Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 -I Andiát Anna Eggertsdóttir lést í Landa- kotsspítala 6. febrúar. Kristín Sigurðardóttir, Selvogsgötu 18, Hafnarfirði, lést þann 6. febrúar síðastliðinn. Jóhannes Kristjánsson fulltrúi, Skeiðarvogi 127, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 6. febrúar. Útför Ernu Guðmundsdóttur, sem andaðist 29. janúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. fe- brúar kl. 13.30. Súsanna Guðjónsdóttir, Stórholti 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 11. febrú- arkl. 13.30. Rúnar Brekkan verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Soffia S. Oddsdóttir lést 2. febrúar sl. Hún fæddist í Reykjavík 12. apríl 1927, dóttir hjónanna Elínar Hall- grímsdóttur og Odds Jónssonar. Soff- ía starfaði alla tíð hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ásta B. Jónsdóttir frá Lindarbrekku, Akranesi, er lést 31. janúar sl., verð- ur jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. febrúarkl. 14.30. Útför Kristrúnar Kristgeirsdóttur, Norðurbrún 1, sem lést í Borgarspít- alanum 1. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. fe- brúar kl. 13.30. Kristleifur Jónsson bankastjóri lést 2. febrúar sl. Hann fæddist að Var- malæk í Borgarfirði 2. júní 1919. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson og Kristín Jónatansdóttir. Kristleif- ur lauk námi í Samvinnuskólanum árið 1940 og hóf þá störf hjá Kaup- félagi Borgfirðinga í Borgarnesi sem gjaldkeri og starfaði hann þar til ársins 1945. Síðustu ártugina hefur Kristleifur starfað fyrir samvinnu- hreyfinguna og frá árinu 1968 til 1984 var hann bankastjóri Samvinnu- bankans. Eftirlifandi eiginkona hans er Auður Jónsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Kristleifs verður gerð frá Dómkirkj- unniídagkl. 13.30. Utvarp_____________Sjónvarp Tómas Þór Tómasson sagnfræðingur Veit hvaðan hugmynd- irnar eru fengnar Ég horfði á Stundina okkar með dóttur okkar og mér þótti gaman að ljóðasamkeppninni. Það var níu ára strákur sem vann, hann kom og flutti ljóðið sitt í lagformi með nokkrum öðrum guttum. Skáldið sat þama og spilaði á rafmagns- gítar sem var ansi stór í fangi hans. Ég sá Á fálkaslóðum, hafði séð fyrsta þáttinn og vildi alls ekki missa af þessum, enda þótti mér hann ákaflega skemmtilegur. Bæði er að strákarnir eru þrælgóðir og svo er frændinn alveg óborganleg- ur. Þetta er mjög skemmtileg mynd og ég ætla að reyna að fylgjast með öllum fjórum þáttunum. Ég horfði á megnið af Blikum á lofti í gær, mér finnst nú lopinn þar heldur farinn að teygjast. En ef ég hef ekki annað að gera þá horfi ég venjulega á þann þátt. Svo sá ég hluta af enska fótbolt- anum á laugardaginn en ég horfi alltaf á hann nema eitthvað veru- lega mikið sé á seyði. Ég vil að það komi fram að fótboltinn er yfirleitt á dagskrá rétt um kvöldmatinn og það er eins og gefur að skilja ekki beint vinsælt hjá fjölskyldum. Þó það verði náttúrulega alltaf eitt- hvað að lenda í matartímanum þá er ég í þeirri hreyfingu sem vill að fótboltinn sé búinn fyrir kvöldmat. Mér finnst að með þeim breyting- um sem orðið hafa frá því um ára- mót hafi sjónvarpið tekið þarfan fjörkipp, en af því ég hef nú verið við nám í Ameríku þá þykist ég vita hvaðan hugmyndirnar eru fengnar. Innlend dagskrárgerð hefur líka tekið fjörkipp sem allir hljóta að fagna. Eins og er tekst sjónvarpinu að halda uppi van- daðri dagskrá allt kvöldið en ef útsendingartíminn væri lengdur mikið þá er ég hræddur um að það færi á svipaðan veg og í Ameríku, að of mikið yrði af léttu uppfylling- arefni. Reyndar fyndist mér að mætti kannski lengja hana fram í blánóttina um helgar. En ég er nú líka einn af þeim fáu sem ekki hafa video. Fundir JC Breiðholt Sverrir Hermannsson um aðgerðir kennara: Bitna harðast heldur sinn 6. félagsfund á starfsár- inu mánudaginn 10. febrúar kl. 20 að Bíldshöfða 9 (Hampiðjan hf.). Ath. breyttan fundarstað og fundartíma. á börnunum Guðmundur J. Guðmundsson: GENGIÐ VERÐIEKKIFELLT „Þetta var góður fundur og tillag- an um heimild til verkfallsboðunar var samþykkt einróma. Það þýðir þó ekki endilega verkfall strax í fyrra- málið heldur er þetta vopn sem hægt er að nota ef samningar dragast um of eða stranda. Við skorum á önnur félög að fara að dæmi okkar,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, en félagið veitti stjóminni verkfallsheimild á al- mennum fundi í gær. „Það er lögð mikil áhersla á það hjá okkur að gengið verði ekki fellt. Á það ber að líta að vel hefur aflast að undanfömu, afurðaverð er hátt og