Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Side 24
24
Iþróttir
(þróttir
DV. MANUDAGUR12. ÁGUST1985.
íþróttir
Sjöttu verð-
laun Gross
V-þýski syndarinn Michael Gross
vann sin sjöttu gullverðlaun á Evrópu-
mótinu í sundi í gær fyrir boðsund en
hann synti síðasta sprett fyrir
Þjóðverja. Sovétmenn komu fyrstir í
mark, rétt á undan Þjóðverjum, en
sjónvarpsmyndavélar sýndu seinna að
Vladimir Tkacenko, Sovétríkjunum,
hafði þjófstartað á öðrum spretti.
Gross og félögum var því dæmdur
sigurinn.
A-Þjóðverjar hafa örugga forystu á
mótinu i Sofia í Búlgaríu, hafa unnið 17
gull og 39 verðlaun alls. V-Þjóðverjar
eru í þriðja sæti, hafa unnið 6 gull og
Gross á þau öll.
Annars er staðan á mótinu þessi:
Gull Silfur Brons
1. A-Þýskaland 17 17 5
2. Sovétríkin 7 4 6
3. V-Þýskaland 6 4 6
4. Bretland 2 3 1
5. Frakklaud 2 2 0
6. Ungverjaland 2 0 0
7. Búlgaria 1 2 4
8. Austurríki 1 0 1
9. Holland 0 1 6
10. Svíþjðð 1 3
11. Tékkóslóvakía 0 1 2
12. Danmörk 0 1 0
13. Portúgal 1 0
14. Júgóslavía 1 0
15. Sviss 0 0 2
16. Italía 0 0 2
-SigA.
Víkingur—Þór
Síðasti leikur 12. umferðar í 1. deild Islands-
mótsins fer fram í kvöld. Þá mæta Víkingar
Þór frá Akureyri og hefst leikurinn klukkan
19. Leikió er á I>augardalsvelli.
Staöa Víkinga er nú orðin ískyggileg og ekki
er að efa að liðið muni reyna að bæta stöðu
sína í deildinni með sigri í kvöld. Þór siglir
lygnan sjó en á þess kost að blanda sér í topp-
baráttuna með sigri í kvöld.
Coe getur
ekki keppt
Ólympíumeistarinn Sebastian Coe, Bret-
landi, getur ekki tekið þátt í úrslitakeppni
Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum í
Moskvu 17.—18. ágúst vegna meiðsla í baki
sem hann hlaut í míluhlaupi á dögunum í
Lundúnum. Tognun sem reyndist verri en í
fyrstu var reiknað með. I stað Coe hafa Bret-
ar valiö Tom McKean í 800 m hlaupiö í
Moskvu.
hsím.
Stórsigur
Keflavíkur
— gegn botnlrði ÍBÍ
Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna
um helgina. Neðsta lið deildarinnar,
Isafjörður, mátti þola skell á heima-
velli sínum fyrir Keflavík, 1—4.
Leik Þórs og Vals sem fram átti að
fara á Akureyri var frestað vegna
utanfarar Valsstelpnanna en þær eru
nú staddar á alþjóðlegu móti á Italíu.
-fros
stórleik
— Aberdeen vann 3-1
í 1. umferð
skoska boltans
Fyrsta umferð í úrvalsdeild skosku knatt-
spyrnunnar fór fram á laugardaginn. Meist-
arar Aberdeen hófu titilvörnlna með 3—0 sigri
yfir Hibernian. Jim Bett, sem keyptur var í
sumar frá Lokeren, átti stórleik með Aber-
deen. Hann gerði sjáifur fyrsta markið sem
kom á 69. min. A tíu síðustu minútunum gerði
Frank McDougall tvö mörk.
Robert Connor gerði fyrsta mark keppnis-
timabilsins er hann lék fyrir Dundee gegn St.
Mirren. Hann skoraði einnig hitt mark liðsins
í 2—1 sigri.
Celtic rétt marði jafntefli gegn Hearts. Paul
MeStay jafnaði 1—1 á síðustu min. CrsUt urðu þessi: SigA.
Aberdeen—Hibernian 3-0
Dundee—St. Mlrren 2-1
Hearts—Celtlc 1-1
Mothenvell — Clydebank 0-0
Ragners—Dundee Utd. 1-0
FHerað
bjargasér
vann Þrótt, 2:0. Órn Óskarsson lék með Þrótturum
Þetta með gryf juna hlýtur að vera svolítið
sálfræðilegt. Þetta er líka sniðugt. Ef þú getur
ekki byggt yfir völlinn þinn þá seturðu hann
bara ofan í holu. Þá ertu kominn með svona
gryfju sem skapar ákveðna stemmningu.
