Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Side 36
36 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Agreiningur um hvalveiði Japana: Dýravernd eða menningarleg heímsvaldastefna? Samkvæmt lögum eiga bandarísk stjómvöld að refsa þeim þjóöum sem fara ekki eftir alþjóðlegum reglu- gerðum um hvalveiði með því aö skera niður um helming fiskveiðar þeirra innan bandarískrar landhelgi. Þessar reglur banna búrhvalaveiöi eftir síðustu vertíð. Japanir til- kynntu nýlega að þeir ætli sér aö veiða 400 búrhveli á þessu ári og næsta og þeir eru þegar byrjaðir á því. Þeir veiða milljón tonn af fiski árlega i bandariskri lögsögu. Banda- ríkjamenn ætla ekki að skera niður veiðiheimildir þeirra. Viðbrögðin voru skyndileg og af- dráttarlaus. 1 Lúxemborg hríngdu svo margir í sendiráö Bandaríkj- anna og Japans að línumar gáfu sig. I Bonn, Stokkhólmi, Amsterdam og Kristskirkju á Nýja-Sjálandi söfnuð- ust kröfugerðarmenn fyrir utan sendiráö þjóðanna tveggja. I Kaup- mannahöfn bundu hvalavemdunar- menn klút með bandarisku fánalitun- um yfir augu litlu hafmeyjarinnar, lögðu japanska fánann alblóðugan við fætur hennar og komu skutli þannig fyrir í handarkrika styttunn- ar að það leit út eins og hún hefði ver- ið rekin í gegn. Bandaríkjamenn sögðust reyndar hafa komist aö samkomulagi við Japani um að hætta búrhvaladrápi eftir 1988. En enginn virðist vita ná- kvæmlega hvað í því samkomulagi felst. Forstjórí japönsku hvalveiði- samtakanna lýsti því yfir að Japanir , ,ætli sér ekki að hætta að veiða hvali eftir 1988 vegna þess að það er engin ástæðatilþess”. Bandaríkjastjóm er feimin viö að leggja hart að svo stórum viöskipta- aöila sem Japan er þó að lítið hafi farið fyrir feimni við smáríki eins og Island, seg ja sumir. „Þetta er algjör uppgjöf,” kvart- aði Craig Van Note, varaforseti sam- taka dýravemdunarhópa í Washing- ton. Dýravemdunarfélög hafa sent Malcolm Baldrídge viðskiptaráð- herra bréf þar sem þeir hóta aö draga stjómina fyrír dómstóla verði ekki faríð eftir lögunum og Japönum refsað. Sjálfir eru Japanir sáróánægðir með þann „ósanngjama” þrýsting ^■1 Það segir kannski sitt að það voru Greenpeacemenn sem bjuggu til þessa mynd og dreifðu henni svo tii vestrænna blaða sem birtu hana flest. „Menningarleg heims- valdastefna, "segja Japanir. sem þeim finnst Bandaríkjamenn beitasig. Ef Bandaríkjastjórn fer aö lögum og sker niður um helming fiskveiöar Japana i lögsögu sinni mun það hafa alvariega þýðingu fyrir japanskar fiskveiðar og japanskt efnahagslíf og reyndar á japanskar neysluvenjur. Á síðasta árí veiddu Japanir fisk i bandarískrí landhelgi fýrir sem svarar tuttugu milljörðum króna. Það er 10 sinnum verðmæti hval- veiðaþeirra. Hvalkjöt er hefðbundinn japansk- ur matur. Það útvegar Japönum nú, vegna minnkandi veiða, aðeins um tvö prósent þeirra næringarefna- gilda sem þeir fá úr dýrafæðu. Senni- lega myndu þeir boröa meira hval- kjöt fengju þeir það. Japanir ásaka hvalvemdunar- menn fyrír illa dulbúna menningar- lega heimsvaldastefnu. „Þessi lítils- virðing fýrir matarvenjum einnar þjóðar getur ekki kallast neitt annað en menningarlegt