Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. 31 - íþróttir íþróttir íþróttir Slagsmálaleikur á Loftus Road — og Everton heldur forustunni eftir jafntef li, 0—0 Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta- manni D V á Englandi: Everton heldur enn forustu i 1. deild- inni ensku eftir slagsmálaleik við QPR á Loftus Road í Lundúnum á laugar- dag. Þaö var Nevilie Southall, mark- vörður Everton, sem bjargaði stigi fyrir Everton. Varði þá tvívegis snilld- arlega en það hefði þó veriö ósann- gjarnt ef Everton hefði tapað. Mikil slagsmái upphófust í leiknum þegar Andy Gray, Everton, sem Iék í stað Adrian Heath, stökk upp á bak Simon Steinrod. QPR-leikmaðurinn varð mjög æstur og 12 leikmenn lentu í átök- unum. Allt fór í eina þvögu, dómarinn féU og lá undir leikmönnum. Þegar hann stóð upp aftur rak hann Steinrod hjá Everton af veUi og bókaði Gray. Ekkert mark var skorað í leiknum. Tottenham komst í annað sætið eftir tap Man. Utd. og Arsenal. Átti þó í erf- iðleikum með Newcastle framan af. Chris Waddle lék stórvel í Uði New- castle og náði forustu fyrir Uð sitt á 46. min. En þá loks komst Tottenham-liöiö á skrið. Graham Roberts jafnaði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Chidozie. Síðan skoraði Mark Falco tvívegis og Tottenham vann öruggan sigur. Ossie Ardiles var 'ekki með, lék heldur ekki með varaUðinu en verður í Tottenham-hópnum í UEFA-keppninni á miðvikudag. Southampton sækir á Southampton vann sinn fimmta 1—0 sigur í röö á heimavelU á laugardag og nú á Arsenal sem var enn án Pat Jenn- ings og Charlie Nicholas. Fimmti tap- leikur Arsenal í röö á útivelU. Alan Curtis skoraði sigurmark Dýrlinganna á 44. mín. með þrumufleyg af 25 metra færi. Lukic markvörður kom aðeins við knöttinn en tókst ekki að bjarga. Fjórða mark Curtis fyrir Southamp- ton, sem enn leikur án ensku landsliðs- mannanna Wright og WiUiams. Arsen- al reynir nú mjög að fá WUUams tU sín. Ovæntustu úrsUtin á laugardag urðu í Sunderland þar sem Leicester vann stórsigur. Fyrsta tap Sunderland á heimaveUi á leiktímabiUnu og fyrsti útisigur Leicester. Eitthvað var talað um eftirköst hjá leikmönnum Sunder- land eftir bikarsigurinn á Tottenham fyrr í vikunni. Hvað um það þá skoraði Leicester þrjú mörk í fyrri hálfleik, Alan Smith tvö og Lineker eitt. I síðari i „Sæll, Don i j — enginn j i samningur”; 1 Frá Sigurbirni Aðalsteiussyni, • I fréttamauui DV á Englandi: I„Nei, sæll Don, enginn samn- ■ ingur,” sagði Jim Gregory, 1 eigandi QPR, og lagði símtólið á | i þegar Don Revie, fyrrum lands- ■ | liösþjálfari Englands og Leeds, > hringdi til hans eftir aö þeir höfðu I I ræðst viö á hóteU í Lundúnum • | fyrr í vikunni. Talið var öruggt | - um tíma að Revie yröi næsti ■ I stjóri QPR. Hann og Gregory I ■ höfðu í fyrstu átt vinsamlegar I I viðræður” en það voru allt aðrar * I kröfur sem Don setti fram, þegar I * við ræddumst við öðru sinni,” . 8 sagði Gregory. „Eftir auknar | _ kröfur hans höföum við ekki ■ I lengur áhuga.” ■ „Eg fór ekki fram á meiri I I peninga, vildi aöeins fá breytingu • ■ á því hvernig þeir yrðu greiddir. I ■ Nú botna ég ekki neitt í neinu,” * I sagðiRevie. SA/hsim. hálfieik bætti Lynex fjórða marki Leicester við. Furðuleg úrsUt, 0—4. 16 ára markvörður Sextán ára markvörður, Steve Roberts, lék í marki Stoke og átti stór- leik. Varði hvað eftir annað mjög vel en tókst þó ekki að koma í veg fyrir enn einn ósigur. Þaö var Gordon Banks, besti markvörður sem enskir hafa átt og áöur leikmaður Stoke, sem kom Roberts til félagsins. Þeir Trevor Putney og Mich D’Avray skoruðu mörk Ipswich gegn Stoke. Ákaflega þýðingarmikiU sigur fyrir Ipswich í fallbaráttunni. Nýrleikmaður, David Preece, sem Luton keypti frá WalsaU í þriðju deUd i vikunni á 100 þúsund sterlingspund, skoraði eina markið í Leik Luton og Aston ViUa. Það var þó einkum stór- leikur Steve Foster, sem Luton fékk nýlega frá Aston VUla, sem átti mest- an þátt í sigri Luton. Norwich sigraði West Ham, 1—0, með marki Farrington í fyrri hálfleik og WBA sigraöi Watford, 2—1. Thomp- son náði forustu fyrir WBA, John Bam- es jafnaði fyrir Watford en David Cross skoraði svo sigurmarkið. Gor- don Davies náði forustu fyrir Chelsea á 80. mín. en rétt fyrir leikslok jafnaði Imre Varadi f jrir Sheff. Wed. -SA/-hsim. Mark Falco skoraði tvívegis fyrir Tottenham. ÞU FÆRÐ J0LAGJ0F (ÞRÓTTAMANNSINS í SPÖRTU INGÓLFSSTRÆTI 8 OG LAUGAVEGI 49 Don Cano glansgallar, nr. 8-10-12, kr. 3.315, nr. XS-S-M-L, kr. 3.570 Væntanlegir á morgun Adidas New York, dökkblár, nr. 34—54, Ijósblár, nr. 46 — 54, kr. 3734. jyu«w>el Hummel glansgallar, dökkblár, nr. 28-32, kr. 2.080, nr. 34-48, kr. 2.295. Don Cano unglingaúlpur, nr. 14-L, kr. 4.115, barnaúlpur, kr. 2.585, teg. Scott, einlit, kr 4.115. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavsgur 49, sími 23610. Ingólfsstræti 8, simi 12024 Adidas Top 10, nr. 36-47, kr. 2.586. Töskur, yfir 20 teg. Verð frá kr. 276. Loðfóðruð kuldastígvél, stærðir 24 — 46, frá kr. 934. Loðfóðraðir kuldaskór, mr. 34-46, kr. 1.683. Póstsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.