Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984.
5
Barni bjargað
útum
Eldur varð laus í íbúð að Yrsufelli 15
laust fyrir hádegi á laugardaginn.
Eldurinn kom upp í fatahengi í anddyri
íbúðarinnar og fylltist hún af reyk á
skömmum tíma. Þrennt var í íbúðinni
þegar eldurinn kom upp, hjón með eitt
barn, og sluppu þau öll ómeidd.
Einar Finnsson, kranabílstjóri hjá
lögreglunni, kom þama að skömmu
eftir að eldurinn kviknaði. Tókst hon-
um að slökkva eldinn með hand-
slökkvitæki áður en slökkviliðið kom á
staðinn. Einar sagöi í samtali við DV
aö mikill reykur hefði verið í stiga-
ganginum. „Það var engin önnur leið
glugga
til að koma barninu út en að rétta það
út um eldhúsgluggann. Þetta endaöi
allt betur en leit út fyrir í fyrstu.
Aðkoman var hreint ekki glæsileg þeg-
ar ég kom á staöinn en m.a. vegna þess
að slökkvitækin voru til staðar tókst að
ráöa niðurlögum eldsins áður en úr
þessu varö meira bál.”
GK
Af vettvangi i Breiðholtinu þegar
tekist hafði að ráða niðurlögum
eldsins. Barninu var komið út um
eldhúsgluggann.
iögregiunni, náði að slökkva eldinn
með handslökkvitæki.
DV-myndirS.
Moonarar í
Eyjum hefja
blaðaúgáfu
Hildibrandur Inc., félagið í Eyjum
sem frægt er orðið fyrir að sýna opin-
berlega bera þjóhnappana, hefur gefið
úttímarit.
Fyrir skömmu voru Hildibrandar
dæmdir í Hæstarétti til að greiða tæp-
lega 40.000 króna sekt vegna ósiðlegs
athæfis á almannafæri.
I ákæru frá ríkissaksóknara segir
orðrétt að farþegar í bifreiðinni V—
164, ferð um götur í Vestmannaeyja-
kauf stað, hafi gyrt niður um sig er bif-
reiði í ók um Strandveg og sýnt á sér
bera í sitjandann í gluggum bifreiðar-
innar.
Tímarit Hildibranda er ætlað að
vera eins konar málsvörn félags-
manna. Segir þar m.a.: „Við lulluöum
eftir Strandveginum og rákumst þar á
helsta talsmann Moonara í Eyjum og
heilsuðum honum meö alheimskveðj-
unni. Þessi kveðja hefur þá náttúru að
þegar hún er framkvæmd færist ofsa-
kæti yfir gerandann. Daginn eftir vor-
um viö orönir glæpamenn sem höfðum
brotið ófáa lagabálka.”
-EH
Iðntæknistofnun:
Bókasafnið þar
með fslenskum
húsgögnum
Stjórn Iðntæknistofnunar telur aö út-
boð séu nauðsynlegur þáttur í iðnþróun
en nauðsynlegt sé að gera þátttöku ís-
lenskra aðila sem auöveldasta. I því
sambandi harmar stofnunin þau
vinnubrögð er voru viðhöfð við útboð á
húsgögnum í bókasafn í Gerðubergi.
Þvi er fagnaö að nú hefur verið ákveö-
ið að breyta útboðinu á þann veg að ís-
lenskir aðilar geti tekið þátt í því á
samkeppnisgrundvelli.
Iðntæknistofnun vill benda á að þátt-
taka íslenskra aöila í þessu efni ætti
ekki að vera ómöguleg. Á bókasafni
sem nú er verið að ljúka við á þeirri
stofnun eru eingöngu notuð íslensk
húsgögn og innréttingar.
APH
Panasonic
GÆÐI VARANLEG GÆDI
í mjög umfangsmikilli könnun sem gerö var á
vegum bresku neytendasamtakanna um
bilanatíðni myndsegulbandstækja, kemur í
ljós aó PANASONIC BILA LANG MINNST
ALLRA VHS TÆKTA og eru því áreiðanlegustu
tækin á markaðinum að mati bresku
neytendasamtakanna. Breski markaðurinn er
stærsti vídeómarkaðurinn í Evrópu.
verðlækkun
Til aö mæta áhrifum síöustu gengisfellingar hefur PANASONIC
ákveðið aö gefa okkur kost á einni sendingu af hinu frábæru NV-370
myndsegulbandstækjum á stórlækkuöu verði.
>
Z
• 8 liða fjarstýring
• Quarts stírðir beindrifnir mótorar
• Quarts klukka
• 14 daga upptökuminni
• 12 stöðva minni
• OTR: (One touch timer recoítfing)
• Rafeindateljari
• Myndleitari
• Hraðspólun-'tneð mynd áfram
• Hraðspólun með mynd afturábak
• Kyrrmynd
• Mynd skerpu stilling
• Mynd minni
• Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa)
• Upptökuminni til daglegrar vpptöku t.d. er hægt
að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann.
• Sjálfspólun til baka
• Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og
gamalt efni.
• Tækið byggt á álgrind.
• Fjölvísir Multi-Function Display
verð-4asoo.- stgr.
l\lýtt verð 41.900.-«.
Panasonic gæði. varanleg gæði.
AKUREYRI: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabiiðin. BORGARNES: Kaupfélagið.
ESKiFIÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARFIORDUR: Kaupfélagið Strandgötu HELLA. Mosfell.
HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið SAUDÁRKRÓKUR: Rafsjá.
SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISF|ÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAFIÖRDUR Bjarnarbúö.
VESTMANNAEYIAR: Músik og Myndir.
WJAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133