mikil olíulækkun hefur orðið. Og það er ekkert eins verðbólguaukandi og gengisfelling. Á fundinum var einnig rætt um það að lækka þyrfti vexti og beina skatta. Það þarf að taka fyrirframgreiðslur þar inn í svo að þetta komi til fram- kvæmda strax. Við viljum að ríkis- stjómin afturkalli verðhækkanir Samningamálin: þær^sem hið opinbera hefur staðið fyrir á undanfömum vikum og lækki opinbera þjónustu um segjum 7%. Viljayfirlýsing ríkisstjómarinnar liggur fyrir í sumum þessara atriða en í sambandi við vaxtamálin em svörin ansi loðin. Við viljum skýrari og afdiáttarlausari svör. Sættum okkur ekki við að kaupmáttur verka- fólks hefur hrapað um fjögur prósent síðan í desember. Okkur finnst stjómin fremur svifasein." -JSÞ „Það verður að leysa þessi kjara- mál kennara sem allra fyrst. Þetta 5% ósamræmi gengur ekki. Mér finnst verst við þessar aðgerðir að þær bitna harðast á börnunum. Ég vona að á morgun verði eitthvað nýtt að heyra um málið en get þó ekkert fullyrt," sagði Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra við DV um mótmælaaðgerðir kennara. „Ég hef nýlega skrifað Kennara- sambandinu bréf og boðið því til viðræðna um kjara- og hagsmunamál kennara. En annars heyra launamál- in undir fjármálaráðherra. Þetta gengur of hægt að mínu mati og kennslustöðvunin sýnir að þeir séu búnir að missa þolinmæðina, þess vegna er gripið til óyndisaðgerða. Ég vona að þær flýti því að eitthvað verði gert.“ -JSÞ Skipstrand á Reyðarfirði: 4 fullri ferö upp í stórgrýtta fjöru Ætti að skýrast á næstu dögum — hugmyndir um 7% lækkun á allri opinberri þjónustu „Þetta ætti að skýrast á næstu dögum ef samið verður á þeim nótum sem nú er verið að ræða," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, við DV í morgun. Þessa helgi hefur verið fundað stíft í undimefndum í samningaviðræðum ASÍ og VSÍ. Á laugardaginn gengu fulltrúar launþega og atvinnurek- enda á fund forsætisráðherra og ijár- málaráðherra. Þar var óskað eftir skýrari svörum um aðgerðir og að- hald í efnahagsmálum. Meðal hug- mynda, sem óskað var svars um, var hvort mögulegt væri að lækka alla opinbera þjónustu um 7 prósent miðað við áðurgerðar áætlanir sem miðast við 22 prósent verðbólgu. Þessi lækkun miðast við að samið yrði á grundvelli 10 prósenta verð- bólgu. Ríkisstjómin er nú að kanna þessar óskir og mun svara á morgun eða miðvikudaginn. í undimefnd, sem fallað hefur um húsnæðismál, liggja nú fyrir drög að samkomulagi. Þar er annars vegar gert ráð fyrir að núverandi lánafyrir- komulagi verði gjörbreytt. Lífeyris- sjóðir hætti hefðbundinni lánastarf- semi og greiði þess í stað til Bygging- arsjóðanna 60 til 70 prósent af ráð- stöfunarfé sínu. Byggingarsjóðimir láni síðan minnst 70 prósent af and- virði staðalíbúðar. Þá er einnig gert ráð fyrir tvenns konar skattafrá- drætti fyrir húsbyggjendur og kaup- endur. Áfram verði hægt að nýta Sér vaxtafrádráttinn en einnig verði um fastan frádrátt að ræða fyrir þá sem ekki velja vaxtafrádráttinn. í dag hefur síðan verðið boðaður samningafundur ASÍ, VSÍ og VMSS. -APH Frá Vigfúsi Ólafssyni, fréttaritara DV á Reyðarfirði: Færeyska flutningaskipið Norð- vikingur sigldi á fullri ferð upp í stórgrýtta fjöru í Reyðarfirði og strandaði þar í síðustu viku. Náðist skipið á flot og var gert við það til bráðabirgða. Það sigldi úr höfn áleiðis til Færeyja á laugardag. Skipið var á leið til hafnar á Reyð- arfirði, þar sem það átti að taka um borð allmarga kjötgáma, þegar óhappið varð. Strandaði það á nesi í miðjum firðinum, sem Gríma heitir. Tókst skipveijum að létta skipið með því að tæma jafnvægisgeyma þess. Á þann hátt tókst að losa það af strand- stað. Skipið skemmdist mikið þegar það strandaði. Rifnaði stefnið talsvert fyrir neðan sjólínu. Bráðabirgðavið- gerð fór fram og lét það úr höfn á laugardag án þess að lesta kjötið sem fyrirhugað var að það tæki á Reyðar- firði. Allar afgreiðslur Samvinnubankans verða lokaðar í dag, 10. febrúar, milli kl. 13.00 og 15.00 vegna jarðarfarar Kristleifs Jóns- sonar bankastjóra. SAMVINNUÐANKI ÍSLANDS HF. Mikið húllumhæ var i Austurstræti í gær þegar Samvinnuferðir- Landsýn buðu gestum sínum að gæða sér á Ijúffengum rjómabollum í tilefni af því aö ferðabækllngurinn langþráöi kom volgur úr prent- smiðju. Þaö fór eins fyrir honum og boilunum: hvort tveggja var fljótt að hverfa. Næsta sunnudag er búlst við síst minni uppákomu þvi þá veröur íslenska handknattleikslandsliðiö kvatt áður en það heldur til Sviss í helmsmeistara keppnina. -.JSÞ - DV-mvnd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.