíl til að tryggja afkomu sína? Að vísu er álitamál hvort bág kjör skipta nokkum timann sköpum fýrir listamann sem viss er í sinni sök. En Finnur var lærður gull- smiður og hafði mannsæmandi tekjur af þeirri iðn áratugum saman. Hann var því ekki verr settur en Björn Björnsson sem lifði á gullsmíöi en málaði myndir eftir eigin höfði í frístundum. Það em síöan ýkjur að einhvers konar þagnarmúr hafi síðar verið reistur kringum afstraktmyndir Finns. Á fjórða áratugnum sýndi hann sjálfur nemendum sínum þessar myndir oftsinnis, en margir þeirra uröu síðar mætir listamenn. Björn Th. Bjömsson fjallar um myndimar í myndistarsögu sinni og á yfirlitssýningu Finns í Listasafni Islands 1976 kynnti Júlíana Gott- skálksdóttir rannsóknarritgerð sina um þær þar sem hún ræðir m.a. um tengsl þeirra við list Árchipenkos. Höfundur Finnsbókar þegir þunnu hljóði um þessar staðreyndir. Hugur fylgdi ei máli Hér er ekki ætlunin að komast að niðurstöðu um afstrakttimabil Finns, miklu frekar að afhjúpa þjóðsögurnar um þær. I augum þess sem hér pikkar á ritvél eru umræddar myndir fyrst og fremst þreifingar lærlings sem reynir að samræma föng úr ýmsum áttum og fella að meðfæddri skreytiþörf. Þessar þreifingar gátu aldrei borið ávöxt, þar sem hugur fylgdi ekki máli. Hugur Finns stóð alla tið til hinnar fígúratífu, „þjóðlegu” listar, einkum þar sem hún bar í sér skirskotun til hins yfirskilvitlega. Á þá römmu taug náði Þýskalands- dvölin ekki að skera. Bókin um Finn Jónsson hefur það til síns ágætis að myndir hafa prent- ast með afbrigðum vel í henni. Þar er út af fyrir sig lagöur grundvöllur að frekari rannsóknum á þeim. AI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.