Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Síða 34
34 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. KK-SEXTETTINN - GULLARIN MERKILEG HEIMILD UM STORHUOMSVEIT Þaö eru margir á miöjum aldri og þar yfir sem minnast KK-sextettsins meö hlýju og er ekki aö efa að smáfiör- ingur fer um þaö fólk þegar þaö hlustar á þessar gömlu upptökur sem liafa varöveist frá gullaldarárum sextettsins. Þessar upptökur, sem teknar voru upp meö frumstæöum tækjum, ef miöað er viö upptökutækni dagsins í dag, eru nú komnar á tvær plötur sem gefnar hafa veriö út í einu albúmi. Tekiö var upp á dansleikjum og æfingum hljómsveitarinnar á árunum 1955—1961, þá hætti KK- sextettinn, enn á toppnum. Saga KK-sextettsins er enn eldri. Þaö var áriö 1947 sem Kristján Kristjánsson stofnaöi sína fyrstu hljómsveit, þá nýkoininn frá hinuin þekkta Juliard tónlistarskóla i New York. Asamt honum kom frá Juliard Svavar Gests og var hann með í fyrstu hljómsveitinni. Þaö varð strax gjör- bylting í danslífi liöfuöborgarinnar viö tilurð KK-sextettsins. Komin var fram hljómsveit sem æföi reglulega og lagöi nokkuö í framkomu á dansleikjum og hljómleikum. Frá þeim tíma fram til byrjun sjöunda áratugarins voru fáir sem veittu KK-sextettinum einhverja samkeppni. Og á þessu timabili spilaöi rjóminu af íslenskum hljóöfæraleikur- um i sextettinum og þegar söngvarar bættust viö var þaö enn tii að auka á vinsældirKK-sextettsins. (iullárin nefnist albúmið sein ul er komið og á Kristján Magnússon mest- an heiður af upptökunum. Eins og gefur aö skilja eru nokkrir annmarkar viö upptökurnar, en þegar miöaö er viö plötur þess túna sem upptökurnar eru geröar kemur í ljós aö upptökur Kristjáns eru síst verri en þær upp- tökur er fram fóru í útvarpssal en hann var helsti upptökustaöur þess tíma. Og jja ö liefur sjálfsagt aldrei verið ætlunin aö þessar upptökur yröu þrykktar á plast. Þaö er greinileg skipting á inilli þessara tveggja platna. Fyrri platan iiiniheldur sautján lög sem öll eru sungin. Eru jiau frá þeim tíma þegar rokkið var aö halda innreiö sina og eru öll sungin. Flest laganna eru börn sins líma og liafa elst illa. En inn á milli eru standardar sem enn í dag er gaman aö liiusta á og er mjög vel fariö meö ein- stök lög. Söngvarar eru nokkrir. Mest koma viö sögu þeir söngvarar sem longst störfuöu meö KK-sextettinum, Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjábns. Þau eru bæöi enn þekkt í dag og Ragnar starfandi söngvari allavega á sumrin. Aörir söngvarar koma minna viö sögu. Þaö sem mér kemur á óvart í söngvaraliðinu er góö rödd Sigrúnar Jónsdóttur. Sérlega tekst henni vel upp i iiiiiu fallega lagi Cry Me A River. Ragnar og Ellý eiga einnig sin góöu augnablik, þótt sérstaklega Ellý Vilhjálms liafi gert betur. Samsöngur þeirra i Everybody I.oves A Lover er virkilega góöur og aö heyra Ragnar spreyta sig á klassískuin standördum Just One Of Those Things og Chicago er virkilega skemmtilegt áheyrnar. Seinni platan er aftur á móti aö mínu mati mun meira spennandi og hefur meira gildi í tónlistarsögu okkar íslendinga frá þessum tíma. Sextán lög prýöa plötuna og eru öll eingöngu spiluð, að undanskildu einu lagi er Ragnar syngur. Lögin eru flestöU þekktir jass-standardar sem allir hljóðfæraleikarar meö einhvern metnaö hafa einhvern tímann spreytt sig á. Og þegar haft er í huga aö flestir þessara hljóöfæraleikara lögöu mikla áherslu á