Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 47
DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. 47 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ómar fyllti Sjallann og kirkjuna á Akureyri. Ómar við altarið Ómar í aldarf jórðung, sem nú er reyndar að verða Ómar í 26 ár, kom loksins til Akur- eyrar um síðustu helgi. Það var ekki að sökum að spyrja, Sjailinn f ullur út úr dyrum og fœrri komust að en vildu. Stemmningin var gífurleg eins og alltaf þegar Ómar er á ferð. Og það var ekki bara Sjalllnn sem Ómar fyllti. Hann var nefnilega rœðu- maður á aðventukvöldi i Akureyrarkirkju og þar var rniklu meira en fullt hús. Fjöldi fólks þurfti að snúa lengra en að fordyri klrkj- nnnnr Því miður fyrir þá kirkju- gesti sem misstu af Ömari við altarið verður hann þar ekki aftur í bráð. Hins vegar mun ákveðið að hann endurtaki Sjallaskemmtanir sínar dag- ana 28. og 29. desember. Steingrímur hagyrðingur Á fundi, sem Samtök um jafnrétti milli landshluta héldu nýiega á Hvamms- tanga, var Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra gestur. Að sjálfsögðu var hann hundskammaður fyrir ræfildóm stjórnarinnar og að láta það viðgangast að hvert dollaramusterið á fætur öðru risi á höfuðborgarsvæðinu meðan framleiðslugreinar, sem ættu þó að fjármagna þau, fengju ekki neltt. Eyjólfur Eyjólfsson á Hvammstanga sendi Steingrimi vísu sem gekk út á að hvemig sem hann stoppaði gæti hann aldrei fyllt upp í götin. Steingrímur er ekki þekktur fyrir hagmælsku en kannski ætti hann fremur að snúa sér að þvi að yrkja? Hann s varaði nefnilega: Eyjólfur minn Eyjólfsson, ekki er von að gangl ef ert tangans eina von, allaballafangi. Peningaleysið kemur illa við margan manninn en mls- jafnlega þó. A Hvamms- tangafundinum um jafnrétti milli landshluta kom fram alveg nýtt sjónarhom í þvi máli. Maður nokkur hélt mlkla formælingaræðu um ríkisstjóra landslns, þó hann reyndar hefði stutt hana Monn eiga ekki iengur krón til að 'kasta upp. til valda. Fyrir íðustu kosningar var hann vand- ræðum hvað ætti s kjósa. Það varð úr að han kastaði upp krónu og lenti á Fram- sókn, Sjálfstæðisflokkurinn var htnum megin. Þetta sagðist maðurinn aidrei ætla að gera aftur. Ekki aðeins að kostirair til að kasta upp á milli væru engir í þeim flokkum né öðrum heldur ekki síður það að hann ætti enga krónu til að kasta upp. Víkingur styrkist tslenska bjórframleiðslan eykst stöðugt og batnar í heimahúsum og löglegum verksmiðjum þrátt fyrlr boð og bönn. Liklega er Akureyri að taka afgerandi forystu í bjórgerðinnl, að minnsta kosti þeirri sem fer fram í alvöru bjórgerðum. Sanitas framlelðlr þegar bæði Thule export, sem er 5,4% að styrk- leika, og Víkingabjór semer 5,2%. Þessi bjór hefur selst vei en eitthvað virðist ís- lendingurinn, sem kemur frá útlöndum, þrá meiri styrk- leika í ölið. Líklega má kenna reynsluleysinu um. t það minnsta hefur Sanitas í gerjun þriðju tegundina, Viking export quality. Bjórinn sá á að verða 6,5%, svo sannarlega fílhraustur gæðavikingur. Brjáluð Fegurðardrottningar heimsins spígsporuðu um sviðlð í Royal Albert Hall í London á dögunum og ts- lcndingar fengu að sjá þær í sjónvarpi síðar. Eitt af betri atriðunum var viðtaiið við fulltrúa tsraels. „I’m growing bananas,” sagði hún aðspurð um starf sitt. Spyrjandinn gapti fyrst framan í dömuna og sagði svo að þaö væri aldeilis merkilegt. Áhorfendur í saluum trylltust af hlátri. Umsjón: Jón Baldvin ' HaUdórsson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 18. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Lækjargötu 22—30, Hafnarfirði, þingl. eign Raftækjaverk- smiðjunnar hf., fer fram eftir kröfu Framkvæmdasjóðs Islands á eign- inni sjálfri f immtudaginn 13. desember 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 7. og 10. töiublaði Lögbirtingablaösins 1983 á eign- inni lóð á Langeyrarmölum, Hafnarfirði, þingl. eign Langeyrar hf., fer fram eftir kröfu Sambands alm. lifeyrissjóða á eigninni sjálfri f immtudaginn 13. desember 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.