Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 22
22
DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984.
flAUSAR STÖÐUR HJÁ
J REYKJAVÍKURBORG
Reykjavikurborg vill ráða starfs-
fólk til eftirtalinna starfa. Starfs-
kjör samkvæmt kjarasamningum.
• Skrifstofumaður í fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4. Góö vélritunarkunnátta
nauðsynleg.
Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500.
• Forstöðumaður mötuneytis Droplaugarstaða, vist- og
hjúkrunarheimilis aldraðra, Snorrabraut 58. Æskilegt er að
viökomandi sé matreiðslumaður með meistararéttindi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 25811.
• Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á
hjúkrunardeild Droplaugarstaöa nú þegar eða eftir nánara
samkomulagi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 25811.
• Deildarmeinatæknir óskast í hálft starf hjá Heilsuverndar-
stöö Reykjavíkur.
Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í
síma 22400.
• Hjúkrunarfræðingar óskast við eftirtaldar deildir Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur: Barnadeild, heimahjúkrun,
heilsugæslu í skólum. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar á
kvöldvaktir í heimahjúkrun.
Um er að ræða bæði heilar stöður og hlutastörf.
Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri í
síma 22400.
• Fóstrur við Dyngjuborg, Fellaborg, Laufásborg, Leikfell,
Múlaborg og skóladagheimilið Langholt.
Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis eða
umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð á sér-
stökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir
kl. 16.00 mánudaginn 17. desember 1984.
Reyklausi öskubakkinn
heldur
reykmengun
ílágmarki.
Ef þú vilt losna við hvimleiðan reyk og halda
andrúmsloftinu hreinu kemur nýi reyklausi
öskubakkinn að góðum notum.
Reyklausi öskubakkinn dregur reykinn
í gegnum tvöfalda síu.
Góó gjöf, titvalin fyrir heimili og á skrifstofuna
ér
Vinsamlegast
eftirfarandi:
stk. Reyklausa(n)öskubakka Kr. 499,—□ stk. Aukafilter Kr. 48,-
□ stk. sett(2stk.)Rafhlöður Kr. 45,—
Hjálögö greiösla Kr._
Nafn_________________
Sendist I póstkröfú kostn.Kr. 63,50)
Heimili.
Póstnr./staöur.
Póstverslunin Prlma
Pöntunarsímí: 91/54943 Pósthólf 63 222 HAFNARFJÖRÐUR
Menning Menning Menning
Vósteinn Lúflvfksson: Maður og haf
Mól og menning 1984.
Hér segir frá manni sem nýlega
hefur misst konu sína frá þremur
bömum sem öll viröast uppkomin.
Hannerfrávitaafharmi (bls. 21):
Ég er ekki vanur aö tala á fund-
um. Ég er aðeins venjulegur maö-
ur. Ég missti konuna mína. Hún
haföi veriö veik lengi. Ég var viö
öllu búinn. Samt lét ég bugast. Ég
varö mér meiraðsegja til
skammar við útförina. Ég greip
framí fyrir prestinum og skipaði
honum að tala um hana af
virðingu. Börnin mín komu í veg
fyrir þaö í kirkjugarðinum aö ég
fleygöi mér á eftir kistunni. I erfi-
drykkjunni drakk ég mig útúr og
svívirti bestu vini mína. Dögum
saman gat ég ekki sofið. Ekki
unnið. Einskis notið.
Bókin hefst á því að hann kemur til
móður sinnar sem hann hafði aldrei
þekkt (bls. 5);
Þrem dögum eftir jarðarförina
kom hann til hennar í gamalt hús á
bakvið banka. Hann var ósofinn en
gat þó ekki annað en vakað,
svangur en samt lystarlaus,
óþveginn og skeggugur en kæröi
sig ekki um þvott og rakstur.
Og bókinni lýkur við sömu aðstæður
nokkru síðar, en nú er allt breytt
(bls. 98): „Fjórum dögum eftir
heimkomuna sat hann að nýju gegnt
Hrefnu við lítið eldhúsborð, hvíldur,
saddur og hirtur.” Hvað hefur gerst?
Það, að aöalpersónan, Jóhannes,
fer inn í lyftu í næsta hversdagslegri
íbúðarblokk sinni. Én lyftan stað-
næmist ekki á jarðhæð, eins og vant
er, heldur fer áfram niöur. öll sagan
gerist svo þar, við fylgjum Jóhann-
esi, sem leitar æ neðar, til hafs, því
þar hyggst hann finna Láru, látna
konu sína. Sævamiðinn heyrir hann
að neðan. Hann kemur fljótlega í
gömlu kennslustofuna sína, og skóla-
stýran sýnir honum kort af margra
hæða byggingu, hafið neðst.
