Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 28
28
DV. MIÐVHÍUDAGUR14. DESEMBER1983.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta sem auglýst var i 101., 105. og 108. tölublaði Lögbirt-
ingablaðsins 1982 á eigninni Engihjalla 19 — hluta —, þingl. eign
Ásdisar Magnúsdóttur, fer fram að kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Veðdeildar Landsbanka
islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. desember 1983 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta sem auglýst var i 23., 26. og 29. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1983 á eigninni Fögrubrekku 31, þingl. eign Eggerts Jóhannes-
sonar, fer fram að kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Bæjarsjóðs Kópa-
vogs og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 15. desember 1983 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
f. 1x2-1X 2-1X 2 .
16. leikvika — leikir 10. desember 1983.
Vinningsröð: 1X2 — 112 — X12 — 1X2
1. vinningur: 12 réttir — kr. 483.775.-
95408(1/12,6/11)+
2. vinningur: 11 réttir — kr. 5.603.-
1202 39615 63046+ 91613 95409+ 180635
4420 44611 85167+ 95400+ 95437+ 180636
4542 48532+ 88942 95404+ 95455+ 180637
9975 56824 88991 95406+ 95553 180638
20692 60044 89783 95407+ 180634 35379(2/11)
Kærufrestur er til 2. janúar kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást
hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja-
vík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur
verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) veröa aö
framvísa stofni eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna
fyrir lok kærufrests.
Síðasti getraunadagur fyrir jól verður laugar-
daginn 17. desember — fyrsti getraunadagur á nýju
ári 7. janúar.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
SAMFESTINGAR
Stærðirfrá 130.
Verð frákr. 1.295.
Litir: svart, grátt og gult.
KJOLL
Stærðir 110-130.
Verð kr. 800.
Litir: grænt og bleikrautt.
HNÉBUXUR OG VESTI DRENGJAFÖT
Stærðir 105-130.
Verð kr. 850 -950.
Litir: Grænt og vínrautt.
FLAUEL
Stærðir 90-130.
Verð kr. 990-1010.
Litir: svart, blátt, vínrautt.
S.Ó. BÚÐIN
Hrísateigi 42 — Sími 323S8.
Menning Menning Menning
Merk heimild um
upphaf bflaaldar
Guðlaugur Jónsson:
Bif reiðar á íslandi
1904-1930 ICrll
594 bls.
Guðni Kolbeinsson bjó til prentunar.
Útgefandi Bílgreinasambandið.
Á dögum tæknialdar kann mörgum
að finnast að farið sé að fenna í spor
þeirra sem fyrst ruddu veginn fyrir
tækninýjungum sem margar hverjar
gerbreyttu lífsháttum á þessu landi.
Á næsta ári verða áttatíu ár frá því
að bifreið var i fyrsta sinn ekið á
íslenskri grund. Þótt tíminn sé ekki
langur frá upphafi bilaaldar á landinu
hefur innreið bílsins á sínum tíma
breytt meiru en okkur kannski grunar.
Fyrir þá sem líta vilja til baka og
kynnast upphafi bíla hér á landi er
svariö komið í gagnmerku riti
Guðlaugs Jónssonar, sem nú er komið
út í tveimur bindum, og er útgefandi
Bílgreinasambandið.
Höfundur verksins, Guölaugur Jóns-
son, var lögreglumaður og síðan rann-
sóknarlögreglumaöur í Reykjavík.
Guðlaugur var mikill áhugamaður um
sögulegan fróðleik. Til aö varðveita
upphafsár bílaaldar á Islandi hóf hann
mjög snemma að viöa að sér froðleik
um sögu bílsins á fyrstu árum aldar-
innar.
Guölaugi gekk illa aö fá útgefanda
að verki sínu og gaf því út sjálfur
fyrsta hluta þess árið 1956. Hér var
aöeins um þriðjung verksins að ræða
og taldi Guðlaugur sig ekki hafa bol-
magn til að halda útgáfunni áfram
sjálfur. En lyktir urðu síðan þær að
Bílgreinasambandiö tók að sér að gefa
verkið út. Ekki lifði Guðlaugur að sjá
allt verkið koma á prent því að hann
lést fyrir tveimur árum.
