Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 2
2'
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Visa-skákmótið:
„GLANSPARTI
H1Á HELGA”
Margir góðir gestir komu við í
Hamrahlíðarskólanum um helgina
til þess að fylgjast með atburðarás-
inni á Visa-skámótinu sem lauk í
gærkvöldi. Stemmningin var misjöfn,
stundum urðu menn ofsaglaðir eins
og þegar Helgi vann skákina gegn
Christiansen á laugardaginn með
glæsibrag. „Þetta var glanspartí hjá
Helga, meistaralega unnin skák,“
varð einum gesta að orði.
í gær, þegar úrslitin voru sem tví-
sýnust, gengu menn um gólf og voru
heldur taugaveiklaðir. Athugasemd-
ir, eins og „Jóhann er að tapa - og
þó“, „Larsen hefur verra, hann hang-
ir á því gegn Kavalek", „Ofsalega
er þetta flókið hjá Jóni L. „Friðrik
er að vinna þótt hann sé næstum
æfingarlaus", „Slöpp skák hjá Mar-
geiri“, féllu af vörum gesta.
Ekki voru menn á eitt sáttir um
hvort Bandaríkin eða Norðurlönd
mundu hafa betur. Einar S. Einars-
son hjá Visa og Þorsteinn Þorsteins-
son, forseti Skáksambandsins, töldu
Norðurlöndin hafa betur. Aðrir voru
með skeifu á vörum og sögðu Banda-
ríkin örugg með sigur. „Þetta fer
einn vinning á annan hvom veginn,"
sagði einn reyndur skákmaður við
annan.
Boris Kogan og Jóhann Hjart-
arson áttu afmæli á mótinu.
Þegar mest var mátti telja um 200
áhorfendur báða dagana. Eitthvað
var af erlendum gestum, sendiráðs-
fulltrúum og svo skáksnillingum sem
komnir em og munu tefla á Reykja-
víkurskákmótinu sem hefst á morg-
un. Til dæmis var þama mættur
góðkunningi okkar, Rússinn Ana-
toly Lein.
Aðrir sem komu voru af öllum
stéttum, báðum kynjum og á öllum
aldri. Vigdís Finnbogadóttir forseti
kom, Davíð Oddsson borgarstjóri,
Halldór Blöndal þingmaður og Har-
aldur Blöndal, bróðir hans, Lárus
Hermannsson verkamaður, Bjarni
Ólafsson menntaskólakennari,
Eggert Þorleifsson leikari, Jóhann
Sigurðarson leikari, Magnús Torfa-
son tannlæknir, Davíð Gíslason
læknir, Sigurlaug Jóhannsdóttir
húsmóðir, Jónína Ingvadóttir nemi
og systir hennar, Guðrún Erla kenn-
ari, Jón Þorsteinsson lögfræðingur,
Ásmundur Ásmundsson verkfræð-
ingur, Illugi Jökulsson blaðamaður,
Ásgeir Þór Ámason og bróðir hans,
Björn Ámason, báðir bræður Jóns
L. Árnasonar, Jóhann Þórir Jónsson
hjá Skákprenti, Baldur Óskarsson
viðskiptafræðinemi, Baldur Möller,
fyrrum ráðuneytisstjóri, Höskuldur
Ólafsson, bankastjóri Verslunar-
bankans, og Garðar Sigurðsson þing-
maður, svo dæmi séu tekin.
Á laugardaginn var uppi fótur og
fit er uppgötvaðist að tveir keppenda
áttu afmæli, þeir Jóhann Hjartarson
og Boris Kogan frá Bandaríkjunum.
Sagt var að menn hefðu risið úr
sætum og sungið Jóhann og Boris
eiga afinæli í dag, bæði á íslensku,
ensku og „skandinavísku".
-KB
— sjánánarábls. 11
Menn voru ansi þungir á brún er líða tók að lokum Visa-skákmótsins i gær
og úrslitin tvisýn. „Skyldu Norðurlöndin merja það? Ja, það yrði þá aldrei
nema með einum vinningi yfir,“ varð mönnum að orði. DV-mynd KAE
Reykjavíkurskákmótið hefstá morgun:
MÓÐIR KASPAROVS
SENDIKVEDJUR
Alls munu um 8o skákmenn taka
þátt í Reykjavíkurskákmótinu sem
hefst klukkan 16.30 á morgun og
haldið er í Kristalsal Hótel Loftleiða.
Margir erlendir skákmeistarar em
þegar mættir, margir tefldu á Visa-
skákmótinu sem lauk í gær og fara
því ekki heim fyrir en eftir 23. febrúar
er Reykjavíkurskákmótinu lýkur.
Flestir koma í dag og að sögn Þor-
steins Þorsteinssonar, forseta Skák-
sambandsins, koma Rússamir síðast-
ir eða seint í nótt.
Ekki er víst að Friðrik Ólafeson
taki þátt og hefur hann verið frekar
neikvæður á þátttöku. „Ætli hann
fái ekki bakteríuna eftir góða skák
á Visa-mótinu. Nú er hann kominn
í stuð og auðvitað verður hann boð-
inn velkominn."
