Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Page 3
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGOST1985. MANNLEG VIÐBRÖGД —segir formaður Starfsmannaf élags Flugleiða um áhuga starfsf ólks á hlutabréfum í f élaginu „Stjómin hefur að vísu ekki haldiö neinn fund eftir að frá hlutabréfa- kaupunum var gengið en ég tel full- vist aö starfsfólk hafi áhuga á að kaupa,” sagði Helgi Thorvaldsson, formaður STAFF, Starfsmanna- félags Flugleiða. Helmingur hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum er stjóm félagsins festi kaup á fyrir helgina vérður nú boð- inn starfsmönnum til kaups. „Ég veit að starfsfólk hefur ekki verið allt of ginnkeypt fyrir hluta- bréfum í Flugleiðum eins og fjár- hagsstaöa félagsins hefur verið und- anfarin ár. En hún hefur skánaö upp á það síðasta,” sagði Helgi Thor- valdsson. — En hvers vegna þessi áhugi núna? „Þetta em mannleg viðbrögð. Þegar eitthvaö fór aö gerast í þess- um málum fékk fólk áhuga og ég held að hann haldist. Þá vonumst við eftir að fá bréfin á hagstæðum kjömm þannig aö þetta ætti allt að geta gengið,” sagði formaöur STAFF. Pottur gleymdist áeldavél Á laugardagskvöld var slökkvi- liðið kallað á vettvang á Þórsgötu 23, en þar hafði orðið vart við reyk í kjailaraibúð. t ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavéi. Var hann tekinn út úr ibúðinni og hún loft- ræst. Gömul kona var i ibúðinni þegarþettagerðisten sakaðiekki. JKH Eldurí vinnuskúr Á iaugardagsmorgun kom upp eldur í vinnuskúr í Mjóddinni i Reykjavík. Slökkviliðið kom og slökkti eldinn á skammri stundu en skúrinn er næstum ónýtur. Talið er sennilegt að um ikveikju hafi verið aðræða. JKH Eltast við risalax í Miðf jarðará, sjónarvottur segir: „LAXINN ER 40-50 PUND” Miðfjarðará hefur um langt árabil verið talin með betri laxveiöiám þessa lands og munu þar vera komnir á land 610 laxar í sumar. Þegar talað er um Miðfjarðará er átt við allt veiðisvæðið í Miðfirði, það er Miðfjarðará sjálfa, Austurá, Vesturá og Núpsá, sem mynda Miöf jarðará eða falia í hana. „Þetta er líklega milli 40 og 50 punda lax þarna í Núpsfossum, alveg rosaleg- ur fiskur,” sagði Stefán Guðjohnsen stangaveiðimaöur, en hann sá stóra fiskinn í Miðfirðinum fyrst. En Stefán hefur séð marga væna laxa enda stundaö laxveiði í 30 ár. „Eg hef aldrei séð annan eins lax og ég reyndi við fiskinn, en hann vildi ekkert. Laxinn var þarna í sjálfheldu í Núpsfossunum og sást mjög vel í sólinni. Þetta var eins og í hákarlamyndunum, rosalegur fiskur.” Núpsfossar í Núpsá i Miðfirði þar sem stórlaxinn sást. Skyldi hann taka nœstu daga? DV-mynd G. Bender. „Ég hef ekki séð fiskinn, fór inneft- ir en þá var skýjað og gola,” sagði Böðvar Sigvaldason á Barði, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár og formaður Landssambands veiðifélaga. „Stefán sá fiskinn og hann hefur aéð þá marga um dagana. Veiðimenn hafa margir reynt við laxinn en hann tekur ekki ennþá og við munum reyna að ná hon- um í net í haust, veiðist hann ekki á stöng. Ef þetta er hængur er hann lík- iega ófrjór en ef þetta er hrygna gæti hún gefið nokkra lítra af hrognum.” „Eg reyndi við hann í morgun, en að- stæður voru ekki góöar og svo snýr lax- inn víst niður í strauminn,” sagði Jó- hann Ásmundsson, stangaveiðimaður í veiðihúsinu við Miðf jarðará í gærdag. „Eg fékk lax þarna en það var ekki sá stóri, Stefán var búinn að segja mér frá þeim stóra, miði er möguleiki og kannski tekur hann. ” Nú er bara að bíða og sjá, tekur laxinn fluguna eða maðkinn næstu daga? Eða lendir hann í netunum í haust? Viö bíðum og sjáum til. G. Bender. HAMARKSGÆÐI MESTSELDI BILL A ISLANDI Frá því FIAT UNO var kynntur á árinu 1983 hefur hann selst meira en nokkur annar einstakur bíll hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.