Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverðá mánuði310kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Átökin um vaxtastefnuna Atök um vaxtamálin hafa blossaö upp í stjórnarliðinu. Seðlabankinn hefur kynnt hugmyndir um að hækka sparisjóösvexti um fimm prósentustig, úr 17 prósentum í 22. Þá leggur Seðlabankinn til, aö vextir af afurðalánum veröi hækkaðir um sjö prósentustig. Við blasir, að verð- bólga magnast geysilega á næstu vikum og mánuðum í kjölfar kauphækkana og gengisfellingar. Þeir sem ekki verðtryggja innlánsfé sitt munu því verða fyrir miklum skakkaföllum. Hagfræðingar telja, að hraði verðbólgunn- ar verði á næstu vikum sem svarar 50—60 prósent ef hann helst í eitt ár. I raun eru tillögur Seölabankans aðeins hluti af þeirri hækkun, sem þyrfti að verða, ættu spari- f járeigendur að halda sínum hlut. Sparif járeigendur eiga kost á að verðtryggja innstæður sínar. En reyndin er sú, að margir kjósa að halda fé sínu á almennum sparisjóðsbókum, og á þaö ekki sízt viö um þá, sem minnst mega sín, svo sem margt gamalt fólk. Reyndin hlýtur samt að verða sú, þegar verðbólga vex,; að innstæður verða í ríkari mæli fluttar yfir á verð- tryggða reikninga. Hið sama gildir um útlán bankanna. Bankarnir munu í miklu ríkari mæli en nú er veita lán gegn verðtryggingu. I tillögum Seðlabankans er gert ráð fyrir, að vextir af verðtryggðum lánum verði lækkaðir til að minnka muninn milli kjara á verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum. Seðlabankinn gerir því ráö fyrir, að raunvextir, það er vextir umfram verðbólgu, muni lækka á næstunni, þegar verðbólgan vex. Tillögur bankans eru mjög hógværar, miðað við þessar aðstæður. Því er einkennilegt, að þær skuli valda miklum deilum. Ríkisstjórnin hefur fengið bankann til að fresta í að minnsta kosti viku að gera þær breytingar, sem eru í valdi bankans. A bak við deilur, sem nú standa, er hinn stöðugi ágrein- ingur um raunvaxtastefnuna. Stjórnarandstaðan hefur sífellt barizt gegn þessari stefnu, jafnvel Alþýðuflokkur- inn, sem hafði á sínum tíma frumkvæði að henni. Ríkis- stjórnin innleiddi síðastliðið sumar aukið frelsi í vaxta- ákvörðunum. Tvímælalaust er hagkvæmast að framboð og eftirspurn ráði vöxtum. Framsóknarmenn voru tregir til þess að veita vaxta- frelsi. Þeir hafa nú margir hverjir tekið undir með kór stjórnarandstæöinga, sem hrópar um „okurvexti”. Fyrir þessum mönnum virðist vaka að nota veröbólgu- þróunina á næstunni til aö hnekkja raunvaxtastefnunni. Andstaðan við tillögur Seðlabankans yrði þá upphafið að endalokum vaxtafrelsisins. Sú hætta blasir við, að aftur veröi farið í gamla fariö, og raunvextir verði almennt nei- kvæöir í vaxandi verðbólgu, það er f jármagnið rýrni stöð- ugt. Þetta er hlutskiptið, sem sparifjáreigendum er ætlaö að þola, hafi þeir fé sitt á sparisjóðsbókum. Sautján prósent vextir voru ekki langt frá verðbólgustiginu, en tuttugu og tvö prósent vextir verða á næstunni miklu minni en verðbólgan. Tillögur Seðlabankans um hækkun vaxta á afurðalán- um eru einungis til samræmingar og leiðréttingar. Af- urðalán vegna útflutnings eru nú komin í erlend lán og því á heimsmarkaðskjörum. Sá hluti, sem fer á innlendan markað, er fjármagnaður af innlánsfé bankanna. I vax- andi verðbólgu þurfa bankarnir aö geta hækkað þessa vexti. Haukur Helgason. „Neyðaróp” Þann 20. nóv. sl. ritaöi Reynir Kjart- ansson rannsóknarlögreglumaöur kjallaragrein bér í DV sem ber yfir- skriftina „Heróin er á leiöinni”. Grein þessi vakti athygli mina. Hvers