Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Side 16
16 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. Spurningin Fylgist þú með framhalds- þáttum sjónvarpsins? Þorstelnn Þorsteinsson blfvélavlrki: Já, ég horfi alltaf á Þymifuglana. Mér finnast þeir þættir alveg ágætir og aðrir framhaldsþættir eru einnig góðir þó að ég fylgist ekki reglulega með þeim. Samúel Sigurðsson prentari: Eg horfi alltaf á Reilly. Þeir þættir eru mjög góðir og mætti vera meira af svoleiðis þáttum. Anton Angantýsson verslunarstjóri: Nei, ekki reglulega. Eg horfi á þetta annað slagið og hef gaman af. Albert Pétursson sjómaður: Já, ég fylgist með framhaldsþáttum þegar ég get. Mér finnast ÞymiJFuglarnir ágætir og einnig var alltaf gaman aö horfa á Dallas meðan hann var á dagskrá. Ragnar Stefánsson rafvirki: Eg horfi stundum á þessa svokölluöu fram-' haldsþætti. Þeir em margir hverjir ágætir en þó sakna ég Dallas. Nína Oskarsdóttir afgreiðsludama: Nei, ég horfi svo lítið á sjónvarp. Eg hef einfaldlega ekki tíma tU þess. Allur minn timi fer í likamsræktina. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bfll er böl í borg” Hólmfriður Árnadóttir hringdi: Ég bý nálægt Snorrabraut og þarf oft að fara yfir þá götu. Þaö er hins vegar oft á tíðum mjög erfitt. Hand- an götunnar eru margar stórverslan- ir og þar er mikil umferð, sérstak- lega í kringum Afengisverslunina. Eina gangbrautin í nágrenninu er alveg uppi við Landspítala og einnig er langt að ganga alveg niður að ljós- unum við Laugaveginn til þess eins að komast áhættulaust yfir götuna. Ekki skánar svo aðstaða okkar gang- andi vegfarenda þegar stórvirkar vinnuvélar ryðja öllum snjónum af götunni og upp á gangstéttirnar. Mér finnst því nauðsynlegt að á þessum stað komi a.m.k. gangbraut ef ekki gangbrautarljós. Og fyrst ég er á annað borð farin að tala um erfiðleika gangandi fólks þá er ekki hægt annað en að nefna gluggahreingemingar verslunareig- enda við Laugaveginn. Það er gott og blessað aö hafa gluggana hreina þannig að hægt sé aö sjá vel í gegn- um þá. Hitt er svo annað mál að allt vatnið sem notað er í hreingerningar þessar fer auövitaö á gangstéttirnar og verður þar að glerhörðum ís í frosti. Það verður til þess að stór- hættulegt er fyrir okkur, eldra fólkið, að fara þarna um. Það má eiginlega segja sem svo aö veriö só að búa fr/ vandamál fyrir gangandi vegfarendur þegar snjónum á götunum er rutt upp á gangstóttirnar. Bréfritari telur að ekki sé mikill áhugi á t.d. siglingum hérlendis og vill að sýnt sé mun minna af slíku í íþróttaþáttum s jónvarpsins. Ingólfur og íþróttaþættirnir Jón Sigurðsson skrifar: Eg er einn af þeim fjölmörgu sem hafa mjög gaman af iþróttum og þar af leiðandi mjög gaman af íþrótta- þáttum sjónvarpsins. Bjarni Felixson hefur aðallega stýrt þessum íþróttaþáttum undanfarin ár. Það er líka hreint tilhlökkunar- efni þegar hann sér um íþrótta- þáttinn. En Bjarni hefur sér við hliö aðstoðarmann nokkurn, Ingólf Hannesson að nafni. I samanburði við Bjarna stenst sá maður ekki þær kröfur sem ég geri til íþróttaþáttar- ins, bæði hvað varðar gerð þáttanna sem hann stjórnar og svo hvernig framsögn hans er háttað. Við sjón- varpsáhorfendur hljótum að gera þær kröfur til manna, sem koma reglulega fram í fjölmiðli, eins og sjónvarpinu, að þeir hafi góða og skýra framsögn. Slíka framsögn hefur Ingólfur ekki og bitnar það mjög á þáttum hans. Eg er heldur ekki frá því aö þessar „óvinsældir” Ingólfs stafi af því að hann fær efni úr að moöa sem er miklu lélegra heldur en það sem Bjarni sýnir. Staðreyndin er nefni- lega sú aö áhugi fyrir siglingum, trimmi og slíku er ekki mikill hér á landi. Það mætti því gjarnan sýna minnaafþví. Ég vil hér með skora á Ingólf að taka sér tak og lagfæra þessa galla sem ég minntist á hér á undan. Slíkt er vel framkvæmanlegt og veröur áreiðanlega til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem nú hafa heyrst. Löng bið eftir veðbókar- vottorðum Guðný Jónsdóttir hringdi: Eg fór á dögunum í Borgarfógetaemb- ættið í Reykjavík og hugðist ná mér í veðbókarvottorð. I afgreiðslunni var mér sagt