Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 26
DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Völler skoraði fjögur af mörkum Werder Bremen — í stórsigrinum á Dortmund. Meistarar Stuttgart unnu einnig stórsigur. Bayer Uerdingen íþriðja sæti Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: Landsliðsmiðherjinn Rudi Völler fékk heimsklassaeinkunn þegar Werder Bremen sigraði Borussia Dortmund, 6—0, í 1. deiidinni um helg- ina. Hann skoraði fjögur síðustu mörk Werder í lciknum, tvö með skalla, eftir að þeir Neubert og Reinders höfðu skorað tvö fyrstu mörkin. Werder lék oft frábærlega vel í lciknum. Áhorf- endur 19.200. Stuttgart vann einnig stórsigur, 5—0, á Karlsruhe en þaö merkilega var að Karlsruhe misnotaði tvívegis víta- spyrnur í leiknum. A 35. min. varði Roeleder frá Becker en á 55. mín. spyrnti Biihler knettinum i stöng Rudi Völler skoraði fjögur mörk gegn Dortmund. marks Stuttgart. Landsliösmaðurinn Buchwald lék meö Stuttgart á ný, stóö sig vel og skoraði tvívegis. Allgower skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mín. ineð skalla. Síðan komu mörk Buchwalds á 30. og 39. mín. A 59. mín. bætti Klingsmann fjórða inarkinu viö og Karl-Heinz Föster skallaði í mark á 86. mín. eftir hornspyrnu Asgeirs Sigurvinssonar. Stuttgart-liðiö sýndi margt gott í leiknum og mikiö jafnræöi meö leikmönnum liðsins. Þeir fengu allir svipaöar einkunnir. Ahorfendur 19.000. Bayer Uerdingen, þaö liðið sem langmest hefur komið á óvart á keppnistímabilinu, vann enn einn sigurinn og er í þriöja sæti. Sígraði Armenia Bielefeld, 1—0. Er í þriöja sæti. Friedhelm Funkel skoraði eina mark leiksins meö skalla á 67. mín. eftir aö Hellmann, markvöröur Biele- V-Þjóðverjar unnu Tékka Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í V—Þýskalandi. Vestur—Þjóöverjar unnu öruggan sigur á Tékkum í landsleik í hand- knattleik á laugardag í Frankfurt. Sigruöu meö 17—14 eftir 9—6 í hálfleik. Wunderlich lék meö þýska landsliðinu á ný og stóö sig vel þó hann skoraöi ekki nema tvö mörk. Hansi Miiller var markhæstur í þýska liöinu meö f jögur mörk. HO/hsím. feld, haföi variö skot frá Lárusi Guðmundssyni og knötturinn borist til Funkel. Lárus átti ágætan leik en fór út af á 85. mín. fyrir varnarmann. Áhorfendur 13 þúsund. Urslit: Mannheim—Leverkusen 2—1 Frankfurt—Gladbach 1—1 Diisseldorf-Bochum 0—2 Stuttgart—Karlsruhe 5—0 Köln-Kaiserslautern 2—0 Bayern Miinchen—Braunschweig 3—0 Uerdingen—Bielefeld 1—0 Schaike-Hamborg 3—0 Bremen—Dortmund 6—0 Bayern Munchen hefur enn tveggja stiga forustu og hefur leikiö einum leik minna. Leikur viö Borussia í Mönchen- gladbach á þriöjudag, frestaðan leik. Ahorfendur voru aöeins 12 þúsund á laugardag þegar Bayem vann Braunschweig. Þeir Dieter Hoeness og „Þeir eru með sterkt varnarlið og iéku taktískt. Við fundum enga leið í gegnum vöraina. Þá eru argentínsku leikmennirnir leiknari. Urslitin voru vonbrigði en ég var ekki óánægður með leikinn,” sagði Joe Fagan, fram- kvæmdastjóri Liverpool, eftir að lið hans hafði tapað, 1—0, fyrir Independi- ente frá Argentínu í heimsmeistara- keppni félagsliða í Tokýo í Japan í gær. Að sögn fréttaskýrenda lék argentínska liðið miklu betur og aðeins stórleikur Bruce Grobbelaar í marki bjargaði enska liðinu frá miklu stærra tapi. Veður var frábært og uppselt á leikinn, 62 þúsund