aö fylgjast meö því hvaö var aö gerast í jassinum úti í hinum stóra heimi og notuöu hvert tækifæri sem gafst til aö æfa og spila þessa heillandi tónlist án þess aö geta komið árangrin- um á plötu hljóta þessar upptökur að vera einhver besta heimild um getu hljóðfæraleikara okkar á þessum tíma. Hljóöfæraleikararnir fá flestir tæki- færi til aö sýna getu sína. Sérstaklega er þaö áberandi á seinni hliöinni. Gunnar Ormslev sýnir leikni sína á saxófóninn í THere’il Never Be Another You. Guðmundur Steingriinsson trommuleikari, sem starfaði einna lengst meö KK af þeim liljóöfæra- leikuruui sem komu viö sögu í sextett- inum, tekur gott sóló í Topsy II. Jón Sigurösson bassaleikari, sem einnig starfaöi mjög lengi meö KK, er i góöu formi í Ratito For Bass, sem er merki- legt lag fyrir þær sakir aö það er samiö af gítarleikaranum Eyþóri Þorláks- syni og hefur aö því er ég best veit ekki komið út á plötu áöur. Kristján Magnússon, sem, eins og áöur sagöi, á mestan heiöur af þessum upptökum, leikur svo viö hvern sinn fingur í I’m Beginning To See The Light, gamalli •Ellington melódíu og er píanóleikur hans þar mjög góöur og sem betur fer er þessi ágæti píanóleikari enn starfandi í dag, en liann, ásamt Guömundi Steingrímssyni, liefur ein- göngu helgað sig jassinum á síðari árum. Kristján Kristjánsson er ekki mjög áberandi í leik sínum á altósaxófóninn, en þar sem heyrist í honum er ljóst aö þar var á feröinni mjög fágaður saxó- fónleikari sem meira hugsaöi um heildarútkomu sextettsins en eigin leik. Þau lög sem hér á undan hafa veriö talin prýöa öll hlið 4 á þessari safnplötu og persónulega finnst mér sú hlið best. Þar kemur mjög vel fram hversu góðir hljóöfæraleikarar skipuöu sextettinn og ánægjan af spilamennskunni leynir sérekki. Gullárin er merkileg heimild um tón- listarmenningu okkar Islendinga af léttara taginu ó árunum áöur og þótt ekki sé allt eins og glóandi gull er þetta albúm meö merkilegri plötuútgáfum okkarlslendingatilþessa. HK BIG COUNTRY - STEELTOWN KEIMLÍK ÞEIRRIFYRRI „Fáir eru smiöir í fyrsta sinn,” segir máltækiö. Ýmsar hljómsveitir hafa þó skipað sér i flokk þessara fáu meö því aö hefja ferilinn á því aö gefa út völundarsmíð. En í staðinn fyrir vel- gengnina í byrjun hafa þessar hljóm- sveitir oftsinnis átt í erfiöleikum meö aö halda smiösgáfunni í annaö sinn. Menn hafa því ekki himin höndum tekiö þó svo að fyrsta platan slái í gegn. Þetta hefur meðal annars hljóm- sveitin Big Country mátt reyna. Fyrstu plötu hljómsveitarinnar, sem kom út síöari hluta árs í fyrra, var tekið meö kostum og kynjum. Var hljómsveitin kosin efnilegasta hljóm- sveitin víöa um lönd og platan var meöal annars kjörin besta plata síð- Nýjar plötur asta árs af hérlendum plötugagn- rýnendum. Nú er komin ný plata frá Big Country og veröur aö segjast aö við meiru var búist en hljómsveitin sýnir á þessari plötu. Því miður fellur hún í þá gryf ju, sem svo margar hljómsveitir í sömu sporum hafa gert áður, sem sagt aö endurtaka formúluna sem gafst svo vel fyrst. Eg er ekki meö þessu aö krefjast þess að Big Country heföi átt aö gjörbreyta um stíl en þessi nýja plata er alltof keimlík þeirri fyrri til aö vel megi viö una. Kannski liggur þetta í því að hljómsveitin hefur mjög svo einkennandi „sánd” sem er mjög ráð- andi í öllum lögum. Og þegar viö bætist frekar einhæfur söngur verður vart hjá því komist aö niðurstaðan veröi frekar keimlík lög. Betur má ef duga skal. -SþS- GÓD TÓNLIST VIÐ MERKILEGA KVIKMYND Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Hegranesi 29, Garðakaupstað, þingl. eign Elsu Sigurvinsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. desember 1984 kl. 17.