eða kynþáttalegt misrétti,” segir í bæklingi japönsku hvalveiðisamtakanna. -ÞóG ista,” manna sem brjóta allar reglur hljómfræðinnar. Móðganir Klúbburinn er illa lýstur nema kastljós lýsir upp myndir af frægum jassistum. Myndirnar eru á hvitum veggjum við hliðina á ljótum afrísk- um grímum. Áheyrendur, yfirleitt í háværum samræöum, sitja við rauð- dúkuð borð. Scott kynnir sjálfur hljómsveitim- ar með sigarettu milli varanna, allt- af með viðeigandi hótfyndni og móðgunum. Ef honum finnst áheyrendur ekki klappa nóg hælir hann þeim fyrir hve vel þeir nái að halda ákafa sínum í skefjum. Síðan segir hann matsvein hússins vera sVo góðan að ættflokkamenn komi þúsundir kílómetra til að geta dýft spjótum sínum i súpuna hjá honum. Scott ferðast sjálfur um meö eigin kvintett. Hann fór nýlega til Miöausturlanda og spilaði þar fyrir „nokkra Breta i útlegð og einstaka áhugasama araba”. „Jass í Bretlandi er sá besti í Evr- ópu, samkvæmt minni reynslu,” seg- irhann. „Ég hef verið mjög heppinn. Eg fæ að vinna við það sem ég hef gaman af og mér tekst nokkurn veginn að lifaáþvL” Le Monde birtir enn ekkimyndir og erþvi/itið fyrir augað. Það er ein ástæða þess að illa gengur. „VERÖLD”Á KROSSGÖTUM Friðrik Jónsson, fréttaritari DV íParís, skrifar Klúbbur Ronnie Scott er á milli fínna veitingahúsa og slepjulegra klámbúöa í Soho-hverfinu i London. Flestir frægustu jassistar heimsins hafa spilaö hjá Ronnie. Þar á meðal Count Basie og Miles Davis. Klúbburinn er einn af þessum góöu, virkilega góöu, klúbbum sem finnast hér og þar um heiminn, yfir- leitt á ólíklegustu stöðum. Ronnie er rétt nýbúinn að halda upp á 25 ára af- mæli klúbbsins. Eins og á öðrum stööum, þar sem meiri áhersla er lögö á góða tónlist en aö féfletta gest- ina, er klúbburinn sífellt á barmi gjaldþrots. Þó gengur nú betur en oft áður. „Þetta lítur miklu betur út núna,” segir Ronnie. Fyrir þremur árum varð hann aö fá 150.000 pund að láni til aö bjarga staðnum. Popptónlist barnafeg „Fólk er byrjað að taka jassinn eins og hann er — sem list. Flest popptónlLst er barnaleg og vitlaus en jass er djúphugsaðri og alvarlegri. Hann er upprunaleg sköpun sem ekki er hægt að endurtaka. Þess vegna kemur æ fleira fólk til að hlusta. ” Ronnie, sem er 57 ára, er enn skuldugur. Það sést á kampavíns- flöskunni á boröinu hjá honum. Soho- Dagblaöiö Le Monde (Veröld) eitt hið besta og virtasta hér í Frakklandi, er nú komið í miklar fjárhagslegar ógöngur. Blaöiö hefur átt í erfiðleikum allt frá 1977, en undanfarin þrjú ár hef- ur rekstrarhallinn faríö sívaxandi. Mun nú svo komiö aö skuldir blaðsins neiria um 80 milljónuin franka (um SiO milljóuum ísl. kr.). Lesendum fækkaö Þar kemur margt til. Lesendum hef- ur fækkaö verulega á síðustu árum. Það hefur aftur leitt til minni aug- lýsingatekna, einkum af smáaug- lýsingum sem hafa dregist mjög mikið saman. Orsakir þess að lesendum hef- ur fækkaö, eins og raun ber vitni, eru helstar fjórar. Fyrir það fyrsta telja margir að efni blaðsins hafi allveru- lega sett ofan og því hafi ekki tekist að viðhalda þeim afbragösgæðum í greinaskrifum og þeim trausta frétta- flutningi sem