áhorfendur. Þetta var fyrsta viðureign Argentínumanna og Breta á íþrótta- sviöinu frá Falklandseyjastríöinu en ekki var hægt aö merkja neitt hatur milli leikmanna. Jose Percudani náöi forustu fyrir Argentínumenn strax á sjöttu mínútu Wilander varð meistari Svíinn ungi, Mats Wilander, varð í gær Ástralíumeistari í Tennis annað árið í röð. Til úrslita lék hann viö Kevin Curran, Suöur-Afríku, og sigraði í f jórum lotum, 6—7,6—4,7—6 og 6—2. Á mótinu í fyrra sigraði hann John McEnroe, USA, en að þessu sinni var Ivan Lendl álitinn sigurstrangleg- astur. Tapaði hins vegar í þriðju um- ferð. Fyrir sigurinn hlaut Wilander 100 þúsund dollara. Curran 50 þúsund dollara fyrir annað sætið. 1 einliðaleik kvenna á mótinu sigraöi Chris Evert Lloyd, USA. Hún vann Helena Sukova, Tékkóslóvakíu, 6—7, 6—1 og 6—3 í úrslitum. Fyrr í keppn- inni hafði Sukova, sem er um 1,90 á hæð, slegið Martinu Navratilova út eftir að Martina haföi sigraö í 59 leikjum í röð. í tviliðaleik karla sigruðu Mark Edmondsson, Ástralíu og Sherwood Stewart, USA, Svíana Wilander og Joakim Nyström, 6—2, 6—2 og 7—5 í úrslitum. -hsím. Lothar Mathaeus, tvö, skoruöu mörk Bayern í leiknum. Atli Eövaldsson lék allan leikinn meö Dusseldorf — mjög aftarlega —þegar liöiö tapaöi á heimavelli fyrir Bochum. Þeir Kiintz og Schulz skoruöu mörkin á 16. og'19. mín. og Diisseldorf tókst aldrei aö vinna þann mun upp. Áhorf- endur 13.500. Besti leikurinn í umferð- inni var í Frankfurt, hreint frábær þó mörkin yröu aðeins tvö. Gladbach náöi forustu á 31. mín. meö marki Bruns en Tobollik jafnaöi á 62. mín. Áhorfendur 38.200. Enn tapar Hamborg, nú í Gelsenkircken fyrir Schalke. Þaö var fyrrum miöherji Hamborgar, Dieter Schatzschneider, sem var sínum fyrri félögum erfiður. Skoraði tvivegis en sá sem var keyptur i staö hans hjá Ham- borg, Skotinn Mark McGhee, kom aöeins inn sem varamaður í leiknum. Var óheppinn að skora ekki. Átti og fleiri uröu mörkin ekki í leiknum. Liverpool reyndi mjög aö jafna en komst ekkert áleiöis gegn sterkri vörn Argentínumanna á höröum velli. Besta tækifæri Liverpool var á 40. mín. þegar Daninn Jan Mölby spyrnti tvívegis aö marki en varnarmenn komust í bæöi skiptin fyrir knöttinn. Sóknarmenn Independiente voru alltaf hætttulegir í sóknaraðgeröum sínum, einkum Claudio Maragoni, sem snjalla skalla í stöng. Staðan er nú þannig: STAÐAN Bayern Munchen 16 11 3 2 37—18 25 Werder Bremen 17 8 7 2 51—28 23 Uerdingen 17 9 3 5 34—21 21 Köln 16 9 2 5 40—32 20 Mönchcngladbach 16 7 5 4 43—28 19 Hamburg 17 6 7 4 30—27 19 Bochum 17 6 7 4 27—24 19 Stuttgart 17 7 3 7 43—28 17 Kaiserslautcrn 17 5 7 5 23—24 17 Frankfurt 17 6 5 6 36—38 17 Schalke 16 5 5 6 29—33 15 Mannheim 15 6 3 6 20-29 15 Diisseldorf 17 5 4 8 30—34 14 Leverkusen •17 4 6 7 25—29 14 Karlsruhe 17 3 6 8 25—47 12 Dortmund 16 5 1 10 20-33 11 Arminia Bielefeld 16 1 8 7 16—35 10 Braunschweig 17 4 2 22-43 10 -HO/-hsim. eitt sinn lék meö Sunderland. Hvorugt liöiö náði yfirtökunum á miöjunni. Liverpool fékk nokkrar hornspyrnur sem ekki nýttust. Independiente átti 14 skot á mark — Liverpool 12 en þaö kom á óvart að miðherji Liverpool, Ian Rush, átti ekki skot á markið. I síöari hálfleiknum varöi Bruce Grobbelaar nokkrum sinnum snilldarlega og vann hug og hjörtu áhorfenda. Þrátt fyrir frábæran árangur Liverpool í Evrópu- Bruce Grobbelaar