Heimamenn þekkja hana, hitt liðið ekki.
Enda vann FH líka Þróttara, 2—0, á Kapla-
krikavelli. Það má þó ekki skrifa þennan
sigur algeriega á gryfjuna. Mér finnst FH-
Iiðið svolitið skemmtiíegt. Þeir eru nettir spil-
arar og með þarna 5—6 menn sem virðast vita
alveg nákvæmlega hvernig á að gefa boltann.
Þróttararnir byrjuðu betur og hefðu átt að
skora þegar Sverrir Pétursson fékk boltann
fyrir framan opið markið en Henning
Henningsson var fljótari og kom tuðrunni
yfir. Flott. Janus Guðlaugsson náði forystu
fyrir FH þegar eitthvað var liðið á leikinn
(var ekki með úr). Hann fékk boltann úti við
teiginn og skaut föstu jarðarskoti í markið.
Sennilega hefur boltinn snert einn Þróttarann
en Janus á markið engu að síður. Hans fyrsta
ísumar.
Ingi Björn Albertsson kom FH í tvö núll.
Hann sólaði upp allan Þróttarahelminginn
áður en hann laumaöi boltanum í mark úr
þröngri aðstöðu. Þarna má auövitað setja
spurningarmerki við orðið sólaði því hann
fékk að gera þetta alit án þess að nokkur
Þróttari skipti sér af stöðu mála. Engu að
síður vel gert hjá Inga.
FH-ingar réðu mestu um hvert boltinn fór í
seinni hálfleik og áttu nokkur færi. Olafur
Olafs. í Þróttarmarkinu varði í stöng frá
Janusi og Hörður Magnússon átti að gera
þrennu. En lániö lék ekki við hann. Einu sinni
fór boltinn í stöng, öðru sinni skaut hann í Olaf
af stuttu færi, fékk boltann aftur og skaut
framhjá. I þriðja færinu fór boltinn í slá af
markteig.
Þróttarar tóku sig heldur á í síöari hluta
hálfleiksins en náðu þó aldrei að ógna veru-
lega. Vörnin batnaði öll með tilkomu Amar
Oskarssonar en hann kom inn á um miðjan
háifleik. Fyrsti leikur hans í sumar en reynsla
hans á örugglega eftir að koma að góöum
notum á þeim erfiöu vikum sem nú fara i hönd
hjá Þrótturum.
Hjá FH voru Kristján Gislason, Janus og
Ingi bestir.
Liö FH: Halldór Halldórsson, Viðar
Halldórsson, Hörður, Guðmundur Hilmars-
son, Dýri Guðmundsson, Henning, Ingi,
Kristján, Magnús Pálsson (Þóröur Sveins-
son), Kristján Hilmarsson (Jón Erling
Ragnarsson).
Lið Þróttar: Olafur, Amar Friðriksson
(Sigurður Hallvarðsson), Kristján Jónsson,
Loftur Olafsson, Arsæll Kristjánsson, Pétur
Arnþórsson, Björgvin Björgvinsson (Öm),
Daði Harðarson, Nikulás Jónsson, Atli Helga-
son, Sverrir Pétursson.
Maður leiksins: Janus Guölaugsson, FH.
Áhorfendur: 367.
-SigA.
8 spjöld á lofti
— þar af eitt rautt er KS vann botnlið Fylkis í 2. deild
Ekki tókst botnliöi Fylkis í 2. deild aö
krækja sér i stig gegn KS er liöin mætt-
ust á Siglufirði á laugardaginn. Um
tima leit þö út fyrir aö Fylkismenn
mundu sigra. Þegar stundarfjórö-
ungur var eftir haföi Árbæjarliðiö
forystuna en heimamenn reyndust
sterkari á svellinu á lokamínútunum
og tryggðu sér sigurinn með tveimur
mörkum. Leikurinn var allharöur.
Fimm Fylkismenn fengu að líta gula
spjaldið og einn þeirra fékk það rauða,
tveir Siglfiröingar voru spjaldaðir.
KS sótti allstíft í byrjun en liöið varð
fyrir áfalli strax á 12. minútu, sjálfs-
mark. Einn varnarmanna KS-liðsins
hugðist hreinsa frá en ekki tókst betur
til en svo að skot bans lenti í markverð-
inum og þaðan skaust boltinn í markið.
ÍR vann Hafnir
IR sigraði Hafnir í úrslitakeppni í
fjórðu deild knattspyrnunnar. Leikar
fóru 4—3 en spilað var í Keflavík.
