Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1984, Blaðsíða 37
DV. MANUDAGUR10. DESEMBER1984.
37
Útlönd Útlönd Útlönd
Færeyjar:
Andstæður skerpast
Eðvarð Jónsson, fréttaritari DV íFæreyjum, skrifar
Frá Eövarð Jónssynl, Færeyjum:
Tvennar kosningar hafa verið haldn-
ar í Færeyjum á undanförnum mánuöi
og hafa úrslit þeirra beggja orðið til
þess að skerpa þær sterku andstæður
sem eru í færeyskri pólitík. I lögþings-
kosningunum, sem haldnar voru 8.
nóvember sl., sótti Jafnaðarflokkurinn
á og vann eitt þingsæti. Sambands-
flokkurinn, sem átt hefur lögmann
Færeyinga í stjórnarsamstarfi við
Fólkaflokkinn og Sjálfstýrisflokkinn,
tapaði hins vegar fylgi.
Fólkaflokkurinn, sem er náinn ætt-
ingi Sjálfstæðisflokksins á Islandi, tap-
aði einnig lítils háttar fylgi en á hinn
bóginn bætti formaður hans, Jogvan
Sundstein, mjög við sig í persónufylgi.
Kosningum í Færeyjum er þannig hátt-
að að kjósendur geta ýmist valið
flokkslista eða krossað við einstakling
á listanum. Langflestir taka síðar-
nefnda kostinn. Persónulegt fylgi
stjórnmálamanna kemur því skýrt
fram og hefur úrslitaáhrif til dæmis
við myndun stjómar og skipun í nefnd-
ir. Atkvæðahæstu menn í lögþings-
kosningunum voru formenn flokkanna,
Sundstein, sem fyrr er nefndur, Atli
Dam, formaður Jafnaðarflokksins, og
Pauli Ellefsen, fyrrverandi lögmaöur
Sambandsflokksins.
Nýir menn komu fram sem juku
mjög atkvæðafylgi einstakra flokka og
ber þar hæstan að þessu sinni Tummas
Arabo sem vann stórsigur fyrir Jafn-
aðarflokkinn í Norður-Straumey.
Fram til þess tima var Arabo nánast
óþekkt pólitísk stærð í Færeyjum.
Þannig má segja að kosningarnar í
Færeyjum snúist allt eins mikiö um
persónur og um flokka.
Breckmann umdeildur
Umdeildasti stjórnmálamaður Fær-
eyinga, Oli Breckmann, ritstjóri Dag-
blaðsins og annar af tveimur fulltrúum
Færeyinga á danska þinginu, jók einn-
ig iítillega persónufylgi sitt en þó ekki
eins mikið og hann og fleiri fólka-
flokksmenn höfðu vænst. Má þar e.t.v.
greina áhrif mjög óvæginnar herferðar
á hendur honum í blöðum þjóðveldis-
manna og jafnaðarmanna, auk þess
sem margir Færeyingar eru orðnir
þreyttir á stöðugum meiðyrðamálum í
kringum ritstjórann og Dagblaðið.
Ærumeiðingar eru nánast orðnar fast-
ur þáttur í færeyskri blaðamennsku og
opinberri umræðu.
Þjóðveldishugsjónin veik
Þjóðveldismenn töpuöu lítilsháttar
fylgi og sýnir það betur en margt ann-
að hve lítils fylgis þjóðveldishugsjónin,
eins og henni er haldiö fram í stefnu-
skrá flokksins, nýtur meðal Færeyinga
um þessar mundir. Þjóðveldismenn
vilja fullan og tafariausan aðskilnað
við danska móðurríkið þar sem aftur á
móti hinir flokkarnir, allir nema Sam-
bandsflokkurinn, vilja sambandsslit i
áföngum. Málgagn Sambandsflokks-
Óli Breckman, Fólkaflokki: Svarti-
dauði eða kólera?
Jafnaðarflokkur Atla Dam bætti
við sig sætií kosningunum.
ins, Dimmalætting, þreyttist ekki á aö
hampa þeirri staðreynd að Færeying-
ar fá árlega um 600 milljónir danskra
króna í fjárhagsstuðning frá Dönum.