Mikill fróðleikur
I þessu tveggja binda verki er mikill
fróðleikur geymdur. Efnislega má
skipta verkinu í þrjá hluta. Upphaf
bíla á Islandi og þá menn sem að fyrstu
bílunum stóðu. Frásagnir af sigri bíl-
anna á mörgum erfiðum leiðum um
allt land og ekki síst miklum fróðleik
sem felst í á þriðja hundrað myndum
af þeim bílum og mönnum sem lögðu
grundvöllinn að því sem bíllinn er
okkur i dag.
Itarlega er fjallað um baráttu braut-
ryðjendanna fyrir því að koma fyrstu
bilunum hingað til lands. Bíllinn átti
sér marga andstæðinga í fyrstu og
urðu margir til að letja þá sem efla
vildu hag bilsins hér á landi. En
gamalt máltæki segir að svo megi illu
venjast að gott þyki og svo varð um
bílinn í tímans rás.
I þessu ritverki tekst höfundi að
koma vel til skila þeim erfiðleikum
sem brautryðjendurnir áttu við að
etja. Þurftu þeir að etja kappi við and-
stæðinga jafnt sem náttúru landsins.
Þar við bættust vandamál vegna þess
að varahluti skorti og eins eldsneyti.
Eftir þá erfiðleika sem fyrsti bíllinn,
svonefndur Thomsensbíll, átti við að
etja áriö 1904 eins og Grundarbíllinn í
Eyjafirði 1907, en báöar þessar tilraun-
ir misheppnuðust að kalla, þá varð hlé
Bókmenntir
Jóhannes Reykdal
á frekari tilraunum með bila fram til
ársins 1913. Þá komu menn sem dvaliö
höfðu í Vesturheimi með fyrsta Ford-
inn hingað til lands og síöan þá má
segja að saga bílsins hafi verið
samfelld sigurganga sem vannst
vegna harðfylgis brautryðjendanna.
Alltof langt mál væri að tíunda allan
þann fróðleik sem í þessu mikla verki
felst. Það er nánast ótrúlegt hve
miklum fróðleik tekist hefur að safna
saman, bæði hreinum sögulegum fróð-
leik og frásögnum af þeim erfiðleikum
sem bflamir mættu á næsta veglausu
landi.
Landnám bflsins
Það kemur glöggt fram í þeim frá-
sögnum sem Guölaugur hefur safnað
saman í verki sínu aö líkt hefur verið
með bílnum og landnámsmönnum tfl
foma, að þar sem bílamir komust
náðu þeir að helga sér land. Itarlega er
fjallað um fyrstu ferðir bíla út um
land, jafnvel um landsvæði þar sem
engir vegir vom fyrir. Það eitt að bíll
náði aö komast á einhvern staö hefur
orðið til þess að opna augu manna fyrir
notagildi hans og var þá jafnan hafist
handa um að gera bílfært.
Margar þessara ferða hafa verið
hinar mestu svaðilfarir þótt oft verði
aö lesa á milli línanna í frásögnum af
þessum fyrstu ferðum.
Viðbrögð manna
við bflunum
Viðbrögð fólks við upphafi bíla á
landinu vom misjöfn. Margir sáu strax
að hér var komið tæki sem gerbylta
myndi lífsháttum á landinu. Aðrir voru
þröngsýnni og vildu hag bílsins sem
minnstan. Margar frásagnir eru af því
hvernig menn brugöust við fyrstu
heimsóknum bíla út um land. Voru
þess jafnvel dæmi að ríðandi menn
hlupu af hestbaki og út í hraun þegar
bíll kom á móti.