Hlynur Elísson, Bragi Björnsson, Páll
Rafnsson og Sigurfinnur Sigurjónsson
gerðu mörk iR-inga en Gunnar Björns-
son, Valur Ingimundarson og Jón
Þorkelsson skoruöu fyrir Hafnir.
Einn leikur fór fram á Austfjörðum.
Léttir vann Huginn með 3—1 á Seyðis-
firði. Þá var leik Vals og Austra
frestaö vegna veðurs.
-SigA.
STAÐAN
Úrslit í leikjum í 2. deild urðu þessi:
IBÍ—Njarðvík 0-0
IBV—Skallagrímur 8—1
KS—Fylkir 2-1
KA—Völsungur 1-0
Leiftur—UBK 0—1
Staðan eftir 12. umf. er þannig:
Breiðablik 12 7 3 2 22—12 24
IBV 12 6 5 1 30—10 23
KA 12 7 2 3 23—11 23
Völsungur 12 5 3 4 21—15 18
KS 12 5 3 4 17—17 18
tsafjörður 12 3 5 4 12—16 14
Njarðvík 12 3 4 5 7—16 13
Skallagrímur 12 3 4 5 14—28 13
Fylkir 12 2 3 7 10-16 9
Leiftur 12 2 2 8 8—23 8
Fylkismenn voru síöan öllu hressari
aðilinn fram að hálfleik án þess þó að
skapa mikla hættu uppi við markið.
Nokkuð meira líf færðist í leikinn í
seinni hálfleiknum. Blautur malar-
völlurinn bauö þó ekki upp á mikla
knattspyrnu en leikurinn varð því
grófur fyrir vikið. Hálftíma fyrir leiks-
lok náði Hörður Júliusson að jafna
metin fyrir Siglufjörð og fimm
mínútum fyrir leikslok skoraði Baldur
Benónýsson stórglæsilegt mark beint
úr aukaspyrnu. Rétt fyrir lokin þurfti
einn Fylkismannanna að yfirgefa vöU-
inn að beiðni dómarans eftir að hafa
fengið rautt spjald. Það var Anton
Jakobsson sem var reyndar besti
maður liðs síns.
Þeir Hörður JúUusson og Hafþór
Kolbeinsson áttu snjaUan leik fyrir KS
ásamt Mark Duffield.
-fros.
Markvarslan
einaglætan
— þegar ÍBÍ og Njarðvík
gerðu jafntefli, 0-0,
Í2. deild
Frá Guðjóni Þorsteinssyni, fréttarit-
ara DV á tsafirði:
Njarðvíkingar sóttu tsfirðinga heim
í 2. deUd knattspyrnunnar í fyrra dag.
JafntefU varð, 0—0, og gefa þau úrslit
góða hugmynd um gæöi Ieiksins sem
var alian tímann mjög slakur.
Fyrri hálfleikur einkenndist af mjög
rólegri knattspyrnu og lítið sem ekkert
markvert gerðist. Seinni hálfleikurinn
var heldur fjörugri, Jóhann Torfason
var nálægt því að ná forustunni fyrir
tsaf jörð en Órn Bjarnason NjarðvOfur-
markvörður varði skot hans. Hinum
megin á vellinum bjargaði Sigurður
„Amerikufari” Jónsson sem lék á ný í
tBt-markinu eftir sjö ára hlé, vel með
útblaupi eftir að Haukur Jóhannesson
hafði komist inn fyrir vörn heimaUðs-
ins.
Markverðir beggja liðanna voru þeir
einu er einhverja takta sýndu en aug-
ljóst var á leik liðanna að hér fara tvö
af slakari liðum deUdarinnar.
-fros
(þróttir
ÍÞ
Besta tœkifœri Fram í leiknum. Guðmundur Torfason (til hœgri) hefur sl
reynir að teygja sig i boltann á meðan Stefán Arnarson geysist á móti. Sk<
— sagði lan Ross, þjálfari Vals, eftir æ vintýralaust
jafntef li gegn Fram
„Það hafa allir verið að segja hversu
mikiö „súperUð” Framarar eru með,
en ég gat ekki séð það á leik liösins í
kvöld. Mér fannst við betra liðið allan
timann og vildi að okkur hefði tekist að
skora,” sagði Ian Ross, þjálfari Vals-
manna, eftir 0—0 jafntefU Vals og
Fram á HUðarenda í gær.
„Eg er mjög ánægður með leik
minna manna og ef við höldum áfram
að spila svona eins og við gerðum í
dag, þá eigum við eftir að ná langt,”
sagði Ross.
Leikurinn i gær hafði upp á allt að
bjóða til aö geta orðið hörkugóður en
ævintýramennskuna vantaði í leik-
menn félaganna. Fá færi voru sköpuð og
ekkert sem markvert getur talist gerð-
istfyrstu 45mín.