Pauli Ellefsen hefur látið svo ummælt
að þriðja hver króna, sem velt er í Fær-
eyjum, komi frá Danmörku.
Svonefndur „blokkstuðningur” hef-
ur verið mikið til umræðu hér að und-
anförnu og hefur Fólkaflokkurinn eink-
um gerst málsvari hans. Hann er í því
fólginn að Færeyingar fái fasta upp-
hæð árlega sem síðan sé skipt innan-
lands til sjúkrahúsmála, skóiamála,
o.s.frv., en upphæðin breytist ekki frá
ári til árs eins og nú er. Þessi fasti f jár-
stuöningur á svo að rýrna smám sam-
an og hugmyndin er að hann hverfi að
fullu og öllu og Færeyingar verði sjálf-
bjarga þjóö í eigin landi. Sambands-
flokkurinn leggst eindregið gegn öllum
hugmyndum um „blokkstuðning” og
vill engu breyta í núverandi skipan
mála.
Landgrunnsmálið
Annað mál, sem væntanlega verður
ofarlega á baugi næstu árin, er land-
grunnsmáiið. Jafnaðarflokkurinn vill
að landgrunnið og um leið öll náttúru-
auöæfi sem þar kunni að finnast verði
færeysk séreign. Danir hafa margsinn-
is lýst því yfir að Færeyingar verði
reknir úr ríkissambandinu ef þeir
halda fast við þetta. Af þessum sökum
leggst Sambandsflokkurinn eindregið
gegn yfirtöku. Nú hefur olía og gas
fundist á landgrunninu. Búast má við
að hart verði deilt um landgrunnsmál-
iöánæstunni.
Svartidauði og kólera
Nú eru hafnar stjómarmyndunar-
viðræður milii Jafnaðarflokksins ann-
ars vegar og Sambandsflokksins og
Sjálfstýrisflokksins hins vegar. Sjálf-
stýrisflokkurinn er miðflokkur sem
nýtur fylgis meðal embættismanna,
kennara og annarra. Hann átti
menntamálaráöherrann i síðustu
stjóm. Bæði Atii Dam og Pauli Ellef-
sen hafa útilokað samvinnu við Fólka-
flokkinn og hefur Ellefsen einkum bor-
iö sig illa undan samstarfinu við hann
siðustu fjögur ár. Virðist þeim einkum
standa stuggur af samstarfinu við Ola
Breckmann. Atli Dam sagði skömmu
eftir að kosningaúrslit lágu fyrir að
valkostirnir, sem þá lágu fyrir, þ.e.a .s.
að velja milli Fólkaflokksins og Sam-
bandsflokksins, væru eins og að eiga
að velja á milli svartadauða og kóleru.
Nú er ljóst að Atli hefur valið síöari
kostinn og hafa margir Færeyingar á
vinstri væng stjórnmálanna orðið
ókvæða við, einkum þjóðveldismenn
sem telja sig eiga meira erindi í stjóm
meö Jafnaðarflokknum en höfuöand-
stæðingurinn, sambandsmenn.
SÍÐUMÚLA 31
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Breiðvangi 14, 3.h.t.v., Hafnarfirði, tal.
eign Elinborgar Jóhannesdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu-
daginn 13. desember 1984 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Breiðvangi 10, 3.h.t.v., merkt A, Hafnarfirði, tal. eign Guð-
laugs Karlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. desember 1984 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarf irði.
Aðalfundur
Fraihfarafélags Seláss- og
Arbæjarhverfis
veröur haldinn í kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Arbæjarsókn-
ar.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Umræðurumskólaogumferðarmál.
Gestir fundarins verða borgarfulltrúarnir Markús Örn
Antonsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Fundarstjóri Þórir
Einarsson prófessor.
Nýir íbúar í Selási og Artúnsholti eru sérstaklega hvattir til að
mæta.
Stjórnin.
|j|=|FERDA..
IH!!I MIÐSTODIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133