Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. 29 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir „Því miður gátu þeir ekki meira” — sagði Bogdan landslíðsþ jáífari eftir leikinn gegn Svíum „Það er mín skoðun að íslenska liðið hafi leikið vel í fyrsta leiknum en leik- menn mínir eru gersamlega að niður- lotum komnir eftir strangt prógramm undanfarnar tvœr vlkur,” sagði Bogdan landsliðsþjálfari eftir leikinn í gærkvöldi gegn Svium. „tslenska liðið hefur nú leikið níu landsleiki á fjórtán dögum og það er einfaldlega of mikið af því góða. Ut- hald manna er búið. Leikmenn hafa ekki lengur kraft til aö beita sér i vörn- inni, ekki einbeitingu til aö láta leik- flétturnar i sókninni ganga upp og svo misnotum við dauðafæri. Þetta er allt þreytunni að kenna. En strákarnir gerðu allt sem þeir gátu. En því miöur gátu þeir ekki meira. Svo hefur það líka mikið að segja að þeir Atli Hilm- arsson og Sigurður Gunnarsson voru ekki með. Við hefðum unnið Svía í öll- um leikjunum ef þeir hefðu leikið með,” sagði Bogdan. -SK. „Þessi úrslit eru bakslag” „Það er komin gífurleg þreyta í þetta. Menn eru alveg búnir. Og svo er það staðreynd að nokkra lykilmenn vantar i Ilðið hjá okkur,” sagði mark- vörðurinn, Einar Þorvarðarson, eftir lelkinn gegn Svíum í gærkvöldi. Einar lék mjög vel í markinu, sér- staklega í fyrri hálfleik og bjargaöi ís- lenska liðinu frá enn stærra tapi. „Auðvitað eru þessi úrslit bakslag fyrir okkur. Það var að því leyti gott að tapa þessum leik aö menn komst nú niður á jörðina. Svíamir voru miklu grimmari í þess- um leik og þeir börðust til sigurs. En við eigum betra lið en þeir. Þeir voru með sitt sterkasta lið hér í kvöld en okkar lið er mun betra en það var í kvöld,” sagði Einar Þorvarðarson.-SK. 40 sóknir - 20 mörk tslenska liðið var með 50% nýtingu í sékn- inni gegn Svíum í gœrkvöldl. Liðið fékk 40 sóknir og skoraði 20 mörk, tólf skot voru varin, fjögur fóru framhjá og fjórum sinnum var knetti giatað. Sænska liðið fékk 40 sóknir og skoraði 25 mörk sem gerir 62,5% nýtingu sem er mjög gott. Kristján Arason skoraði 7 mörk (2v), 3 skot varin, eltt framhjá, tvær linusending- ar. Þorbjöm Jensson skoraði 3 mörk og fisk- aði tvö viti sem bæði gáfu mörk. Páil Óiafsson skoraði 2 mörk. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 2 mörk, tapaði bolta tvisvar, eitt skot varið og eitt viti fiskað. Guðmundur Guðmundsson skoraði 2 mörk og fiskaði eltt viti. Jakob Slgurðsson skoraði 2 mörk, og fisk- aði eitt víti. Steinar skoraði 1 mark, 2 skot varin, 1 framhjá, og einum bolta tapað. Karl Þráinsson skoraði 1 mark, eitt skot varið, eitt frambjá og eitt víti fiskað. Þorgils Óttar áttl tvær skottilraunir en í bæði skiptln sá markvörður Svia við gafiar- anum. Hans Guðmundsson skaut f jórum skotum og náði ekki að skora. Þrjú skot varin (1 viti), eitt framhjá og tveimur boltum tapað. Elnar Þorvarðarson stóð f markinu allan leikinn. Hann varði 9 skot í fyrri hálfleik og 3 f þeim síðari, alls 12 skot. -SK. l" Stórsigur "j Feyenoord Feyenoord vann stóran sigur á ■ | Fortuna Sittard í hollensku úrvals-1 Ideildinni í gær, 4—0. Excelsior lék I á útivelli í Eindhoven og tapaði, 2— ■ 10, fyrir PSV. Af öðrum úrslitum má I nefna að Ajax sigraði l I Volendam, 3—1, á