Kasparov kemur ekki en móðir
hans sendi íslendingum kveðju á
fostudaginn frá Kasparov og sagði
að hann hefði þurft að fara til
Moskvu vegna einvígisins sem er í
undirbúningi við Karpov.
Fjórir af stórmeisturunum okkar
fimm tefla örugglega, þeir Margeir
Pétursson, Jóhann Hjartarson, Guð-
mundur Sigurjónsson og Helgi Ól-
afsson. Jón L. Ámason, alþjóðlegur
meistari, teflir einnig.
Aðspurður sagði Þorsteinn Þor-
steinsson að líklegir sigurvegarar
væru helstir Rússinn Tal, Larsen frá
Danmörku, Seirawan frá Bandaríkj-
unum, Rússinn Salov, Geller og
Dlugy hin ungi frá Bandaríkjunum
- og svo auðvitað stórmeistaramir
okkar.
Sá sem verður í fyrsta sæti fer með
12 þúsund dollara í vasanum eða
rúmlega hálfa milljón íslenskra
króna. Heildarverðlaunin á mótinu
em ein og hálf milljón íslensk.
-KB
Æfingamar fóru fram í um 20 kílómetra fjarlægð frá Laxárvirkjun. DV-myndir JGH.
DV fylgist með snjóf lóðahundum á æfingu:
ÞEIR KRAFSA
EFTIR LÍFI
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
Þeir krafea í snjónum eftir lífi,
sérþjálfaðir í að leita að fólki i
snjóflóðum og rústum eftir jarð-
skjálfta. Þeir em hundamir í
björgunarhundasveit íslands. Æf-
ingamar í „snjóflóðunum" skammt
frá Laxárvirkjun um helgina tóku
þeir alvarlega. Klárir þegar kallið
kemur.
„Þetta er annað árið í röð sem
við þjálfum hundana okkar hér við
Laxárvirkjun," sagði Kjartan B.
Guðmundsson, formaður þessarar
athyglisverðu björgunarsveitar,
sem er sérsveit í Landssambandi
hjálparsveita skáta.
Björgunarhundasveitin var
stofnuð fyrir fimm ámm. Það var
eftir að snjóflóð í Esjunni höfðu
kostað tvo menn lífið. Þau hafa
tekið sinn toll snjóflóðin hérlendis,
mannskæð.
Kjartan sagði að um fimmtán
hundar væm í björgunarsveitinni.
„Þeir em hvaðanæva af landinu,
frá Reykjavík, Mosfellssveit, Akra-
nesi, Ákureyri, Hellu, Hafnarfirði
ogGarðabæ."
Einn hundanna á námskeiðinu
var kominn alla leið frá Hveravöll-
um. Eigandi hans er Þórður Ragn-
arsson veðurathugunarmaður. Lét
vegalengdina ekki aftra sér, Þórð-
ur.
Björgunarhundamir em ekki
sporhundar heldur snjóflóðahund-
ar. Þeir þefa menn uppi á margra
metra færi, krafea í snjóinn þar sem
mann er að finna fyrir neðan.
Æfingamar ganga mest út á að
þjálfa lyktarskyn hundanna, venja
þá við snjóinn og fínstilla samband
hunds og eiganda við leit. Þeir em
eitt þegar á hólminn er komið.
„Það eru engir hundar fæddir
björgunarhundar. Þetta byggist
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
„Þetta hefur gengið vel í dag,
flestir hundanna em góðir leitar-
hundar," sagði Norðmaðurinn
allt á þjálfun og að eigendur þeirra
hafi tíma til að sinna björgunar-
störfum," sagði Kjartan B. Guð-
mundsson.
Arve Aasheim, en hann stjómar
námskeiðinu við Laxárvirkjun
ásamt samlöndum sínum, Odd Kulö
og Kjusti Lokse. Öll em þau með
mikla reynslu í þjálfun snjóflóða-
hunda í Noregi.
Námskeiðið við Laxárvirkjun
hófst á föstudag og stendur í eina
viku. Á daginn em æfingar, fyrir-
lestrar og farið yfir myndbönd. Á
kvöldin er farið yfir gengi dagsins,
hvað var gott og hvað má betur
fara.
Arve sagði að að meðaltali dæju
sjö manns á ári í snjóflóðum í
Noregi.
Við þjálfun hundanna sagði Arve
að miklu skipti að nota ekki valdið,
skipa ekki hundunum fyrir heldur
leyfa þeim að njóta sín við leitina.
„Bestu hundamir em þeir sem
njóta sín best, hafa mest gaman af
því sem þeir em að gera,“ sagði
Arve. Það var upp úr 1956 sem farið
var að þjálfa hunda til leitar í snjó-
flóðumí Noregi.
Heimtur úr helju. Eigendur hundanna skiptust á um að verða undir „snjó-
flóðunum.“
Leitað og lyktað, krafsað eftir lífi. Þannig lætur hundurinn húsbónda
sinn vita hvar eigi að leita.
„GENGIÐ VEL”