Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 13
 DV. MANUDAGUR10. DESEMBER1984. ■' ' ANDREA ÞÓRÐARDÓTTIR BÆJARFULLTRÚI, HAFNARFIRÐI. Eru ekki tíl meðférðar- stofnanir? Svo ég víki aftur aö grein Reynis þá telur hann aö þaö séu ekki til meö- ferðarstofnanir hér á landi fyrir fíkni- efnaneytendur. Heyrt hef ég eftir ábyrgum aöilum að um 350 rúm séu i landinu fyrir fíkniefnaneytendur og eru þá áfengismenn þar meðtaldir. Ég get þvi ekki trúað þvi að ekki séu til stofnanir sem geta tekið viö þessu fólki enda hafa Islendingar gert mikið til að koma upp aöstöðu fyrir vímuefnafólk. Ég heyri að helst er deilt um hvort eigi að hafa unglinga innan um fullorðna neytendur og ennfremur að þeir sem komnir eru út í sterkari efni, svo sem heróín, þurfi mjög langa meðferð. Ég veit ekld betur en fíkniefnaneytendur séu teknir inn á þær stofnanir sem fyrir eru. Margir fá þar góðan bata aðrirekki. Við verðum aö gera okkur grein fyrir þvi að við björgum ekki öllum. En auðvitað eigum viö að hjálpa þeim sem vilja þiggja þá hjálp sem er í boði. Besta hjálpin fyrir fíkniefnaneytendur er þó fólgin í því að þeir vilji hjálpa sér sjálfir og raunverulega takast á við vandann. Andrea Þórðardóttir. 1-------------------------------------- 13 Afnám tekju- skatts loks haf ið —600 mill j. kr. lækkun nú Oft hefi ég heyrt þá spurningu á undanförnum mánuðum hve lengi menn þurfi að bíða þess að ríkis- stjórnin efni það fyrirhelt sitt að lskka tekjuskattinn og afnema hann raunar á aimennum launatekjum. Það þarf engan að undra þótt slíkar spumingar séu bornar fram og að minu mati hefði átt aö hefjast hér handa miklu fyrr en gert hefur verið. En nú er verið að stiga stórt skref til lækkunar tekjuskattsins þessa dagana og það er vei aö fram- kvæmdir eru loks hafnar i þessu máli, sem er eitt hið mikilsverðasta fyrir hag allra landsmanna. 600 mifíj. kr. iœkkun — engir nýir skattar Það var þann 22. maí í vor sem Aiþingi samþykkti samkvæmt til- lögu Sjálfstæðisfiokks og Alþýðu- flokks að hafist skyldi handa um afnám tekjuskattsins nú í haust þegar þing kæmi saman. 1 framhaldi af þvi var að finna ákvæði í f járlaga- frumvarpinu um að tekjuskatturinn skyldi lækkaður um 600 milljónir. Það er þriðjungs lækkun þar sem upphæð hans á þessu ári er 1800 milljónir. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að i frumvarpinu var sagt að þessari lækkun á tekjuskattinum skyldi mætt með nýjum neyslu- sköttum. Hér var með öðrum orðum aðeins gert ráð fyrir skattanafn- breytingu en ekki nettólækkun skatta áalmenningi. Þau tiðindi gerðust síðan um miðjan síðasta mánuð að í svari f jár- málaráðherra við fyrirspurn frá mér um framkvæmd tekjuskatts- lækkunarinnar á þingi gaf hann út þá yfirlýsingu að i stað 600 millj. kr. tekjuskattslækkunarinnar myndu ekki koma nýir skattar á móti. Hér var um mikla og merka stefnubreytingu aö ræða og á fjár- málaráðherra þökk skilda fyrir þessa afstöðu sína. Hún var siðan samþykkt af ríkisstjóminni. Nú fyrir nokkrum dögum var i samræmi við þetta lagt fram stjómarfrumvarp á Alþingi um lækkun tekjuskattsins og lagfæringu á hinum svokallaða húsmæðraskatti. 17%—18% lækkun Meginatriði málsins er að meðal- lækkun á álögðum tek juskatti mun á næsta ári verða 17—18% frá því sem verið hefur. Er um 400 mill j. króna af 600 milij. króna lækkuninni varið til þessarar breytingar. Jafnframt em gerðar breytingar á skattstigunum og þeir lækkaðir frá því sem nú er. Af fyrstu 200 þús. kr. greiöast nú aðeins 20% en áður vom greidd 23%, svo dæmisétekið. 