Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 32
-32 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sjö áhorf- endur og lítið fjör — þegar ÍR vann ÍS, 83— 60, í úrvalsdeildinni „Þetta var góður sigur fyrir okkur og nú höfum við sett stefnuna á fjnrða sætið í deildinni,” sagði Karl Guðlaugsson ÍR-ingur eftir að ÍR hafði sigrað ÍS í leik liðanna í úrvalsdedd- inni í körfuknattlcik á laugardag. Lokatölur 83—60 og staöan í leikhléi 40—26 ÍR í vil. Þaö þarf ekki að fara mörgum orð- um um leikinn, hann var óhemju slak- ur og mistök leikmanna beggja liða óteljandi. Sjö áhorfendur mættu á leik- inn: Astþór, Þröstur, Leifur, Jason, Meddi, Halldór og Hjalti. Áhuginn fyr- ir körfunni er í lágmarki og það er ekki skrítið. Ieikir úrvalsdeildarliöanna eru yfirleitt mjög slakir en þó hafa nokkrir leikir verið spennandi. Leikur ÍS og tR var líklega lélegasti leikur vetrarins og hreint ótrúlegt að sjá til leikmanna liöanna. Stig ÍR og einkunn í sviga. Hreinn 19(2), Karl 15(2), Kristinn 11(1), Ragnar 10(1), Jón Örn 12(2), Gylfi 10(1), Bragi 6(1), ÍS: Valdimar 19(2), Arni 17(1), Ágúst 15(1), Ragnar 7(1), Guömundur2(l). Leikinn dæmdu Bergur Steingríms- son og Kristján Rafnsson. Einkunnir þeirra: Bergur 1, Kristján 1. -SK KRskautUMFN skelkíbringu — íslandsmeistararnir náðu þó að sigra, 78-72 KR-ingar skutu Njarðvíkingum skelk í bringu á föstudagskvöldiö þar syðra með því að byrja leikinn með miklum hraöa og taka forustuna svo útlit var fyrir að heimamenn yrðu að láta í minni pokann að þessu sinni en það fór á aðra leið. UMFN-liðið náði sér fljótt á strik. Braut ungiiöa KR- inga á bak aftur og sigraði örugglega með 78—72 eftir að hafa haft yfir í hléi, 36—28. Það fór dálítið í taugarnar á Njarö- víkingum hvernig KR-ingar ólmuöust í byrjun. Þeir voru eins og villtir folar um allan völlinn svo heimamenn fengu aldrei neinn frið til athafna enda var þeirra bestu skyttum næstum fyrir- munað að hitta í körfuhringinn. Ámeö- an voru KR-ingar í ham, þó sérstak- lega Valur Ingimundarson, og fengu knötturinn og gólfið mest að kenna á því en þaö eru nú dauðir hlutir. KR-ingum tókst þó ekki að færa sér í nyt nema að litlu þau tök sem þeir náðu á UMFN í byrjun. í fljótræði glopruðu þeir knettinum hvað eftir annað — ýmist út fyrir völlinn eöa í hendui’nar á mótherjunum, sem reyndar gerðu sig seka um sömu axar- sköftin. Jónas Jóhannesson skoraði fyrstu körfu leiksins fyrir UMFN en þeir Guöni Guðnason, sem heimamenn gættu vandlega, og ungur og efnilegur piltur Matthías Einarsson, skoruðu fyrir KR-inga hverja körfuna á fætur annarri, oft mjög laglega, og náðu for- ustunni, 16—10. Þá tóku Njarðvíkingar sig saman í andlitinu. Þeir jöfnuöu og sigu hægt og bítandi fram úr á stiga- töflunni í líflegum leik sem var þó ekki að sama skapi vel spilaður. Mestur var munurinn 20 stig, 61—41, um miðjan seinni hálfleik en þá slökuöu heima- menn á og KR-ingar gengu á lagið með Jón Sigurðsson þjálfara í broddi fylk- ingar. Söxuöu þeir á forskotið en sigur UMFN var þó aldrei í hættu. Isak Tómasson var, ásamt Jónasi Jóhannessyni og Gunnari Þorvarðar- STAÐAN Staðan i úrvalsdeildinni i körfuknatt- leik. Njarðvík 10 9 1 918-745 18 Haukar 8 6 2 683—608 12 KR 8 4 4 660—621 8 Valur 9 4 5 778-762 8 m 9 2 7 658—728 2 ts 9 1 8 619—853 2 syni, bestur í jöfnu liði UMFN, en Val- ur var eitthvað miöur sín, of spenntur. Birgir Michaelsson, hinn hávaxni, átti mjög góöan leik í efnilegu KR-liði. Guðni Guönason gekk honum næstur og Matthías Einarsson. Þegar liöið hefur öðlast meiri reynslu má mikils af því vænta, það leynir sér ekki. Jón Sig- urðsson hefur þarna mjög góðan efni- við til að vinna úr. Maður leiksins: Birgir Michaelson, KR. Dómarar: Sigurður Valur Halldórs- son, 3, Kristinn Albertsson, 2. Stig og einkunnir: UMFN: Valur Ingimundarson, 18 (3), Jónas Jóhannesson, 12 (3), Ellert Magnússon, 12 (2), Isak Tómasson, 16 (2), Gunnar Þorvarðarson, 5 (2), Árni Lárusson, 6 (1), Teitur örlygsson, 3, Hreiöar Hreiðarsson, 4, Helgi Rafnsson, 2. KR: Birgir Mikaelson, 26 (4), Matthías Einarsson, 11 (2), Ömar Guðmunds- son, 10 (2), Guðni Guðnason, 13 (3), Jón Sigurðsson, 8 (2), Kristján Rafns- son, 2 (1), Ástþpr Ingason, 2(1). emm r öi ! ta FCCIII phjá j ■LALakers Urslit i NBA-deildiuni i bamla-i I riska körfuboltanum uin lielginal ■ urðu sem liéi' segir: * Milwuukee Buck Indiaiia Pacers . 