varöi snilldarlega í Tokýo en gat þó ekki komið í veg fyrir tap Liverpool. keppni hefur liöinu ekki tekist aö sigra í heimsmeistarakeppni félagsliöa og átti litla möguleika að þessu sinni. Aöeins þeir Kenny Dalglish og Allan Hansen sýndu í leiknum sömu hæfni og mótherjar þeirra. Lið Liverpool var þannig skipað: Grobbelaar, Neal, Kennedy, Hansen, Gillispie, Nicol, Mölby, Johnston, Wark (Whelan 78. mín.), Rush og Dalglish. -hsím. Tólfti sigurleikur Frakklands f röð — vann A-Þýskaland, 2—0, Í4. riðli HM-keppninnar Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. Frönsku Evrópumeistararuir í knattspyrnunni unnu sinn 12. sigur í röð á þessu ári þegar þeir sigruðu Austur-Þjóðverja, 2—0, í fjórða riðli hcimsmeistarakcppninnar. Það var sanngjarn sigur í stórskemmtilegum leik, opinn sóknarleikur hjá báöum liðum en Frakkar betri. Leik- vangurinn í París þéttskipaður eða eins og frekast rúmaðist, 48 þúsund. I þessum 12 sigurleikjum Frakklands í ár hefur Iiðiö skorað 27 mörk gegn fjórum. Þá er þetta fyrsti sigur Frakka í landsleik við Austur-Þjóðverja. Þrátt fyrir tapið þurfa Þjóðverjarnir ekki aö skammast sín fyrir frammi- stööuna. Þeir reyndu aö sækja eins og þeir gátu, lögöust ekki í vörn eins og mörg lið hafa gert gegn Frökkum. Hins vegar urðu þeir aö lúta í lægri haldi á miðjunni, þar eru Frakkar gífurlega sterkir. Þjóöverjarnir reyndu því meira langsendingar fram enda eru þeir hávaxnari og sterkari líkamlega. Fyrstu 20 mín. leiksins voru jafnar og þeir þýsku fengu tvö góö færi, sem þeim tókst ekki aö nýta. Síðan fóru Frakkar aö ná undirtökunum. Á 31. mín. komst Giresse inn fyrir vörn Þjóöverja, lyfti knettinum yfir mark- vörö en hann skall í stöngina og út. Á 33. mín. átti Platini langsendingu fram á Bibard, bakvörö Frakka, sem tók knöttinn niöur meö brjóstinu til Yannick Stopyra og miðherjinn negldi knöttinn í markið. Eftir þaö tóku Frakkar öll völd fram að leikhléinu. Bakvörðurinn Amaros átti þrumufleyg í samskeytin. A-Þjóöverjar reyndu mjög aö jafna í upphafi s.h. en tókst ekki og síðar varö franska sóknin þung. Rene Miiller markvörður varði vel frá Bellone, hélt ekki knettinum en sjálfur Platini spyrnti framhjá frá markteig. Nokkru síðar átti Platini skot í stöng. Þaö var ekki hans dagur hvað markskotum viðkom. Á lokamínútu leiksins skoruðu Frakkar sitt annaö mark. Giresse gaf fram á Belloni, sem geystist upp völlinn, lék stórkostlega á varnarmann á vítateigshorninu. Kom markveröi úr jafnvægi en í staö þess aö reyna að skora sjálfur gaf hann á Anziani, sem renndi knettinum í autt markið. Anziani haföi komiö inn á sex mín. áður fyrir Stopyra. Liðin voru þannig skipuö: Frakkland, Bats, Bibard, Senac, Bossis, Amoros, Fernandez, Tigana, Giresse, Platini, Stopyra og Bellone, A- Þýskaland. Miiller, Dörner, Traut- mann, Stahmann, Döschner, Liebers, Troppa, Stiibner, Steinbach, Minge og Thom. — Þeir Fernandez, Bellone, Giresse og Bossis bestir Frakka. Tigana sást varla. Hjá þýskum voru miðverðirnir Dörner og Döschner bestir. Staöaní4. riöli. Frakkland Búlgaría Júgóslavía A-Þýskaland Lúxemborg 3 3 0 0 7-0 6 3 1114-13 2 110 3-23 3 1 0 2 7-5 2 3 0 0 3 0—13 0 -hsim. Heimsmeistarakeppni f élagsliða: Grobbi bjargaði Liver pool f rá stærra tapi — Independiente sigraði Liverpool, 1—0, íTokýo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.