var lykillinn að uppgangi þess um miðjan síðasta áratug og allt fram til loka síðasta áratugar. Annað er aö Le Monde er eina dagblaðið hér sem ekki birtir ljósmyndir og enginn vafi er á því að það á sinn þátt í því að „sjónvarpskynslóöin”, sem nú er aö komast til vits og ára, bætist slælega í lesendahópinn. En einmitt þessi kyn- slóð hefur hópast yfir til aðalkeppi- nautarins, Liberation, og mun það blað vera hiö eina sem hefur aukist og vaxið að upplagi á undanförnum árum hér í Frakklandi. Auk þess iná nefna að Le Monde er ótundum bofið á brýn að vera ansi leiöitamt stefnu Mitterrands- stjórnarinnar og er það þá ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðli verður stuöningur viö ríkÍSstjórn að fótakéfli. Ósáttir Ljóst er að titthvað verður að gera ef halda á blaöinu úti áfram. Vandamáliö er bara hvað. Starfsmenn blaösins, sem eru um leið eigendur þess, eru nefnil^ga langt frá því að vera ásáttir um leiðir út úr vandanum. André Laúr- ens, ritstjóri blaðsins, lagði fram til- lögu til úrbóta sem meöal annars fól í sér sölu á byggingu þeirri sem hýsir höfuðstöðvar blaðsins og aðra af tveim prentsmiðjum sem eru í eigu Le Monde. Eins lagði hann til að stjóm- kerfi blaösins yrði tekið til rækilegrar endurskoöunar, starfsfólki fækkað, meiri hagræðingu komið á og fleira sem létta átti á rekstrarkostnaði. Tillögurnar feiidar En tillögur Laurens náðu ekki fram að ganga og voru felldar í atkvæða- greiðslu á fundi starfsfólks síðasta mánudag. Tillögumar þóttu ekki ganga nægilega langt og menn þóttust finna í þeim eintómar bráðabirgða- lausnir. Að ekki hefði verið snert á aðalatriðinu, blaðinu sjálfu, útliti þess og endurbótum á innihaldi þess. Afleiöingin varð sú að André Laurens lagði fram afsögn sína daginn eftir en mun þó sitja í ritstjórastólnum enn um sinn eöa þar til annar hefur verið ráð- inn í hans stað. I því skyni hefur verið boðaðtil almenns fundar hjá Le Monde þann 20. desember næstkomandi. Þar verður nýr ritstjóri kosinn. Le Monde stendur því á krossgötum þessa dagana. Einhvers staðar verður blaöiö að útvega sér fjármagn til aö geta rétt úr kútnum. Þaö er alls ekki áhlaupaverk ef það ætlar sér aö halda sjálfstæði sínu bæði gagnvart fjár- sterkum einkaaöilum og ríkisvaldinu. En einhvers staöar stendur skrífað að allt sé fertugum fært, svo er að sjá hvort það reynist rétt því Le Monde er einmitt f ertugt í ár. Klúbbur Ronnie Scott: Móðgar jassarana með sígarettu milli varanna glæpamaður gaf honum flöskuna 1965 og sagði honum aö opna hana þegar hann væri orðinn skuldlaus. Tappinn er ennþá í. Jasstónlistarmenn hafa unun af að koma fram hjá Ronnie Scott. „Hann skilur." Hann skilur Ronnie er sjálfur tónlistarmaður, leikur á saxófón. Hann veit því betur en flestir hverjar eru þarfir lista- mannanna. „Okkur finnst öllum gaman að spila á Ronnie’s,” segir Charlie Rouse, þekktur tenórsaxófónleikari. „Hann er tónlistarmaöur. Hann skil- ur.” Klúbburinn lifnar við um miðnætti. Eftir þaö er allt á fullu til klukkan þrjú. Þar má heyra alls konar jass, frá stórsveitum til „frjálsra jass-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.