Hvernig er nú umhorfs neðra? Það
er ekki alltaf sagt, oft er aðeins sagt
að þar sé dimmt og þröngt, gjarnan
eru þetta yfirgefnir staðir eða ryk-
fallnir, stundum gamalkunnugir, en
allt er þetta hversdagslegt. Fljótt á
litið sé ég ekkert kerfi í því, hvort
leiðin liggur um fráhrindandi staði
eöa þokkalega, margmenna eöa tóm-
lega. Sama er aö segja um dreifingu
atburða og persóna, og er þetta
merkilegt um ferðasögu. En fyrir-
boðar margháttaðir tengja söguna
saman í þéttriðinn vef, einnig hitt, að
ýmis atvik eru tilbrigöi við önnur.
Oljóst er hvernig tíminn líöur, en þó
æ lengur í aðgerðaleysi, er Jóhannes
nálgasttakmarkið. (Lii. k.).
Jóhannes hittir býsna margt fólk, i
þessari stuttu bók (100 bls. í kilju-
broti) er eitthvað á 4. tug persóna.
Þeim skiptir í tvö hom. Persónur
umgerðarinnar eru nafhgreindar,
það eru í rauninni aöeins Jóhannes
og nánasta fjölskylda hans. Aðrar
persónur bera yfirleitt starfsheiti.
Sumar þær sem mest ber á þekkti
Jóhannes reyndar fyrir, úr íbúðar-
blokk sinni. Þarert.d. (bls. 13):
„blaöakonan á sjöundu. Hann hafði
aldrei kynnst henni, aðeins dáðst
að greind hennar úr miklum
fjarska og vaxtarlagi hennar í
nánd.”
Einnig er „smábústin nuddkona
á hæðinni fyrir neðan, sem Jóhann-
es hafði eitt sinn hjálpað aö telja
fram til skatts”, og loks „kona sem
hann óttaöist”, hún innheimtir hús-
gjöldin, en verður m.a. mynd-
höggvari á vegferð Jóhannesar.
Allar þessar konur höfða mjög til
Jóhannesar. Tveimur þeim fyrst-
töldu tekst að fleka hann eftir
nokkra fyrirhöfn, en um þá þriðju
segir blaðakonan við hann (bls.
30):
„Þetta er konan sem þig langar í,
þrátt fyrir allt.”
Viðbrögð kvennanna eru ólík; á eftir
grét blaðakonan af hrolli og viðbjóði,
en hin vill æ meir. Nuddkonan er oft í
huggarahlutverki, en blaöakonan
verður síðar víti til varnaðar, ein-
hliða „undur dugnaðar”, eins og
Jóhannes er kallaöur.
Margar persónur koma fyrir oftar
en einu sinni í þessum 64 köflum
bókarinnar, en það eru jafnmörg at-
vik í sögu Jóhannesar. Tvívegis rís
fólk upp frá dauðum, og ýtir það
undir eftirvæntingu lesenda aö sjá
þriðju upprisuna, sem er takmarkiö
á vegferð Jóhannesar.
Bókin er sláandi fámál um útlit
persóna. Blaðakonunni er ekkert
lýst, því síður Jóhannesi eöa börnum
hans, um nuddkonuna segir aöeins
að hún sé „smábústin”, Jóhannes
„gaut augunum á nelgur” konunnar
sem hann óttaðist. Éinna ítarlegust
er lýsing hengdrar konu, og þar segir
aðeins(bls. 28):”
„Hún var með vaðstígvél á öörum
fæti og inniskó á hinum. Andlitið
hafði engan lit. Munnurinn var
ókysstur.”
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Seinna (bls. 68) segir að hún sé föl-
leit, lýsingin er næstum tómir mínus-
ar. Sjómanninum er ítarlegar lýst,
væntanlega af því að það er í umgerð
sögunnar (bls.6):
„fylgdi hávaxinn, grannur maður
á eftir honum, og mændi á hann
biöjandi.”
, Þessu svipleysi persóna og staða
fylgir næsta tilbrigðalítill stíll. Ef
grannt er skoöað, lagast hann
raunar eftir aðstæðum: biblíustíl
bregður fyrir, stíl á hátíðaræðum
athafnamanna, o.fl. En hitt sýnist
mér þó yfirgnæfa, bókin líður fram á
lágu nótunum. Það held ég að verði
að skýra með því, að bókin er eins og
draumur, allt er í senn kunnuglegt,
hversdagslegt; og ankannalegt.
„Merkilegt að þú skulir ekki kannast
við mig” segir sjómaðurinn (bls. 7);
þannig er ailt sem Jóhannes rekst á,
það á að vera kunnuglegt, en er þó
ráögáta. Þetta er goösagnaheimur.
Sjómaðurinn er förunautur
Jóhannesar, einkum framan af,
minnir á Guðdómlegan gleðileik
Dantes og ævintýri Andersen. Hann,
og þó enn fremur „þjónn”, fremja
óskiljanleg illvirki, sem eru síöan
réttlætt, eins og i síðasttöldu verki.
