Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Síða 9
DV. MANUDAGUR10. DESEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Sænska Dagblaðið: Palme ættí að segja Sænska Dagblaðiö sagði í gær að Olof Palme ætti að segja af sér forsætisráð- herraembættinu vegna yfirlýsinga sinna um stjómarandstöðuna. Blaðið segir Palme hafa gefiö i skyn aö hægri- flokkamir myndu ef til vill ekki halda fast í hlutleysisstefnu Svía. Finnskt dagblað spurði Palme hvort íhaldsstjóm myndi stefna hlutleysis- stefnu Svia í hættu. Palme svaraöi: „I afser fyrsta lagi styður mikill meirihluti fólks hlutleysisstefnuna og í öðru lagi munum við vinna kosningarnar. ” Dagblaðið sagði að Palme hefði átt að svara afdráttarlaust „nei” vií spurningu blaðsins. „Palme hefur sýnt að hann hefui ekki þá dómgreind sem alltaf er krafist af forsætisráðherra,” sagöi blaðið. „SWEDEN TODAY” A nýja árinu gefst Bandaríkja- mönnum kostur á að fá sjónvarps- fréttir frá Svíþjóð tvisvar i viku. Fréttimar em sendar frá Sviþjóð í gegnum gervihnött til New York og þaðan yfir öll Bandaríkin. Búist er við að 40 milljónir manna geti horft á fréttirnar í venjulegu sjónvarpi eða í kapalsjónvarpi. Það er 19 ára gömui stúlka, Anne Thorson, sem verður andlit Svíþjóðar í Bandarikjunum í gegnum þessar sjónvarpssendingar. Hún var valin úr 200 umsækjendum, enda þótti hún hafa allt til að bera sem þurfti: hún er sæt, talar ensku og er ljóshærð. Danmörk: Sósíaldemó- kratar víkja Danska þingið lúffaði á föstudag fyrir minnihlutastjóm Poul Schliiters í kjamorkuvopnamálum. Þingið samþykkti tiltölulega meitlaða ályktun um að á grundvelli norræns kjamorkuvopnalauss svæðis skyldu ekki vera staðsett kjarnavopn í Dan- mörku, hvorki á stríðs- né friðar- tímum. I staðinn fyrir að fordæma atkvæði stjórnarinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að ekkert riki skuli verða fýrst til að nota kjarnavopn lagði þingið bara að stjórninni aö vinna að friði og afvopnun innan alþjóðastofnana. Schliiter hefur sagt berlega að hann sé reiðubúinn að skjóta málinutil kjós- enda ætli þingið, þar sem sósíaldemó- kratar eru með stærstan þingflokkinn, að neyða hann til að greiða atkvæði gegn stefnu NATO í kjarnorkumálum. Eitt stefnuatriði Atlantshafsbanda- lagsins er að það kunni að nota kjarna- vopn fyrst til að hrinda árás Varsjár- bandalagsríkja. Skoðanakannanir sýna að íhalds- stjómin myndi ekki fara illa út úr kosningum. LEITAÐ AÐ FJÓRUM DÖNUM Ottast er um afdrif f jögurra manna áhöfn báts sem saknað er fýrir utan Bergen í Noregi. Báturinn Nordöm frá Hirtshals i Danmörku sökk á laugar- dag í óveðri um 35 milur vestur af Bergen. Leitarmenn haf fundið eitt lik og brak úr björgunarbáti en vonast enn til að einhverjir hafi komist af. Um borð í fiskibátnum var skipstjórinn og kona hans og tveir há- setar. Leitaö er úr flugvélum, þyrlum ogaf skipum. Græningjar saupsáttir Græningjar í Vestur-Þýskalandi náðu ekld að jafna djúpstæðan ágreining innan sinna raöa um hve langt skuli ganga í samstarfi við hina heföbundnu stjórnmálaflokka landsins. Eftir landsfund umhverfis- verndarflokksins virðist þó ljóst að samstarfssinnar eru i nokkrum meiri- hluta. Stór fylking innan flokksins er algerlega á móti þvi að starfað sé meö öðrum flokkum í stjóm. Þessi fylking vill að flokkurinn verði áfram hrein- ræktaöur umhverfisverndarflokkur sem gangi ekki í stjómarsamstarf án þess að fá öllu sínu framgengt. Þeir virðast þó í meirihluta sem telja að flokkurinn eigi aðreyna að vinna að framgangi sinna mála innan stjórnar ef mögulegt sé, jafnvel þó hann þurfi að gera málamiðlanir. Þingið samþykkti að græningja- flokkamir í hver ju af hinum 11 fylk jum Vestur-Þýskalands fyrir sig gætu tekið ákvarðanir um stjómarsamstarf í sínu fylki. . , .OPEL KADETT þyskur o þrumugó Reynsla og rannsóknir hafa leitt í Ijós hvaöa kröfur eru gerðar til framtíðarbíla. Og hér er árangurinn. Nýr og ótrúlega fullkominn OPEL KADETT. Hann er gerhugsaður frá fyrstu hugmynd til síðustu suðu. OPEL KADETT hefur minnsta loftmóstöðu í sínum flokki: 0,32. Hann er plássmeiri, hljóðlátari, eyðslugrennri, fallegri og hefur frábæra aksturseiginleika. Svona mætti lengi telja en sjón er sögu ríkari. Komdu og skoðaðu það besta sem við getum boðið í þessum stærðarflokki. OPEL KADETT BíLVANGURsf HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.