Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR10. DESEMBER1984. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Umsjón: Friðrik Indriðason manna sem sett var fram í kjölfar kjörs Ronalds Reagans forseta 1981, en í þessari breyttu stefnu gera Bandaríkjamenn ráö fyrir aö geta sótt fram noröur af landinu með flug- móöurskipadeildir ef til ófriðar kemur. Sagöi Spaven aö í þessu sambandi mætti benda á aö á síðustu árum hefði veriö lögö aukin áhersla á sam- ræmingu aðgerða sjóhers og flug- hers ef til átaka kæmi. „Ratsjárstöðvar þessar yröu hluti af Nord-Atlantic-Defence-System (NADS) og auk sex nýrra slíkra stööva á austurströnd Grænlands eiga Bandarikjamenn möguleika á aö fylgjast stööugt með feröum sovéskra flugvéla á línunni Grænland, Island og Noregur,” sagði Spaven. .^Slíkt kerfi eru Bandaríkjamenn að byggja upp og þannig er litið á stöövamar í fjárlögum vestra, það er sem hluta af einni heild.” I máli Spaven kom einnig fram að þetta kerfi gæfi möguleika á staðsetningu Cruise-eldflauga á hafinu noröur af Islandi en þegar væri byrjaö að staðsetja slíkar flaugar á Norður-Kyrrahafi. Ratsjárstöðvar saklausar í sjálfu sér ,,Þaö má að sjálfsögöu líta á rat- sjárstöðvarnar sem saklaus eftirlits- tæki í sjálfu sér. Hins vegar lítur Pentagon ekki þannig á þær heldur sem hluta af hernaðarkerfi sínu og tsland kemur aldrei til með aö verða einangrað ef til átaka kemur þar sem landiö liggur mitt á átaka- svæðinu,” sagðiSpaven. Gagnstæð sjónarmið Samkvæmt þessu má líta á hlut- verk ratsjárstöðvanna hér við land frá tveimur gagnstæðum sjónar- hólum. Meginspurningin er hins vegar hvort uppsetning stöðvanna sé ögrun við Sovétríkin og komi til með að kalla á ákveðin andsvör frá þeim. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fulltrúi vamarmáladeildar, telur að svo sé ekki. Hann bendir á að beint flug frá víghreiðri Sovétmanna á Kólaskaga að austurströnd Banda- ríkjanna sé ekki um íslenska eftir- litssvæðið heldur hið grænlenska. Þegar horft er til þess aö nýju stöðvamar liggi í um 2500 km fjar- lægð frá Kólaskaga, og að yfir 100 slíkar stöðvar séu á svæðinu frá Norður-Noregi og til Tyrklands, sé vart hægt að tala um ögmn í þessu sambandi eins og Spaven raunar gerði í erindi sínu á landsráöstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga. Sverrir telur ennfremur að stöðvarnar snerti í raun ekkert svokallaða sóknarstefnu Banda- ríkjamanna. Rökin fyrir uppsetningu þeirra séu fyrst og fremst núverandi ástand við Island og að þörf er á endurbótum á þeim útbúnaði sem fyrir hendi er því hann sé að stórum hluta gamall og úr- eltur... „Hvort þama er um óbein tengsl að ræða er ómögulegt að segja tilum,”segirhann. Skiparatsjár Svo vikið sé aftur að skýrslu rat- sjárnefndar og þeim þætti hennar sem sérstakan áhuga hefur vakið á Islandi, þ.e. skiparatsjám, segir svo ískýrslunni: „Komið yrði upp sérstökum rat- sjám til aö fylg jast með skipaumferö í grennd við ratsjárstöðvarnar. Eftirlit með skipum gæti náð allt að 55—59 sjómílur til hafs þar sem best lætur. Með sérstakri útfærslu á búnaöinum yrði jafnframt mögulegt að fylg jast með úrkomusvæöum sem getur komið að gagni við siglingar á loftiogásjó.” Ennfremur segir um þennan þátt málsins að augljóst sé að umræddar endurbætur séu stórt verkefni sem krefjist mikils undirbúnings og tæknivinnu. Gengið er út frá því að íslensk stjórnvöld og tæknimenn taki virkan þátt í því starfi og notaðir veríslenskir staðlar varðandi hönnun búnaðar og mannvirkja. -FRI. véla við landið hefðu nær tvöfaldast á sl. sjö árum, voru 290 árin 1982—’83 á móti 148 árin 1975—’76. Með núver- andi kerfi væri orðið erfitt að fylgjast nægilega vel með þeim. Skömmu eftir að Bandaríkjamenn komu þessum óskum sínum á framfæri var stofnuð sérstök nefnd, ratsjárnefnd, til að kanna alla þætti þessa máls. Hana skipuöu dr. Þor- geir Pálsson dósent, Haukur Hauks- son varaflugmálastjóri, af hálfu Flugmálastjómar, Berent Sveinsson yfirloftskeytamaöur, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, Olafur Tómasson yfirverkfræöingur, fyrir hönd Pósts- og síma, og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fyrir hönd vamarmáladeildar. Álit ratsjárnefndar Nýlega skilaði ratsjámefnd áliti til utanríkisráöherra. Þar er ekki ein- göngu fjallað um ratsjárstöðvamar tvær heldur um allt kerfið í heild. I útdrætti