Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháö dagblað MANUDAGUR 10. DESEMBER 1984. Kóf- drukkinn á f lutn- ingabfl — áfengi enn á „gamla” verðinu Vegfarendur um þjóðveginn í Rangárvallasýslu veittu á föstudags- kvöldiö athygli undarlegu aksturslagi á stóruin flutningabíl. Ok hann um veginn án þess aö skeyta nokkuð um aöra uinferð. M.a. inyndaðist löng lest bíia fyrir aftan hann. Oeinkennis- klæddur lögreglumaöur stöðvaði bílinn og handtók ökumanninn sem reyndist vera kófdrukkinn. Var maöurinn fluttur á lögreglustöðina á Selfossi. -GK. „Ríkið” er opið í dag Reykjavíkur- meistarar íbridge Bjöm Eysteinsson og Guðmundur S. Hermannsson urðu Reykjavíkur- meistarar í tvímenningskeppni í bridge sem fram fór um helgina. Skutust þeir upp í efsta sætið i síðustu umferðinni eftir tvísýna keppni við Jón Hjaltason og Hörð Arnþórsson og Þórarin Sigþórsson og Guðmund P. Amarson sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti. -GP Mikiðlyrirlítið jy\ /HIKLIG4RDUR LOKI Hann varö ber að smygli — eöa hvaö? Tveir menn teknir með hass á Keflavíkurflugvelli: Hljóp allsber úr tollher- berginu í f lugstöðinni Farþegum sem komu til Kefla- vikurflugvallar á föstudaginn brá heldur í brún er allsber maöur kom hlaupandi úr tolliierberginu og inn í flugstöðina. Þar var um að ræða mann scin tekinn hafði verið, ásamt öðrum, inn i herbergið til likams- leitar vegna gruns um fikniefna- sinygl. Að sögn Kristjáns Péturssonar, yfirmanns í tollgæslunni á Kefla- víkurflugvelli, mun maðurinn hafa reynt að kasta frá sér hassi sem hann hafði haft innan klæða er hann hljóp út úr herberginu en hann og efniö náðust strax aftur. Fíkniefnið, sem maöurinn reyndi aö smygla til landsins, reyndist vera 255 grömm af Líbanonhassi. Frágangur á læsingum á herbergi því sem notað er til líkamsleitar er ófullkominn og erfitt um vik að stööva menn ef þeir ásetja sér aö sleppa út eins og þessi geröi. Sagöi Kristján að menn þyrftu að vera vel á verði i tilfellum sem þessum. Töluverður fjöldi fólks var i flug- stöðinni er atburður þessi átti sér stað, eða farþegar úr tveimur flug- vélum, en mennirnir, sem teknir voru, komu frá Kaupinannahöfn. -FRI. I Otsölur Áfengis- og tóbaksverslunar , ríkisins eru opnar í dag. Hvorki áfengi né tóbak hefur verið hækkað í verði, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Jóni Kjartanssyni, forstjóra ÁTVR, í morgun. Orðrómur var á kreiki f)rir helgi þess efnis að áfengi yrði hækkað í verði um allt að 20 prósent i dag. Eitt dag- blaöanna kvaðst meira að segja í frétt hafa heimildir fyrir því. -KMU. Selur jörð sína vegna „pólitískra ástæðna” — stjórnarliðar mega ekki kaupa íslandsdeild Amnesty International er 10 ára um þessar mundir og var þess minnst á fundi samtakanna sem haldinn var i gær. Hlutverk Amnesty International er að berjast fyrir mannráttindum og frelsi sam- viskufanga hvarvetna i heiminum. Formaður islandsdeildar samtakanna er Hjördis Hákonardóttir lögfræðingur sem er á innfelldu myndinni. DV-mynd S Bjami Hannesson á Undirfelli í Vatnsdal hefur auglýst jörð sina til sölu „vegna pólitískra ástæðna.” Undirfell í Vatnsdal er mikil jörð og vafalaust eftirsótt. Sá böggull fylgir þó skammrifi í boði Bjama að ekki fá allir að bjóða í jörðina sem vilja. Bjami tekur það nefnilega sérstak- lega fram að „ekki þýðir fyrir Sjálf- stæðisflokksmenn að gera tilboð eða Framsóknarmenn sem kosiö hafa þann flokk eftir 1978”. Þar með era nær allir heimamenn útilokaðir frá kaupunum. Hitt kann þó að reynast erfitt fyrir Bjarna að greina hafrana frá sauðunum því ekki er enn farið að brennimerkja stjómarliðið. -GK ••• Eldur í Eldvík Vöruflutningaskipið Eldvík sigldi á bryggju á Vopnafirði í gærmorgun. Rifa og dæld komu á bakborðskinn- ung skipsins en bryggjan skemmdist ekkL Er skipverjar voru að rafsjóða fyr- ir rifuna í hádeginu vildi svo illa til að eldur komst í einangrun. Slökkvi- lið Vopnafjarðar aðstoðaði skipverja við að bæla niður eldinn. Nokkur sjór komst í lestina af völd- um slökkvistarfsins og einnig mynd- aðist þar töluverður reykur. Þó er talið að saltfiskfarmur um borö hafi ekki skemmst. Sjópróf vegna máls- ins fara hugsanlega fram í Nes- kaupstaðídag. -KMU Ms. Akranes teppt í Kanada Eitt skipa Nesskips hf., ms. Akra- nes, er teppt á vötnunum miklu milli Kanada og Bandaríkjanna vegna bilunar á Valleyfield brúnni við Montreal en áætlað er að viðgerð á brúnni ljúki í dag. Akranes hefur veriö teppt þarna í tæpar þrjár vikur en alls eru um 120 skip í sömu vandræðum á þessum slóð- Akranes er með stálfarm til losunar á Ashtabula og Chicago og átti síðan aö taka kolafarm til járnblendiverksmiöj- unnar í Toledo við Erie-vatn. -FRI Vegirnir voru eins og skautasvell Lögreglan á Akureyri haföi nóg að gera aðfaranótt sunnudagsins og á sunnudaginn við að bjarga fólki og bílum, bæði af vegum og utan vega, vegna mikillar hálku í nágrenni Akureyrar. Snemma á sunnudagsmorguninn fór lögreglan af stað á tveim bílum til aö bjarga fólki úr nokkrum bílum sem ekkert komust áfram vegna hálku. Var fólkið að koma af dans- leik en lagði ekki í brekku á veginum á bílunum því brekkan var eins og skautasveli yfir að líta. A Svalbarðsstrandarvegi fóru fjór- ir bíiar út af í hálkunni í gær. Tveir þeirra fcru út af í gærmorgun og tveir í gærkvöldi. Var annar þeirra hálfur utan vegar þegar hinn kom sigl- andi stjórnlaus í hálkunni og lenti á honum. Kastaöist annar bíllinn út af veginum en hinn valt tvær veltur nið- ur af honum. Farþegi í þeim bíl var fluttur á sjúkrahús vegna höfuð- meiösla en annars urðu ekki teljandi slys á fólki í þessum óhöppum. -klp 4 14 4 f 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.