vegna? Jú, hún verkaði á mig eins og neyðaróp til almennings um aö opna nú augu sín fyrir þvi hvernig komið er fyrir okkur í fíkniefnamálum og til að vekja athygli okkar á nýútkominni bók eftir þá feðga Njörö P. Njarðvík og Frey Njarðarson, þar sem lýst er hvemig heimur eiturlyf janeytenda er. Bókin á svo sannarlega erindi til ung- menna og foreldra. Hafi Reynir þökk fyrir greinina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skrif- að er um slíkt og varað við þeim vá- gesti sem neysla fíkniefna er — og hvaða óhugnað hún hefur í för meö sér. En þegar það kemur frá þeim mönnum sem best þekkja þessi mál frá öllum hliðum er okkur alveg óhætt að trúa að rétt sé farið með. Eg er ekki þar með aö segja að aðrir hafi sagt ósatt um ástandiö heldur veit ég aö þeir starfs- menn fikniefnadeilda, sem um þau hafa f jallað, hafa gert það af varfæmi og frekar sagt minna en meira. Fíkniefnamál til RLR Eg er sammála Reyni um að fikniefnadeildin verði flutt til Rannsóknarlögreglu rikisins og hef verið undrandi á þvi að þaö skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. Eg veit að skoðanir eru skiptar um hvort fíkni- efnadeild eigi heima þar en þeir sem best þekkja þennan máiaQokk og hafa unnið viö hann telja þetta nauösynlegt eins og Reynir segir eru fíkniefna- neysla og afbrot samtengd. Eg get ekki skiliö hvers vegna lögreglustjóraemb- ættið vill halda i þetta þvi embættiö hefur svo sannarlega meira en nóg á sinni könnu og mörg vandamál að leysa. Mig grunar aö um innanhúss- mál lögreglu sé að ræða en slíkt má ails ekki hafa áhrif á framgang úrræða í þessum hættulegu og erfiðu málum. Eg vona því að jafnágætur maður og Jón Helgason dómsmálaráöherra er grípi þama inn i og komi fíkniefna- deildinnitil RLR. Hjá RLR vinna nú menn sem hafa mikla reynslu og þekkingu á rannsóknum á fíkniefnamálum og ásamt þeim sem nú starfa i deildinni yrði kominn góður starfshópur og með breyttu skipulagi og auknum tækja- kosti stæðum við betur að vígi í fram- tiðinni. Vændi Nýlega lögðu kvennalistakonur fram skýrslu á Alþingi þar sem m.a. kom fram að mjög ungar stúlkur stunda vændi til aö f jármagna fíkniefnaneyslu sína. Eg heyrði mikiö um þetta talað manna á meðal og virtist fólk vera alveg undrandi á aö þetta hefði ekki komið fram fyrr opinberlega. Var það virkilega svo aö almenningur vissi þetta ekki eða þóttist hann ekkert vita? Eg varð ólgandi reiö yfir þessum við- brögöum því að ég vissi ekki betur en að margoft væri búið að segja frá þessu. Vissi fólk eða vildi það ekki vita að stúlkur og piltar hafa lengi stundaö vændi? Eina breytingin, sem hefur orðið, er sú að aldurinn hefur færst neðar, bæði hvað varðar neyslu fíkni- efaa og vændi. Vissi fólk ekki að þessir neytendur, bæði stúlkur og piltar, verða svo tilfinningalega brenglaöir að þeir eru með hverjum sem er, hvenær sem er og hvar sem er, til þess að hafa fyrir næsta skammti? Hefur fólk ekki heyrt um ógeöslegar kynsvallsveislur sem haldnar eru úti i bæ, þar sem piltar og stúlkur eru þátttakendur? Ef svo er, að almenningur vissi ekkert um allt þetta, þá ber að þakka þeim kvennalistakonum sérstaklega fyrir skýrsluna og vona að áframhald verði á ábendingum þeirra. r r HEROIN LEIÐINNI Ég hef veriö í lögreglunni í 20 ár. 1 Þegar ég hóf störf var áfengi l eiginlega eini vimugjafinn sem I þekktist, en siöan hef ur margt breyst log aðrir vimugjafar hafa bæst viö. 7 Þaö eru um 13 ár síöan einsýnt þótti aö stofna yröi sérstaka fikniefna- I deild innan lögreglunnar. Mjög miklar