Það var engu síður gaman að fylgj-
ast með þreifingum Uðanna, þau bjóða
bæði upp á ágætisspil. En menn voru
ekki aö taka áhættu og uppskáru al-
gjörlega eftir því, 0—0. Þetta á meira
við um Framara. Þeirra eina færi kom
á 20. min. seinni hálfleiks. Guðmundur
Torfason fékk sendingu, en í staöinn
fyrir að skaUa aö marki sendi hann
boltann fyrir Omar Torfason sem átt-
aði sig ekki á málunum, var of sernn í
boltann, Stefán Amarson lokaði mark-
inu og Omar skaut yf ir.
Valsmenn voru hugaðri. Ingvar Guð-
mundsson sendi fyrir markiö, Heimir
stökk hæst og skaUaöi en boitúui lenti
ofan á slánni. HeUnir fékk annað tæki-
færi en boltinn lagðist eitthvað iUa fyr-
ir og ekkert varð ur. Besta tækifæri
Valsaranna kom á 82. mín. Hilmar
Helgason fékk þá sendingu frá Guð-
mundi Þorbjörnssyni. Hilmar brunaði
að vítateig og Friðrik Friðriksson
markvörður á móti. Hilmar skaut,
Friðrik henti sér og varði nokkuð vel
en Hilmar getur nagað á sér herða-
biaðið fyrir að hafa ekki reynt eitthvað
sniöugra.
Undir lok leiksins pressuðu Valsarar
mjög stíft án þess að skapa Frömurum
neinar stóráhyggjur. Það er svona rétt
rúmlega vafamái að segja að Vals-
menn hefðu átt skiUð að sigra en þeir
voru hættulegri. Sævar Jónsson átti
góöan leik og félagi hans Guðni Bergs-
son var einnig góður. Þeir héldu sókn-
armönnum Framara, Guðmundunum
Torfasyni og Steinssyni, alveg niðri og
bar litiö á þeim markahrellum. I Vals-
Uöinu áttu Guðmundur Þorbjörnsson,
Valur Valsson og Magni Pétursson
einnig góða spretti.
Framararnir voru í meðalmennsk-
unni og heldur vængstífðir með sóknar-
menn sína í svona góöri gæslu. Mest
bar á Omari Torfasyni í Uðinu.
Strangar vikur fara í hönd hjá þess-
um Uðum sem léku saman í gær. Þau
ásamt KR-ingum og Skagamönnum
verða í baráttunni um bikarinn sem
allir vilja eiga. Ef á að dæma eftir
leiknum í gær þá eru Valsmenn með
betra lið. En rétt eins og í fyrra þá fóru
þeir iUa af stað og þegar þeir eru
komnir á skríö þá gæti það verið of
seint.
Þessu er öfugt farið með Framhðið.
Þaö byrjaði vel en hefur verið að láta
frá sér stig að undanförnu og liðið virk-
ar ekki eins traustvekjandi og það hef-
ur gert fyrr í sumar. Þeir léku þennan
leik eins og þeir væru að ganga á hál-
um ís. Þeir uppskáru líka eftir því og
voru kannski svoUtið heppnir líka.
Lið Vals: Stefán, Þorgrímur Þráins-
son, Grímur Sæmundsen, Magni,
Heimir (Hilmar), Sævar, Guðni, Hilm-
ar Sighvatsson (Kristinn Björnsson),
Valur, Guðmundur, Ingvar Guð-
mundsson.
Lið Fram: Friðrik, Þorsteinn Þor-
steinsson, Ormar örlygsson, Pétur
Ormslev, Þorsteinn Vilhjálmsson,
Kristinn Jónsson, Sverrir Einarsson,
Guðmundur, Omar, Guðmundur, As-
geir EUasson.
Áhorfendur 1432.
Gul spjöld: Guðni, Valsari, og Pétur,
Framari.
Maður leiksins: Sævar Jónsson, Val.
österdattúr
bikamum
Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara DV i
Sviþjóð:
öster, Uð Teits Þðrðarsonar I sænsku 1.
deUdlnni, féll ðvænt út úr blkarkeppninnl um
belgina er Uðlð tnpaði fyrir Eskilstuna, 1—0,
eftir framlengdan leik.
Bo „Bobobban” Anderson var hetja Eskils-
tuna, bann skoraði markið sem réð úrsUtum.
Bo þessi ætti að vera islendingum að gððu
kunnur. Hann er fyrrum landsUðsmaður i
handbolta. Teitur Þðrðarson sást Utið I lclkn-
um. Hann var allan timann I mjög straugri
gæslu. -fros