Þessi stutta saga sýnir kannski bet-
ur en aörar hvernig viðbrögð manna
vora við fyrstu heimsón bílsins: ,,Það
lét og allhátt í bílnum þegar hann spól-
aði í sandinum. Gömul kona frá Hóls-
seli stóö yfir allmörgu fé nokkuð
norður af bænum. Hún varð gripin af
ótta þegar hún heyröi og sá bílinn
koma, og hugði hún þetta vera
skrímsli. Hún hljóp heim til bæjar allt
hvað hún mátti til að aðvara fólkið og
var aöframkomin er hún náði heim.
Við sáum konuna hlaupa, en okkur kom
ekki annað til hugar en hún væri að
flýta sér heim til að kunngera komu
bílsins, sem var algjör nýlunda á þess-
um staö. Hefðum við vitað eða grunaö
hið sanna í þessu þá hefðum viö stans-
að því okkur var að sjálfsögöu allt
annað í huga en að hræða fólk.”
Þessi frásögn er frá árinu 1930 af
ferð tveggja manna til Hólsfjalla.
Sýnir hún vel viöbrögð fólks þótt þá
hafi verið liðin 25 ár frá því að fyrsti
bíllinn kom til landsins.
Ný vandamál
TUkoma bUsins skapaöi ný vanda-
mál. Er vel og ítarlega fjallað um það í
bókinni hvernig yfirvöld brugðust við
þessum nýja landnámsmanni. Sagt er
frá setningu fyrstu bifreiðalaganna og
umferðarvandamálum sem sköpuöust
af komu bílanna. Blöð þeirra tíma f jöll-
uðu ítarlega um aUt það sem viðkom
bUunum og tíunduðu vel ef eitthvað
bjátaði á.
Fljótlega eftir að bUar komu tU
landsins uröu þeir samgöngutæki og
því lengra sem leið þá lengdist vega-
lengdin sem hægt var að aka. Menn
stofnuðu félög um rekstur bifreiða og
strax í árdaga bUaaldarinnar vom
stofnaðar bUastöðvar sem sáu um að
aka fólki mUU staða. Tekst bókarhöf-
undi vel að koma til skUa frásögnum af
þeirri nýju stétt sem bílstjórar vom
svo og þeim starfsskilyröum sem þeim —
vom sköpuö.
Merk heimild
Þetta tveggja binda ritverk Guð-
laugs Jónssonar er í senn stórfróðleg
og stórskemmtUeg heimUd um upphaf
bilsins hér á landi. BUgreinasamband-
ið réð Guðna Kolbeinsson tU að sjá um
útgáfu á þessu mikla verki.og búa
handrit Guðlaugs til prentunar; Naut
hann þar aöstoðar Bjarna Einarssonar
í Túni og Þórs Magnússonar þjóð-
minjavarðar við útvegun mynda og
skýringar þeirra, en meginþorra
mynda hafði Guðlaugur náð aö safna.
Sem heimild uin þetta tímabU í
Islandssögunni nýtist verkið vel, ekki
síst vegna góðrar og vandaðrar nafna-
skrársemfylgir.
Þessu ritverki lýkur árið 1930 þegar
bifreiðaeign landsmanna er komin upp
í 1539 bíla og því má segja að þá hafi
lokið tíma brautryðjendanna. Það
timabU sem þá tók við og stóð fram
yfir seinni heimsstyrjöldina varð tími
enn meiri breytinga og þá var lagöur
grannurinn að því sem bUlinn er okkur
í dag, ómissandi þáttur í erli dagsins.
Þetta tímabil væri verðugt viðfangs-
efni og eðlUegt framhald á ritverki
Guðlaugs Jónssonar.
Jóla-
fagnaður
Freeport-
klúbbsins
verður haldinn í Bústaðakirkju
fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 20.30 stundvís-
lega. Bögglauppboð undir stjórn TAT,
kaffi og kökur. Séra Ólafur Skúlason flyt-
ur ávarp. Áramótafagnaður ræddur. Mæt-
um öll.
Nefndin.
-JR.