mannabreytingar f hafa oröiö í fíkrúefna.tcild og er það til mikilla baga fyrir alla aöila, 1 hvort heldur almenningur á í hlut I eða þeir sem tengjast fikniefnamál- I um og þá sérstaklega lögrcglu- f mennimir sjálfir. Fíkniefnamál til RLR Rannsóknarlögregla rikisins I rannsakar öll stxrri brotamál önnur I en fikniefnamál. Eg hef þá skoöun aö I korniö sé aö þeim krossgötum í þróun I fikniefnamála hérlendis aö flytja I eigi málaflokkinn yfir til RUt. Þar l veröur hann best geymdur i fram- Kjallarinn REYNIR KJARTANSSON RANNSÓKNAR- LÖGREGLUMADUR amfetamini og kókaini bæst viö. Nokkuö margir neytendur sprauta sig með þessum efnum. Þaö er því kominn grundvöllur fyrir heróín- neyslu hérlendis, því þaö er næsta skref á ferli eiturlyfjasjúklings. Ohætt er aö trúa því aö heróín er á leiðinni hingaö til lands. Nokkrir Islendingar hafa notaö þaö erlendis og ánetjast því. Viö stöndum illa aö vigi, aö öQu óbreyttu, þegar heróin er komiö og neytendahópur myndast í kringum þaö. Reynsla annarra þjóöa hefur leitt til þess aö viö vitum aö heríónneytendur, auk þess aðstunda auögunarbrot, glæpi og vændi, safna utan um sig hópi annarra neytenda scm þeir selja efniö til þess aö eiga fyrir næstu sprautu. Þaðeráætlaöaö hver heróinneytandi veröi aö hafa 8 til 10 kaupendur til aö halda sér gangandi, þessir 8 til 10 þurfa hver fyrir sig annan tug manna til hins sama. Það sér hver maöur i hendi sér að þetta er gifurleg keðjuverkun. hefur reynst rannsóknaraöilum mjög vel i gcgnum árin og hafa mörg fíkniefnamál upplýstst þannig. Þaö gefur augaleið aö nýir menn hafa ekki þessi sambönd þannig aö taka veröur i taumana einnig hvaö þetta varöar ef ekki á aö missa öll tök á þessum málum. Hvort sem iausnin felst i þvi aö koma fíkniefnamálum fyrir hjá RLR, eins og ég tel raunar best, eöa hver sem hún er, þá veröur aö leiörétta þcssa stefnu lög- regluyfirvalda fyrr en seinna. Svo sem fyrr er minnst á hafa Islendingar ánetjast heróini erlendis. Sumir hafa komið heim og leitaö læknishjálpar en i raun og vem eru ekki til neinar meöferöarstofnanir til aö taka á móti slíkum sjúklingum. Vandi þeirra sem verða aö annast þá er mikill og fer ég ekki út i þau efni á þessum vettvangi. Hins vegar vil ég nefna hér, aö samvinna heilbrigöis- yfirvalda og fikniefnadeildar hefur veriö af mjög skornum skammti. Nokkru eftir aö ég hóf störf 11 fíkniefnadeild 1978 ræddi ég dómara i sakadómi I ávana- og fíkni- I efnamálum, þá spuröi ég hvort ekki [ væri rétt aö koma þeirri reglu á aö I hafa samband viö foreldra þeirra I ungmenna er komiö hafa viö s lögreglu vegna notkunar fikniefna. I Hann taldi ÖU tormerki á þvi og I nefndi t.d. þaö, hvar setja ætti I aldursmörkin, hvort miöa ætti viö 16 | ára og sjálfræöi, eins og nú er gert, eöa 20 ára aldur. Þá sagöi hann aö I sum þessara ungmenna væru farin / aö heiman og farin aö hef ja sambúö I og þá ætti aö hafa samband viö sam-1 býling, sem jafnvel væri í sömu 1 neyslunni. Ég get ekki annað en velt ' þvi fyrir mér hvort bókin „Ekkert mál" heföi nokkurn tíma veriöskrif- , uö ef þessari reglu heföi veriö komiö 1 áerégýjaöiaöfyrirnokkrumárum; , ég veit ekki svariö, en spyr. Ég hef I nefnilega þá trú, aö foreldrar geti T haft miklð aö segja, sérstaklega ef ' Þegar ég kom til Peking í lok ágúst 1957 var nýlega komin uppskera af ávöxtum og grænmeti á markaöinn. Matvæli, ómæld í hrúgum, blöstu við sjónum á hverju) götuhomi. Arið 1956 og fram á árið 1957 varð líka hið frjáls- lyndasta tímabil í allri sögu Kínverska alþýðulýðveldisins frá