Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 30
30
DV. MANUDAGUR12. ÁGUST1985.
„Þarna ertu þá, kallinn."
,Nú læðist ég óséður að þér.
Heimsókn í Miðf jarðara:
„Laxveiðin
er sumum
trúarbrögð”
A dögunum, þegar blaöamenn DV
voru á ferö um Húnavatnssýslur,
komu þeir við í veiðiskála Veiði-
félags Miðfjarðarár. Hópur 11
Bandaríkjamanna og kvenna var við
veiöi í ánni og hafði hann dvaliö þar í
tæpa viku. Aflinn var um 80 laxar á 9
stangir.
„Veiðileyfi ekki of dýr"
Þegar blaðamenn bar að garði á
sólríkum föstudegi var hópurinn að
rísa úr rekkju eftir miödegisblund.
Veörið var eiginlega of gott til veiði
þar sem laxinn heldur sig í djúpum
hyljum og er styggur þegar sólin
skín.
I veiðihúsinu voru tvær matseljur
og fimm leiðsögumenn en auk þeirra
var Böðvar Sigvaldason, formaður
Veiðfélags Miöfjarðarár, við-
staddur. Böðvar er reyndar einnig
formaður Landssambands veiði-
félaga og var hann fyrst spurður um
þá gagnrýni sem heyrst hefur þess
efnis að verð á veiðileyfum í laxveiði-
ám sé allt of hátt.
„Ég á mjög erfitt meö að sætta
mig við að verðið sé of hátt,” sagði
Böðvar. „Stangveiðimenn hafa
sjálfir boðið þetta verð og bændur
selja þeim veiðileyfin sem bjóða
best. Það er skylda veiöifélaganna
að koma laxinum í verð. 1 gegnum
árin hafa þau horfið frá því aö nytja
laxár til netaveiði og selt þess í stað
stangveiöimönnum aðgang aö þeim.
Ef ásókn veiöimanna minnkar þá
hljótum við að nýta árnar á þann
hátt sem skilar okkur mestum verð-
mætum.”
Miklar gjaldeyristekjur
Böðvar sagði að verö á veiði-
leyfum í Miöfjarðará væri misjafnt
eftir tímabilum. Dýrast væri það um
miðbik sumars þegar flugnaveiði-
tímabiliö hæfist og þá væri útlend-
ingum svo til eingöngu seldur að-
gangur. Þremur vikum seinna væri
dýrasta vikan fyrir Islendinga,
17.500 krónur á stöng fyrir daginn, en
ódýrast á vorin og haustin, 4.600
krónur.
Að sögn Böðvars var veiðin í Mið-
fjaröará mjög léleg fyrri part
sumars. Tíðarfarið hafði vafalaust
sitt að segja, en í seinni hluta júlí-
mánaðar haföi veiðin glæðst. „Það
eru sveiflur í þessu eins og víðast
hvar í lífríkinu og þær gera þetta
spennandi.”
Böðvar vakti athygli á þeim gjald-
eyristekjum sem fengjust frá
erlendum laxveiðimönnum. „Þeir
þurfa að kaupa sér flugfar til lands-
ins og síðan ferðir á veiðistaðina og
oft ferðast þeir eitthvað fyrir eða
eftir dvöl sína við veiðiárnar.
Leiðsögumennirnir nokkurs
konar sálfræðingar
Eins og áður sagði starfa fimm
leiðsögumenn við Miðfjarðará og er
hlutverk þeirra aö beina útlend-
ingunum á réttu veiðistaðina og að-
stoöa eftir þörfum. „Það má segja að
við séum nokkurs konar sálfræð-
ingar,” sagði einn leiðsögumann-
anna.
„Ef við erum til dæmis spuröir
hvort það sé fiskur í þessum eöa
hinum hylnum þá megum við aldrei
hika.
Maður segir að þar sé fiskur og ef
veiðimaðurinn hefur ekki heppnina
með sér þá verður maður að hug-
hreysta hann og bölva slóttugheitum
laxins. Fyrir kemur að maður þarf
að kasta eða draga aö landi fyrir fólk
en það heyrir til undantekninga.
Yfirleitt eru útlendingarnir sem
koma hingað veiöimenn af lifi og
sál.”
„Allright, lets go and
get them"
Þau orð sönnuðust líka á Sidney
Waud þegar hann renndi í Vesturá,
á frægasta veiðistaðnum við Mið-
fjarðará. Hann var með félaga
sínum og Kristni Breiðfjörð yfirleið-
sögumanni. Eftir nokkrar vanga-
veltur tók Sydney glaðbeittur
stefnuna út að ánni. „Allright, lets go
and get them,” sagði hann.
Þegar hann var kominn í
námunda við veiðistaðinn fór hann
að með gát og læddist að hylnum þar
sem hann ætlaði að klófesta þann
stóra.
Kristinn Breiðfjörð sagði að
sumum væri laxveiðin t'rúarbrögð og
er Sydney vafalaust í þeim hópi.
„Það skiptir menn miklu hvaða
flugur og tæki þeir nota. Yfirleitt
koma þeir með allt með sér að utan.
Að vísu hafa íslenskar flugur notið
vinsælda hjá útlendingum og eru
Þingeyingur, Dirty Harry og Sheep-
úrvalið vinsælastar,” sagði Kristinn.
Eftir nokkra stund sneri Sydney
aftur með slitna línu. Þegar blaða-
menn kvöddu og óskuöu honum góðs
gengis við veiðarnar þakkaði hann
fyrir og sagöi að sér veitti væntan-
lega ekki af. JKH
„Sydney kominn i stellingar. Ekkert sést af honum nema toppurinn á hattinum.