Andstætt Jóhannesi er sjómaðurinn
hreinn og beinn (sbr. sögur móður
hans, bls. 28—30).
Tvær persónur eru enn einkar
mikilvægar fyrir vaknandi skilning
Jóhannesar: Annar maöur blaða-
konu, slefandi aumingi, snýr aftur
frá ákvörðunarstað Jóhannesar,
Hafinu, og segir honum sögu hans
sjálfs; og hvers vegna hann muni
aldrei komast á leiðarenda (bls. 84—
6). Hinn er „Skáldkrypplingur” sem
mestalla söguna þvælist fyrir
Jóhannesi og svarar honum í ráögát-
um, eins og raunar flestar per-
sónurnar. En þegar Jóhannes hefur
snúið við, verður skáldkrypplingur-
inn honum samferða í lyftu og segir
(bls. 95—6) frá því hvernig hann
blygðaðist sín fyrir bæklun sína og
gerði allt til að losna viö hana, leitaöi
fullkomnunar í guði (sbr. líka sögu
nuddkonunnar í Lvi. k.): Kryppl-
ingurinnsegir:
Aldrei hefur nokkurt barn verið
jafn innlifaö Guði og ég. En aftur
og aftur á löngum tíma kom allt
Vósteinn Lúöviksson.
fyrir ekki. Vonbrigöi min urðu
mikil. Og smámsaman rann þaö
upp fyrir mér að ég hafði ekki
aðeins villst á Guði og þönkum
annarra um hann, ég hafði líka
speglað mig í þeim og látið þá
spegla sig í mér, þartil ég sat
fastur einsog fangi í klefa. Þegar
þetta fangelsi lét loksins undan
þjáningu minni, fann ég að kryppa
mín var hið eina guödómlega sem
légþekkti.
Jóhannes breytist á ferð sinni.
Framan af er hann atkvæðalítill,
sjómaðurinn misþyrmir fólki og
drepur þaö fyrir hann. En Jóhannes
fer síðar að annast slík verk sjálfur,
m.a.s. á sjómanni. Eftir margháttað
hik og ótta kemst Jóhannes loks á
leiðarenda (Lix. k.):
Og þá vissi hann það: hann var
ekki þarna kominn til að finna
Láru. Eftilvill hafði hann aldrei
saknað hennar. Eftilvill hafði hann
aldrei saknað neins nema veikleika
hennar. Og þeir voru ekki þarna
frekarenhúnsjálf.
Saga þessi skipar sér að nokkru
leyti í flokk leiðslubókmennta
(kaþólskra miöaldabókmennta svo-
sem Sólarljóð og Duggálsleiðsla,
sem birtist um daginn hjá Ámastofn-
un); þ.e. kynnisför um annan heim.
Það fylgir hefðinni að sýna skugga-
hliðar jarðlífsins, og er hér miklu
fleira en ég fæ talið; blaðakonan er
alltaf hress og sívirk, þangað til loks
aö hún uppgötvar að hún var eftir
allt saman
„alstaðar frekar missandi en
ómissandi. Hún grét. Blaðiö hélt
áfram að koma út. Fundir vom
haldnir enn tíðar enáöur” (bls. 95)
og hún þjáist fárveik í faðmi nudd-
konunnar. Maður hennar númer tvö
er sérlega einhliða menntamanns-
legur. Hann reynir m.a. að kenna
hundi að pissa eins og maður, það fer
svo (bls. 89):
„Nú geri ég það rétt, sagði dýrið
furðu skýrmælt. Þessu til
staöfestingar urraði maöurinn.’’
Það fylgir þessari bókmennta-
grein, og draumseðli bókarinnar, að
mikið er þar um tákn, sem eru allt
annað en augljós, þótt þau eigi rætur
sínar ævinlega í hversdagslegri
skynjun (t.d. bls. 15—16). Of langt
yrði fleira sh'kt hér að telja, enda er
sjón sögu ríkari um þessa mögnuðu
bók.
Lesendur munu almennt eiga auð-
velt með að þekkja sjálfa sig í Jó-
hannesi, á þessari táknrænu vegferð,
þar sem maðurinn stendur einn and-
spænis dauöanum og vanda lífsins. A
þessu sviði eiga Islendingar einkum
trúarleg rit, í svipinn man ég aöeins
eftir Kristnihaldi undir jökli sem
tekur á málurn á eins heiðinn hátt og
þessi bók, sem er hinni þó ólík.
Vésteinn Lúðvíksson hefur oft
vakiö mikla athygli fyrir skáldverk
sín á sextán árum. Otrauður hefur
hann reynt fyrir sér eftir ýmsum
leiðum, og margt misjafnt brallað.
En nú sýnist mér hann kominn á
frjóan akur, ég man varla eftir jafn
merkilegri bók frá hans hendi, nema
ef vera skyldi aö Hemmi komist í
námunda. Og er þá mikið sagt.
Kærarþakkir.