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 137. tölublaði Lögbirtingablaösins 1983 og 2. og 5. tölublaði þess 1984 á verslunarhúsi við Húsavíkurhöfn, þingl. eign Hreifa hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. desember 1984 kl. 16.00. Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 64., 70. og 72. tölublaði Lögbirtingablaösins 1981 á eigninni Hvaleyrarbraut 18—24, Hafnarfirði, þingl. eign Lýsis og mjöls hf., fer fram cftir kröfu Utvegsbanka Islands og Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. desember 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Þaö veröur aö segjast um Giorgio Moroder aö þrátt fyrir alla fjöidafrain- luiöslu lians á metsölulögum á þessu ári og í fyrra heillar tónlist hans í livaða forini sem liún er mig nokkuð. Melódiur hans láta vel í eyrum. Aöall lians eru samt útsetningarnar sem eru eins og saumaöar utan um þau þekktu nöfn sem yfirleitt flytja lög lians. Yiniss konar synthesizers uru nær ein- göngu notaðir og hefur Moroder náö uinstakri tækni í notkun þeirra. Metropolis er sjálfsagl hans metn- aöarfyllsta verk. Þaö er ekki bara þaö aö liann semur alla tónlist viö lihia þekktu kvikmynd frá 1926, lieldur keypti hann réttinn á myndhini og hefur sett liti í myndina á nokkruin stööum og gert hana aðgengilegri, alla vega fyrir aödáendur sína á tónlistar- sviðinu, þótt ýmsum fagurkerum í kvikmyndaiönaöinum hafi mislíkað. En svo aö vikið sé aö plötunni Metropohs aftur þá held ég aö í lieild sé Metropolis þaö besta sem Giorgio Moroder liefur sent frá sér. Ilann hefur aö venju fengið fræga söngvara og sönghópa til liðs viö sig. Freddie Mercury byrjar plötuna meö Ixive Kills, lagi sem inikið hefur heyrst undanfariö. Vrikilega grípandi melód- ía. Pat Benater er þekkt fyrir annaö en rólegar ballööur, en í Here’s My Heart slakar hún á, fer vel meö. Jon Anderson, hinn ágæti söngvari úr Yes, syngur tvímælalaust besta lag plötunnar, Cage Of Freedom. Stórgott lag og vel flutt eins og viö var aö búast af Jon Anderson. Cycle V er drunga- lugt en uiri leið heillandi og er flutt af Blood FromStone, Bonnie Tyler hefur ekki komist í betra lag en Here She Coines síöan hún söng Total Eclipse Of The Heart. Kanadíska hljómsveitin Loverboy syngur Destruction og Billy Squier syngur On Your Own. Þessi tvö lög eru slökustu lögin á Metropolis. Eins söngvara er ógetið, Adam Ant endar stjörnufansinn á Metropolis í ágætu lagi What’s Going On. Þá er aöeins tveggja laga ógetiö á plötunni, The Legend Of Babel og Machines. Þau eru ekki sungin, heldur flutt uingöngu af Giorgio Morodur sjálfum á hljóögervla sina. Þussi lög lyfta plötunni aö mínum dóini vel upp. Grípandi melódíur og Giorgio Moroder sýnir þarna aö hann kami vel aö stjórna allri þessari tölvu- spilamennsku og eru sjálfsagt fáir honum fremri í þeirri list. Sérstaklega er ég hrifinn af hinni rólegu ballöðu, The Legend Of Babel. Metropolis er hin ágætasta skemmtun. Hhiir þekktu listamenn gera hana fjölbreytta og þrátt fyrir inikla framleiöslu er allavega enn fengur í lögum frá Giorgio Moroder. -HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.