99-961 " Bostim Celtics- New Jersey Nets | 107-98. ■ Wasliington Bullets- Los Angeles 1 1 Lakers 101 081 | Denver Nuggets—Cleveland 1 . Cavaliers 114- 1081 1 Chicago BulLs— Dallas Mavericks ' 99-97 1 1 Houston Rockets-Portland : 1 Trailblazers 127-120 | ■ Phoenix Suns- Golden State . I Warriors 102-98 | | Það sein vekui' mesta atbygli er 1 ■ tap ixis Angeies I.akers gegn 1 1 Washington Bullets. Boston Celtics * 1 vann öruggan sigur gegn New 1 ■ Jerscy Nets 1 óvart. og kom það ekki á j L —. Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna, í ballett-stelUngu i leiknum gegn Haukum í gsrkvöld. Til varnar er blökku- maðurinn geðþekki, Ivar Webster. DV-mynd Brynjar Gauti. HAUKflR SIGR- UÐU VALSMENN —í Seljaskóla í gærkvöldi með 70 stigum gegn 67 „Það var mikil taugaspenna í strákunum fyrir lelkinn, eins og sást i fyrri hálflelk. 1 síðari hálflelknum small vörnin saman hjá okkur og með baráttu náðum við að sigra. Það má eiginlega segja að við höfum mætt of seint í leiklnn,” sagði Einar Bollason, þjálfari úrvalsdeOdarliðs Hauka í körfuknattleik, en Haukarnlr lögðu Valsmenn að velli i Seljaskóla í gær- kvöld með 70 stigum gegn 67, í hálflelk var staðan 48—41, Valsmönnum i vfl. „Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem 1—3—1 svæðisvömin gengur upp hjá okkur. I fyrra kom hún mjög vel út en það sem af er þessu keppnistímabili hefur hún ekki komið eins vel út. Það hefur tekið okkur tíma að aölaga Webster þessari vöm en í kvöld var hann mjög hreyfanlegur í vörninni. Þessi sigur er gott veganesti i leikinn gegn Njarðvíkingum nk. laugardag. UMFN er með besta liðið í dag, en það sem mestu skiptir er hvaða lið veröur sterkast i mars. Takmarkið hjá okkur Haukum er að vera meö besta liðið í úrslitakeppninni,” sagði Einar Bolla- son. Valsmenn hófu leikinn í gær af miklum krafti og náðu strax góðu for- skoti. Körfuskot Hauka rötuðu ekki rétta leið meðan allt gekk upp hjá Valsmönnum. Staðan eftir 5 mínútur var 14—3 fyrir Val og 22—11 eftir 10 minútur. Var þá nánast eins og eitt lið væri inni á vellinum. Haukarnir náöu aðeins að vakna til lífsins undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn i 7 stig, 48—41, þegar blásið var til leik- hlés. I siðari hálfleik var eins og nýtt iiö kæmi inn á völlinn hjá Hafnfirðingum. 1—3—1 svæðisvöm þeirra var mjög hreyfanleg og Valsmenn komust lítið áleiðis. Munurinn minnkaði stööugt og þegar 6 minútur voru til leiksloka var staöan orðin jöfn, 57—57.1 næstu sókn náðu Haukarnir forystunni, 59—57, og þá forystu létu þeir ekki af hendi á lokamínútunum. Sigur Hauka, 70—67, var í höfn og hafa Haukarnir því sigrað í báöum viöureignum sínum gegn Vals- mönnum í vetur. Svo virðist sem Haukamir hafi einstaklega gott lag á þvi að leggja Valsmenn að velli, því þeir unnu þrjá af fjórum leikjum sínum gegn Val í fyrra. Leikurinn í gær einkenndist af mik- illi baráttu og var mjög spennandi undirlokin. Besti maður Hauka-iiðsins var tvimælalaust Henning Henningsson. Hann átti stórleik i vöminni og i sókn- inni var hann drjúgur, skoraði 11 stig og hirti fjöldann ailan af sóknarfrá- köstum, þrátt fyrir að vera minnsti maðurinn á vellinum. Ivar Webster skoraði sín 20 stig og var sterkur í frá- köstunum, en var á köflum mjög mis- tækur í sókninni. Pálmar Sigurösson var í daufara lagi, enda hálfmeiddur eins og Webster sem var haltrandi undir lok leiksins. Hálfdán Markússon var að venju góður í vöminni en aðrir voru ekki áberandi i sókninni. Hauka- liðið á þó allt hrós skilið fyrir góðan vamarleik í síðari hálfleik. Torfi Magnússon og Jén Steingrímsson voru bestir Valsmanna að þessu sinni. Lítið bar ó Tómasi Holton, enda var hann i strangri gæslu allan lelklnn. Björn Zoega komst nokkuð vel frá lelknum og Leifur Gústafsson var þokkalegur, aðrir voru slakir. Stlg og einkunnlr: Haukar, tvar 23, (3) Páimar 17 (2) Hennlng 11 (4) Hóifdán 6 (2), Ölafur 5 (2), Reynir 4 (1), Eyþér 4 (1). Valur, Torfi 17 (3), Jón 13 (3), Leifurll (2), Krlstjón 8 (1), Témas 8 (1), Bjöm 6 (2), Jéhannes4 (1). Démarar: Sigurður Valur Halldérsson 3 og Jén Otti Ölafsson 3. -b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.