1 þessu felst að öll skatthlutföll i skattstiganum eru lækkuð en þó mest það fyrsta. Samhliða því em þó skattþrepin þrjú þrengd nokkuð i þeim tilgangi að beina iækkun skatt- anna einkum að þeim tekjuiægstu. Annað atriði, sem hér er til bóta, er að með f rumvarpinu em skattfrelsis- mörk tekjuskattsins hækkuð frá þvi sem nú er. Það eru þau tekjumörk þar sem viðkomandi gjaldandi, sem einungis hefur fastan frádrátt, byrjar að greiöa tekjuskatt viö álagningu 1985. Miðað er við upphæð tekna 1984. Hjá hjónum þar sem annað aflar aiira teknanna hækka skattleysismörkin úr 322 þús. kr. i 370 þús. kr. Hjá hjónum með jafna tekjuskiptingu hækka mörkin úr 38$ þús. kr. í 390 þús. kr. og hjá dn- hieypingum úr 195 þús. kr. í 210 þús. kr. Jöfnuð metín mfíli hjóna Alls er um 200 millj. króna varið til lækkunar tekjuskatts hjá hjónum þar sem fyrirvinnan er aðeins ein eða annað hjónanna aflar mestra teknanna. Eins og kunnugt er hefur veruiegur munur verið á tekjuskatti hjóna eftir þvi hvort annað eða bæði afla teknanna og er þá miöaö viö sömu tekjur hjá báðum hjónanna. Það má skýra með eftirfarandi dæmi: Ef bæði hjónin afla 396 þús. kr. árs- launa em álögð gjöld þeirra 84.204 kr. Ef aöeins annað aflar þessara árslauna eru álögð gjöld þeirra nú kr. 109.932. Mismunurinn er kr. 25.728. Mestur getur slíkur munur orðið samkvæmt núverandi skatt- kerfi 80.300 kr. Mjög er dregið úr þessum mismun !í hinu nýja frumvarpi. Nú verður heimilað aö millifæra ónýttan hluta neðsta skattþrepsins hjá hinu tekju- lægra hjóna til hins upp aö 100 þús. kr. Þetta þýðir að ef annað hjónanna er t.d. tekjulaust greiðir hitt aðeins 20% skatt af 300 þús. kr. en ekki 200 þús. kr. þar sem neðsta skattþrep hans lengist um 100 þús. kr. Þessi hjón hagnast þvi um 11 þús. kr. á þessuákvæði. Hér er að visu ekki náö þvi marki til fulis að hjón greiði sömu skatta af sömu tekjum án tillits til þess hvort annað eða bæði afla þeirra. En veruleg leiðrétting felst þó í þessum ný ju ákvæðum frumvarpsins. GUNNAR G. SCHRAM ÞINGMAÐUR FYRIR S JÁLFST ÆÐISFLOKKINN GUNNAR G. SCHRAM ALÞINGISMAÐUR, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI. Afnám á næsta ári? Það ber að fagna því að lækkun tekjuskattsins hefur nú loks verið hrundið af stað, þrátt fyrir bág- borinn hag ríkissjóös. Raunar er verið að framkvæma fleiri skatta- lækkanir, þótt þær komi ekki einstaklingunum sérstaklega til góða. Sjávarútveginum verða þannig endurgreiddar 500 miilj. kr. af söluskattinum og þvi tekjutapi ríkissjóðs væntanlega mætt með 0,5% hækkun söluskatts. Hér er það hins vegar meginatriðið að ekki verði hvikað frá áframhald- andi iækkun tekjuskattsins, sem er hinn ranglátasti af öllum sköttum. Og í öðru lagi verður að tryggja að hér verði um hreina skattalækkun að ræða en ekki settir á aðrir skattar sem koma i staöinn f yrir hann. Takmarkiö hlýtur aö vera afnóm tek juskattsins strax á næsta ári. öllu lengur má það ekki dragast eins og efnahag og gjaldgetu alls aimennings i landinu er nú komið. Gunnar G. Schram. MÓDUHARDINDI AF MANNAVÖLDUM og afleiðingar þess — hefir verið af- hjúpað. Enn er samt ekki rofiö skarö i tjald forheimsku „Alþýðubandalags- ins” með Svavar Gestsson innsta kopp íbúrL Allan hungurveturinn gerði ég mér far um að kasta kveðju á þau börn er urðu á fáförnum vegi mínum. Svo vel vill til að í Kina heilsar maður með þvi að spyrja hvort viðkomandi sé búinn að snæða. Ég fékk óyggjandi svör hjá bömunum: Þau voru hungruö. Ég fór vítt og breitt um borgina, gekk gömlu Peking innan múra þvera og endi- langa. Var aö undirbúa heimför og þurfti að koma viða við. Eitt var mest áberandi: Gamalmennin — einkum konurnar að sjálfsögðu — al- eða hálf- sköllóttar og með reyrða fætur (hafi fætumir verið reyrðir og viðkomandi manneskja siðan búið við bág kjör, fellur háriö yfirleitt af þegar aldurinn færist yfir) sáust hvarvetna hálf- bograndi niöri i ruslatunnunum. Eins