útivelli og | * Groningen vann Deventer, 2—0. ■ | Ajax er efst meö 26 stig eftir 141 J leiki. PSV hefur 24 stig eftir 15 leiki I | og Feyenoord í þriðja sæti með 201 ■ stig eftir 14 leiki. Groningen og* I Twente Entschede eru næst með 191 iít______________________________I Kristján Arason er hér í þann veginn að skora eitt af sjö mörkum sínum gegn Svíum í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti. ff Erum búnir að fá nóg í bili —sagfti Þorbjftrn Jensson, fyrirliði íslenska liösins, eftir ósigurinn gegn Svíum í gærkvöldi, 20-25 ff „Við erum elnfaldlega búnlr að fá nóg í bili. Þetta er búið að vera gríðar- lega erfitt og það að lelka níu lands- leiki á hálfum mánuðl er bara einfald- lega of mlkið,” sagði Þorbjörn Jens- son, fyrirliðl landsllðsins í handknatt- leik, eftir leikinn gegn Svíum i gærkvöldi. Svíar sigruðu, 25—20, eftir að staðan í lelkhlél hafði verið 13—11 Svíþjóðívil. Slgur Svia var sanngjam. Þelr börð- ust mun betur og lafþreyttir íslenskir leikmenn vora algerlega kraftlausir. Engln barátta var í islenska llðinu og áhugl ó því að vlnna lelklnn var ekki fyrir bendi og útkoman varð auðvitað stórttap. JÓLA- TILBOÐ Dyt&pit SKÍÐASKÓM SKÁTABÚÐIN Snorrabraut BO sími 12045 Það var strax ljóst þegar leikurinn hófst að Svíamir ætluðu sér ekkert nema sigur. Og raunar var bara formsatriði að ljúka leiknum. Það sást á fyrstu minútu að íslenska liðið var eins og bifreið sem er í þann veginn að bræða úr sér. Ekki furða þegar álag undanfarna dagaerhaftíhuga. Svíar byrjuðu af feikilegum krafti og náðu strax góðri forustu sem þeir létu aldrei af hendi. Þegar nokkrar mínútur voru til leiks- loka náði Guðmundur Guðmundsson þó að jafna fyrir Island og var staðan þá 10:10. Staðan í leikhléi var hins vegar 13—11. Hafi mátt likja íslenska liðinu í fyrri hálf- leik við bifreið sem er að bræða úr sér er erfitt að finna samlíkingu fyrir siöari hálfleikinn. I síðari hálfleik bræddu leikmenn hreinlega úr sér og ekki var heil brú í leik liösins. Svíar gengu á lagið og unnu stóran sigur. Þeir Einar Þorvarðarson og Þorbjöm Jensson voru bestu leikmenn íslenska liðsins. Einar varði af snilld i fyrri hálfleik en náöi sér ekki á strik í þeim síðari. Þorbjörn baröist af fítonskrafti og stóð sig mjög vel í sókninni á meðan kraftar entust. Þó hefur maöur á til- finningunni að þessi isjaki þreytist aldrei. Kristján Arason var ágætur og tekinn úr um- ferð mestallan leikinn. Tvær ástæður liggja að baki þessum ósigri. I fyrsta lagi f jarvera lykilmanna eins og Atla, Sigga Gunn og Bjama. I öðru lagi gífurlegt álag á landsliðsmenn okkar síðustu daga. Sænska landsliöiö leikur leiðinlegan, hægan handknattleik. Þrátt fyrir að Bjöm Jilsén léki ekki með vegna meiðsla áttu Svíar ekki í miklum erfiðleikum með að leggja íslenska Uðið að veUi. MarkVörðurmn Mats Olson var frábær í þessum leik og sama er hægt að segja um Per Carlén (6 mörk). Þessir tveir leikmenn ásamt Peter Olofsson (4 mörk) og Sten Sjögren (4 mörk) voru langbestir Svía í gærkvöldi. Vestur-þýskir dómarar dæmdu leikinn og voru mjög slakir. -SK. Naumt tap á Skaganum Frá Sigþóri Elrikssynl, fréttamanni DV A Akranesl: tslenska landsllftió i handknattlelk náfti ekki aft sýna sinar bestu hUftar í landsleUmum gegn Svíum á