stofnun þess 1949. Síðar bar aldrei neitt slfkt fyrir sjónir. Aðspurt kannaðist fólk ekki við þá tilbúnu sögu að Mao hefði tekið viö Kína í einhverri sérstakri hungur- sneyð. Slíkt er áróður ætlaður vest- rænu fólki. Hins vegar upphófst skömmtun vissra matvæla í landinu i kjölfar stofnsetningar samyrkju- búanna um 1952 - enda þótt ekkert sambærilegt við hungursneyöina í Sovét á þriðja áratugnum riði yfir Kína. Upp frá því hefir ævinlega fremur verið hert á sultarólinni en hitt. Endaskipti Sumar goösagnir snúa raunveru- leikanum gjörsamlega við, hafa enda-; skiptiáhlutunum. Um miðjan vetur 1961 voru flutt inn ókjörin öll af döðlum frá Irak að af- staðinni byltingu þar í landi. Fyrir miðsvetrarhátíð þeirra Kinverjanna (sem er þeirra áramót og samsvarar jólunum hjá okkur) var dreift nokkm magni af fiski í Peking. A fólkinu varð greinileg breyting auðsén samstundis. Það örlaði fyrir eölilegum húðlit í þrútnum og teknum andlitum þess. Og viðmótið og framkoman í strætis- vögnunum brey ttist til hins betra. Utlendingamir — þeir fáu sem eftir vom í borginni auk erlendra stúdenta — máttu sækja sinn mat i sérverzlun eina lokaða Kinverjum sjálfum. Þeir báru heim matvæli sín ómæld og ferðuöust með strætisvögnunum. Nokkmm sinnum bámst út fréttir um að brotizt hefði verið inn í verzlun þessa og öllu tiltæku rænt (af sjálfu leiðir). En þrátt fyrir hin miklu sér- SKÚLI MAGNÚSSOIM JÓGAKENNARI réttindi útlendinganna varð aldrei nokkm sinni vart nokkurs kala i þeirra garð meöal kínverskrar alþýðu. Eg get ekki gert mér annað í hugarlund en að i öllum öörum löndum hefðu þeir sætt kárínum og jafnvel verið rændir öllum aðföngum. I sporum Kínverja hefðu Indverjar vafalítið komið öllum út- lendingum fyrir kattamef. Þolgæði og geðprýði Kínver ja er með afbrigðum. Komið var á fót frjálsum markaði í Peking. Þegar fokið er í flest skjól verða einnig stalínistarnir að gripa til „kapitalískra” bjargráða hins frjálsa, hagkerfis. Eg kom ekki á þennan markaö (maður hefði ekki komizt að og ekki verið litinn hým auga) enda langt að fara — markaðurinn langt utan hinnar fornu múr-umluktu Peking. En mér var tam. sagt að verð á eggjum hefði tífaldazt. Þrátt fyrir peningaleysi hins kínverska neytanda. Það var tekið að reka NEP-stefnu úti um sveitir landsins — þótt ekki væri því útvarpað. (NEP-stefnan var frjáls- lynd, hálf-kapitahsk efnahagsstefna sem Lenín rak um tíma þegar syrti í álinn fyrir Rússum, sbr. „eitt skref aftur — tvö fram”). Vinur minn — út- skrifaður frá Peking-háskóla, þá nýorðinn kennari í sveit — kom um helgar og færði mér fréttir — óopin- bera bannvöru — af landsbyggöinni. Alltaf öðru hvoru kom upp kvittur þess efiiis að banhungraður lýður hefði skolhð sem hafalda á úthyerfum Peking-borgar, brotið upp verzlanir og „rænt og ruplað”. En ekki varð ég vitni að neinum slíkum atburði. En þaö tókst amk. að verja miðborg Peking. Var grundvöllur fyrir gagn- byltingu Spuming vaknar: Var grundvöllur fyrir „gagnbyltingu” veturinn 1961? Hafði herinn nóg að bíta og brenna? Eða var þjóðin máski of lémagna til að blaka hendi? Þessum spumingum getur enginn svarað. Sennilega þó Deng Ziao Ping og félagar hans. En þeir munu ekki kæra sig um að upplýsa okkur. Skarð hefir þó verið rofið í „bambustjaldið”. Hungrið 1961—62 — „Þrjátíu milljónir er líkleg tala og mjög w ósennilegt að hún sé of hátt áætluð. Þrjá- tíu milljóna mannslífa fórn vegna „hugsunar” og drembilætis einnar mannskepnu — Maos formanns.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.