skýrslunnar segir: „Þessi skýrsla fjallar um endur- bætur á ratsjáreftirlitskerfi vamar- liðsins, sem starfrækt hefur verið hér á landi allt frá árinu 1958. Þessum endurbótum má skipta í eftirfarandi þætti: — Byggingu tveggja nýrra rat- sjárstöðva á NV-landi. . . og á NA- landi. .. — Endumýjunábúnaöinúverandi ratsjárstöðva á Miðnesheiöi og Stokksnesi. — Uppsetningu sameinaðar eftir- litsstöðvar á Keflavíkurflugvelli, sem kæmi í stað núverandi eftirlits- stöðva á Miðnesheiði og Stokksnesi.” Um markmið nýju stöðvanna segir að það sé eingöngu að stækka eftir- litssvæðið....Hlutverk þeirra er að öllu leyti hið sama og eldri stöðvanna, þ.e. að fylgjast með og auðkenna alla flugumferö í nágrenni landsins, og aðstoöa við að leiðbeina flugvélum varnarliðsins sem fara til móts við óþekktar vélar. Upp- bygging nýju ratsjárstöðvanna gæti orðið með þeim hætti að rekstur þeirra yrði hafinn árið 1987 með bráðabirgðaratsjám af sömu gerð og notaðar eru í núverandi stöðvum... Ratsjár af nýjustu gerð yrðu síðan teknar í notkun árið 1989, og þá yrði samskonar búnaði komið fyrir í eldri stöðvunum á Miðnesheiöi og Stokks- nesi. Ef þessi bráöabirgðalausn er ekki valin gæti rekstur stöðvanna á NV- og NA-landi ekki hafist fyrr en árið 1989.” _ Bylting í stjórn flugum- ferðar lútdrættinum segirsíðan: „Flug- málastjórn hefur um tólf ára skeið notað gögn frá svarratsjá stöðvarinnar á Miðnesheiði til eftir- lits með Ðugumferð allt að 200 sjómílur frá Keflavíkurflugvelli með mjög góðum árangri. Sú stækkun sem yrði á þessu svæði, ef flugum- ferðarstjóm fengi gögn frá fjórum ratsjám á öllum hornum landsins, ylli byltingu í stjórn flugumferðar bæði í mnanlands- og alþjóðaflugi. Hagsbætumar fælust í auknu flug- öryggi og hagkvæmni, m.a. í lægri eldsneytiskostnaði flugvéla. Fylgj- ast mætti með flugvélum í innanlandsflugi yfir öllu landinu yfir 13.000 reta hæð og ratsjámar kæmu jafnframt að gagni við eftirlit með aöflugi aö flugvöllum, t.d. á Isafirði, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík.” Stærra svæði undir eftirlit Malcolm Spaven, sem vitnað var til í upphafi þessarar úttektar, sagði í samtali við DV að hernaðarlegt hlutverk ratsjárstöðvanna væri ótvírætt. Vitnaði hann þar til orða McDonalds aðmíráls, yfirmanns sjóhers Bandaríkjamanna á N- Atlantshafi, fyrir þingnefnd vestra þar sem fram kom að forgangs- verkefni flotans væri að stækka eftir- litssvæði sitt noröur af Islandi og leggja aukna áherslu á sjóhemaðar- yfirburði Bandaríkjamanna þar. Þetta væri í samræmi við breytta sjóhemaðarstefnu Bandaríkja- Viðræður hefjast 1983 Skömmu eftir að núverandi rikis- stjórn var mynduð í fyrra lýstu Bandaríkjamenn áhuga sínum á því að reisa tvær nýjar ratsjárstöðvar hérlendis. Aðalröksemdir þeirra fyrir uppsetningu stöðvanna voru að gat væri í ratsjáreftirlitskerfi Vamarliðsins fyrir norðan og norð- vestan land sem þyrfti að fylla upp í. Bentu þeir á að ferðir sovéskra flug- , ,Þessar stöðvar eru hluti af stærra kerfi sem nær til mun stærra svæðis en 200 mílur norður af Islandi. Þaö væri rangt að h'ta ekki á þær í því samhengi því það gera Bandaríkja- menn,” sagði Malcolm Spaven í samtali við DV en hann er sér- fræðingur í vígbúnaðarmálum við rannsóknastofnun háskólans í SussexíEnglandi. Umræddar stöðvar eru ratsjár- stöðvar þær sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að reisa hérlendis, annars vegar á Stigahhðarfjalli viö Bolunarvík og hins vegar á Hroll- augsstaðafjalli eöa Gunnólfsvikur- f jahi á Langanesi. Þótt enn hafi engin ákvörðun verið tekin um uppsetningu þessara rat- sjárstöðva og engin formleg beiðni borist um slíkt hafa umræður um þær veriö mjög miklar í fjölmiðlum undanfarnar vikur, ekki síst í framhaldi af erindi Spaven um þær á landráðstefnu Samtaka herstöðva- andstæðinga. Þá er einnig komin ítarleg skýrsla um málið frá ratsjár- nefnd. Það sem umræðurnar snúast aðal- lega um er hvort téðar ratsjár- stöðvar séu eðlileg endurnýjun og aukning eftirlits — og í sjálfu sér meinlausar — eða hvort þær séu þáttur af auknum vígbúnaði Banda- rikjamanna á hafinu norður af Islandi. Færa má rök fyrir báðum þessum sjónarmiðum. Opinberlega hallast islensk stjórnvöld að fyrra sjónar- miðinu en hluti stjórnarandstööu að hinusíðara. Ratsjárstöðvamar: AUKINN VIGBUNAÐUR EÐA MEINLAUST EFTIRLIT?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.