Akranesl á laugardag. Sviar sigruftu 20—19 eftlr aft hafa haft yfir i lelkhléi, 14-10. Svfar náftu mest flmm marka forskoti i leUmum en i lokin átti islenska Uftift að geta gert út um leiklnn. Vitakast fór þá forgörftum og dauftafæri elnnig. Leikurinn var slakur af tslands háUu en Einar Þorvarftarson mark- vörftur hélt isienska Uftinu á floti i leiknum mei) stórkostlegri markvörslu. Hans Guftmundsson skoraftl flest mörk islenska Uftsins eða 9. Sex víti. Hans skaut 13 skotum aft sænska marklnu. Þorgils Óttar skoraði þrjú mörk, eitt skot mlstókst. Kristján Arason skaut sjö skotum og skorafti tvö mörk. Annaft úr víti. Þorbergur ASalstelnsson skaut þrisvar og skoraftl eitt mark úr víti. Jakob Slgurftsson skaut fjórum slnnum og skorafti tvö mörk. Guðmundur Guftmundsson skoraði eitt mark og skaut aftelns einu slnnl. SE/SK. „Óhress með dómarana” — sagði Roger Carlsson, þjálfari Svía, eftir landsleikinn í gærkvöldi „Þrátt fyrir að við höfum unnið er ég ekki yfir mig ánægður með leikinn. Dómararnir voru mjög slakir og tslendlngar högnuðust mikið á þeim,” sagði Roger Carls- son, þjálfari Svía, eftir leikinn gegn íslandi í gærkvöldi. ■ „Sérstaklega var ég óánægður með þessar eilífu brottvísanir sem við fáum á okkur. Ég veit að þetta er ekki sterk- asta lið sem Islendingar eiga og það munar ótrúlega mikið um þá Atla Hilmarsson og Sigurð Gunnarsson. Það sást vel í f yrsta leiknum að Sigurð- ur Gunnarsson er mjög mikilvægur leikmaöur fyrir liðið. Fyrsti leikurinn var langbestur hjá íslenska liöinu en síðan, þegar Sigurður hvarf á braut, riðiaöist leikur liðsins,” sagði Roger Carlsson. -SK „Islendingar eru betri — sagði stórskyttan Björn Jilsén iff „Viö lékum ekkert betur í kvöld heldur en í fyrsta leiknum. ÞaÖ voru íslensku leikmenn- irnir sem voru mun lakari en þá,” sagði stór- skyttan Björn Jilsén en hann gat ekki leikið síðasta landsleikinn vegna meiðsia. „Ég veit að það er mikil þreyta í íslenska liðinu og það er min skoðun að tslendingar eigi betra landslið í dag en við. Ég veit lika að það vantar snjalla leikmenn í íslenska liðið. Hins vegar voru dómararnir tslendingum hagstsðir í öUum leikjunum. Þeir visuðu okk- ur tuttugu sinnum út af i tvsr mínútur í leikj- unum þremur en íslendingum sjö sinnum. Þetta er ekki réttlátt,” sagðl Björn Jflsén. -SK Roger Carlsson. WYJUNG FRA ALÞYÐUBANKAKUM NU GETUR ÞU LAGT LÍFEYRINN EÐA EFTIRLAUNIN INN A SÉRSTAKA LÍFEYRISBÓK OG TRYGGT ÞÉR AN NOKKURRAR BINDISKYLDU! Lífeyrisbók Alþýðubankans er afgerandi nýjung fyrir þá sem reglulega fá greidd eftirlaun frá lífeyrissjóði eða lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Innstæðan er alltaf laus til útborgunar, bindiskylda er engin og bókin á allan hátt jafn einföld og þægileg í meðförum og venjuleg sparisjóðsbók. Grundvallarmunurinn er einfaldlega sá að við bjóðum ávallt 7% VAXTAVIÐBÓT ofan á almenna sparisjóðsvexti, sem um þessar mundir eru 17%. Sértu rétthafi eftirlauna eða lífeyrisgreiðslna bjóðast þér því 24% VEXTIR AF OPiriPII LÍFEYRiSSBÓK ALÞÝÐUBAiiKANS. ATHUGAÐU NÁLIÐ — þú getur breytt um bankareikning lífeyrisins með einu símtali við Tryggingastofnunina eða lífeyrissjóðinn. Það er leitun að öðru eins tilboði Alþýðubankinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.