og rotturnar. Þessi sjón fékk meira á mig en nokkur önnur. Það er ekki um auðugan garð að gresja í kínverskum öskutunnum. Þarf ekki hungursneyð til. Þar tina menn ekki fálkaorður upp úrskraninu. Meira en elstu menn mundu Þá gerði ég mér titt viö menn þá af eldri kynslóðinni sem höfðu það sér að atvinnu og lifibrauði að hjóla meö annað fólk í eftirdragi („rickshaw”). Þessum mönnum bar öllum sarnan um eitt: Frá þvi um aldamót minntust þeir ekki slíkrar hungursneyöar. Aðeins hungursneyð sú er varð i Peking um aldamótin sem afleiðing „boxaraupp- reisnarinnar” (sem svo var nefnd) komst í einhvern samjöfnuð. En — vel að merkja — þá var Peking líka í her- kvi. Og sú hungursneyð varaði ekki allan veturinn. Einn vina minna skýröi mér svo f rá: Konan min er hætt að „menstruera”. Ég fór að kanna málið. Almennt höfðu konur nú ekki lengur á klæðum. Heim- kominn rakst ég á i „Oldinni átjándu” að slíkt fyrirbæri hefði skotið upp koll- inum á Islandi sem afleiðing móðu- harðindanna — og þótt sæta tiðindum. Sé mannslikaminn nógu hart leikinn leggur hann alla sina afgangsorku i það eitt að viðhalda liftórunni. Þótt ekki hefði annað komið til hlýtur viðkoman i Kina árið 1961 og ’62 aö hafa hrapað niður undir núll-markiö. Gamalmenni hrundu og niður. Við andkui minnstu flensu eða kvefs lutu þau i gras og söfnuðust til feðra sinna. Eins og titrandi strá undan ljáblaði dauðans. Þá var ungbarnadauöinn stórvirkur. Tíu milljónir af völdum hungurs- neyðarinnar er vissulega of lág tala. Enda draga Kinverjar stórlega úr öllu sliku. Þr játíu milijónir er likleg tala og mjög ósennilegt að hún sé of hátt áætluö. Þrjátiu milljóna mannslífa fóm vegna „hugsunar” og drembilætis einnar mannskepnu — Maos formanns. Þetta reyndist eitt hundrað og tuttugu föid höfðatala allra Islendinga. Móðuharðindi af mannavöldum. Já — kommúnismi hefur brugðizt öllum ails staðar. Og tilraunimar em þegar orðnar nógu margar. Ekkert iært En á einum bæ læra menn aldrei neitt. Einn fiokkur manna er haldinn sauðþráa heimskingjans umfram aðra menn. Þeir hafa byrgt sálar- skjáinn og ættu því að flokkast með steingervingum forsögunnar. Það skal engu breytt sem máli skiptir. Engu haggað. Þeir skulu sveitast blóði og rembast sem rjúpan við staurinn. Þennan flokk manna ætti að vera óþarfi að kynna: Alþýöubandalagið(!) „Evrópu”-kommúnismi þess er ekki vaxandi frjálslyndi heldur skásti leikur á boröi stjómmálanna í þeirri leik- þröng er skapaðist eftir, ,Ræðu Hmsts- hofs” og afhjúpun á Stalin. Enn skal komiö á einhvers konar „sósíalisma”. Samt ekki „kommúnisma” eins og hjá Beria og Rakósí, Giereck eða Ulbricht — en „sósíalisma” samt. Aiþýðubandalagið hefir ekki enn afneitað sínu „Gerska ævintýri”. Svavar Gestsson, formaður innan gæsaiappa, stundaði nám i flokksskóla Ulbrichts í Austur-Þýzkalandi. Hefir hann kunngert almenningi („hæst- virtum kjósendum”) hvað hann lærði þar? Nú raðar hann umhverfis sig konum — nytsömum sakleysingjum og einfeldningum. Allt er hey í harðindum. Hvað hyggst hann fyrir um Island? „Tilfærslur”. Frá frelsi til helsis. Hungurvetur aldarinnar er um garð genginn. Þrjátíu milijónir mannslifa — þeim verður ekki blásið líf í nös. Of seint að metta 600—700 milljónir Kínverja. En íslenzkum kjósendum er enn i lófa lagið að visa meira og minna dul- búnum stalinistum Alþýöubanda- lagsins út úr Alþingi Islands. Láttu mig þekkja þá. Það eru göt á sauðar- gærunni. Ég hefi reynsluna. Dýr- keyptareynslu. Þrjátiu eða fjörutíu þjóðir undir járnhæl kommúnismans. Aiit þetta fólk í helkrumlu miðstjómarvaldsins. Allir þeir sem flýja og vilja flýja „sæl- una”. Er ekki nóg komið? Er mælirinn ekkisennfylltur? Skúli Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.