að skrifa mig í bók sem þarna var, greiða 70 krónur og koma síöan eftir tvo daga og ná í vottorðið. Þetta finnast mér alveg furðuleg vinnubrögð. Að geta ekki fengið eitt vottorð án þess að þurfa að bíða eftir því í tvo daga. Það finnst mér slök af- greiðsla. Sigurður Sveinsson borgarfógeti: Astæðan fyrir þessari bið.er einfald- lega sú að það liggur svo mikið fyrir hjá okkur að viö getum ekki afgreitt vottoröin fyrr. Við buðum einu sinni upp á þá þjónustu að fólk biði meðan vottorðin voru gerð. Þaö gafst hins vegar mjög illa vegna þess að það mynduðust hér langar biðraðir. Afgreiðsla vottorðanna er því þannig nú að fólk pantar og fær síöan vottoröin afgreidd eftir 1—2 daga.” „Af öllum stöðum”! Ný málvenja? Málsvari skrifar: Eg held það hafi verið einhvern tíma snemma á þessu ári, — eða var þaö seint á því síðasta, að ein vinsæl söng- kona okkar varð fyrir því óláni að missa húsnæði sitt. Af þessu spunnust nokkrar umræður manna á meðal ásamt viðtölum viö söngkonuna í blöðum. Þar kom einmitt fram, í fyrsta sinn á íslandi, að ég held, orðatiltækið „af öllum stöðum”. — Að vísu var það haft eftir söng- konunni á ensku, aö því er mig minnir: „Kópavogur? — of all places!” — og var söngkonan þar að lýsa vanþóknun sinni á því að vera boðið húsnæöi í Kópavogi. Nú skal þaö ekki tíundað lengur hvort margnefndri söngkonu líkar Kópavogur vel eöa illa þótt hún af sinni alkunnu hreinskilni brygði þessu al- genga orðsproki fyrir sig á ensku enda búin aö vera lengi í útlöndum. Orðatiltæki söngkonunnar, „of all places” var varla þornað í þrykkinu, þar sem það var fyrst prentað, fyrr en hver eftir annan sem stakk niður penna hafði slíkt dálíti á ,,of all places” að hann kunni enga aöra þýðingu á þessu en að segja „ . . af öllum stöðum’ ’! — En engum datt í hug að nota t.d. orðalagið „hvers vegna i ósköpunum” sem hæfir hinu enska oröalagi í flestum tilfellum. Síðast sá ég þessu oröalagi „af öllum stöðum” bregða fyrir í Helgarpósts- viðtali við annan fjölmiðlamann sem er staddur á vegum íslenska sjónvarpsins í Kaupmannahöfn (já, auðvitað!) Eftir að blaöamaöur Helgarpósts hefur spurt sjónvarpsmann almæltra tiðinda frá Kaupmannahöfn, eins og gengur (að því er mig best minnir), og hvers vegna hann se þar staddur, — rekur hann þá ekki ofan í kok á sjón- varpsmanni spurninguna: „En af hverju Kaupmannahöfn — af öllum stöðum?”. Ég segi nú bara eins og Gunnar á Hlíðarenda á að hafa sagt við strák er var nýkominn í sveit úr sollinum að sunnan: „Ekki vil ek hatast við þá vestmenn, og allra síst þá, er í New Jersey búa, en hitt vil ek hafa, at þú og hinir verkmenn mínir mæli á íslenska tungu, þá mælt er”. Vel mælt hjá Gunnari en illa hjá þeim er þurfa að nota þýðinguna „af „öllum stöðum” af „öllum þýðingum” öðrum! HRINGIÐ ÍSÍMfl 68-66-11 kl. eða SKRIFIÐ Þakklæti tii sjónvarpsins Ólaf ía R. skrifar: ljóð ööluðust nýtt líf í vandaðri f ram- Mig langar að koma á framfæri setningu þeirra. Mikið væri nú gam- þakklæti til sjónvarpsins og leikar- an ef sjónvarpiö gerði oftar þætti í anna ungu sem fluttu okkur hina líkingu við þennan. Mér sýndist vönduðu dagskrá „Reykjavík er kostnaður ekki myndu hafa verið perla”. Mikiö var gaman að sjá mikill við gerð þáttarins enda óþarft æskuþróttinn og kunnáttuna hjá þegar um svo vandaöan flutning er þessu efnilega fólki. Við þurfum aðræða. greinilega ekki aö kvíða því að okkur . Eg leyfi mér að stinga upp á því að skorti skemmtilega leikara í fram- geröir verði stuttir ljóða- og söng- tíðinni. Mér fannst þessi þáttur í alla lagaþættir þar sem mætti kynna* staði mjög ánægjulegur. Efnið vel helstu ljóðskáld og sönglagahöfunda valið, ágætlega flutt og mikið var okkar. Þar mætti flytja æviágrip gaman að heyra þessa gömlu þeirra í leik eða lestrarformi og söngva. bregða upp myndum tengdum því. En það sem einkum vakti athygli Við eigum svo mikið af góðum leikur- mína, og varð reyndar til þess að ég um, ungum og gömlum, sem gætu skrifa þetta bréf, var flutningur séð um að flytja okkur slíkt efni með þessa unga fólks á ljóðunum. Gömul sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.