Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUÖAGUR10. FEBRÚAR1986 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Vakning gegn ofbeldi f imbakassanum Gagnrýnendur ofbeldis í sjón- varpi hafa í krossferð sinni gegn blóði drifnu sjónvarpsefni bent sérstaklega á stórvirkni Banda- ríkjamanna í framleiðslu ó tómat- sósu-sviðsmyndum til sýningar í sjónvarpi. Og með því að það er ódýrara að kaupa notaða sjón- varpsþætti heldur en framleiða þá sjálfir, þá flæðir bandaríska fram- leiðslan víða yfir lönd. Sérfræðingar í þessum efnum segja að ofbeldisþættir eða myndir seljist miklu betur en gamanþættir. Hrottaskapurinn hefur grínið undir í samkeppninni. Samtök gegn ofbeldi í skemmtidagskrám Fólki, sem ofbýður þetta, hefur orðið nokkuð ágengt í liðsafnaði um mólstað sinn og ýmis samtök hafa verið stofnuð um hann. Þau reyna síðan að hafa áhrif á fram- leiðendur sjónvarpsefnis, á stjórn- endur sjónvarpsstöðva, á þing- menn og svo auðvitað sjónvarps- glápara almennt. Ein slík - al- þjóðleg samtök gegn ofbeldi í skemmtiatriðum (ICAVE) - uppá- standa að Bandaríkin sendi frá sér um 70% allra ofbeldismynda sem eru í umferð hjá sjónvarpsstöðvum um allan heim. Þessi samtök eiga sínar deildir i Ástralíu, Bretlandi, V-Þýskalandi, Japan, Nýja-Sjálandi, Spáni, Sví- þjóðog Thailandi. Yfir 60% ofbeldi í einhverri mynd Þau halda því fram að 54% efnis á aðalútsendingartíma sjónvarps- ins á kvöldin í Bandaríkjunum slái á strengi líkamlegs ofbeldis og 7% til viðbótar snúist um tilfinninga- legt ofbeldi, eins og þeir vilja skil- greina þetta. Samtökin gáfu ýms- um gangandi framhaldsþáttum þar vestan hafs einkunnir, eftir því hve mikið birtist í þeim af ofbeldi miðað við klukkustund. „Lady Blue“ þótti verst með 50 ofbeldisgjörðir á klukkustund. Þá er hvert skot, hvert högg talið sem eining. Þar á eftjr kom „A-Team“ (49 ofbeldis- verk), síðan „Hunter“ (48) og „Miami Vice“ (38). ICAVE reiknast svo til að meðal- lögga í sjónvarpinu skjóti svona 800 sinnum oftar af byssu sinni en meðallögreglumaður í stórborg gerir í raunveruleikanum. Enda er mjög fast lagt að þeim síðarnefnda að forðast að beita lífsháskalegu valdi. Sjónvarpsofbeldi varasamur innflutningur Samtökin vekja athygli á því að sum þessara landa, sem kaupa bandarískt sjónvarpsefni, hefta innflutning á varningi, sem þykir hættulegur, eins og til dæmis skot- vopnum. Þau vilja vekja fólk til umhugsunar um að sjónvarpsefni geti einnig verið hættulegur inn- flutningur. Einkum finnst þeim það geta verið varhugavert á stöðum eða í löndum þar sem viðsjár eru fýrir og blóðsúthellingar. „Það er varla mjög hollt að dæla stríðsefni út á meðal fólks sem er sjálft ó vígstövðum," segja þau. Engar sönnur á skaðsemi sjónvarpsgláps Sjónvarpsstöðvamar, framleið- endur og fylgismenn þeirra hnýta sig mikið í það að rannsóknir á afleiðingum sjónvarpsofbeldis gefi engin afdráttarlaus svör við spurn- ingum um hollustu slíkra útsend- inga. Enda segja þeir að málið snúist um smekk almennings og hins vegar ritskoðun en ekki um félagslegt tjón. Vitnað er í rann- sóknir gerðar á hundruðum of- beldismanna sem allir uxu upp ó heimilum með sjónvarp. í engu til- felli var ofbeldisferill þeirra rakinn beint til sjónvarpsgláps. En hinum hópnum fjölgar stöð- ugt sem vill róa gegn ofbeldi í sjón- varpi. Þar ó meðal em ýmsir full- trúar læknisfræðinnar, svo sem eins og samtök barnalækna sem segja að sé ofbeldi stöðugt haldið að fólki leiði það smám saman til þess að fólk hætti að kippa sér upp við ofbeldi og verði ónæmt fyrir aíleiðingum þess. Geðlæknar viðurkenna að engin einstök rannsókn sanni af eða á um ill áhrif ofbeldis í sjónvarpi, en sé litið til allra þeirra hundraða athugana, sem þykja hafa hnigið fremur til áfellis sjónvarpsofbeld- inu, þá segi það nokkra sögu. Gömlum kenningum hrundið af reynslunni Á sjötta og sjöunda óratugnum vom uppi kenningar um það að ofbeldi í sjónvarpi væri hollt. Það væri hreinsandi. Það veitti útrás ofbeldiskenndinni sem blundaði í mörgum eða kæmi í stað þess að þeir létu hana bitna á lifandi fólki. Þetta var svona álíka kenning og þeirra sem vildu leyfa klám og klámsýningar ef það gæti orðið til þess að kynferðisglæpum fækkaði. Þessum kenningum hefur verið hafnað. Þær þykja afsannaðar af reynslunni í tímans rás. Það er talað um það að bandarísk börn á aldrinum frá tveggja til tólf ára horfi að meðaltali 25 klukku- stundir á hverri viku á skjóinn. Kannanir gefa til kynna að hver sjónvarpsstöð sendi að meðaltali í hverri viku 4 klukkstundir út af efni sem bæði er laust við ofbeldi og þykir heppilegt börnum. Þegar þetta meðaltalsbarn er orðið full- orðið hefur það horft á sjónvarp í alls 15 þúsund klukkustundir. - Það hefur ekki verið í skóla nándar nærri jafnmargar klukkustundir. Ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum flæðir frá Bandaríkjunum til annarra landa og vilja margir flokka það undir „hættulegan innflutning", eins og skotvopn sem háð eru eftirliti og takmörkunum. Enn mótmæla meyjamar við Greenham Common Fyrst vakti mótmælastaðan gífur- lega athygli og kjarnorkuandstæð- ingar víðs vegar af Bretlandseyjum komu saman við Greenham Comm- on til að sýna stuðning sinn. Nú eru aðeins rúmlega 40 konur eftir við herstöðvahliðin og sitja sem fastast. Menn hafa deilt hart um stað- setningu bandarískra kjamorku- flauga í Evrópu á síðustu árum. Árið 1981 kom hópur kjarnorku- andstæðinga af kvenkyni sér upp búðum við bandaríska flugstöð í Greenham Common á Englandi í því skyni að mótmæla komu bandarískra stýriflauga til Bret- lands og uppsetningu þeirra í her- stöðinni. Híma í tjöldum Nú, Qórum og hálfu ári síðar, em allar 96 stýriflaugamar komnar til Englands og í 'skotstöðu neðan- jarðar. En lítil breyting hefur átt sér stað á meðal kvennanna sem enn sjá ástæðu til að hafast við í tjöldum 8Ínum við herstöðina. Yfir- völd hafa árangurslaust reynt að koma þeim í burtu en þær em þrjóskar og virðast tvíeflast við allar tilraunir yfirvalda. Á meðal kvennanna er tilgangur þeirra með mótmælastöðunni ennþó í fullu gildi. Nú búa um 40 konur á öllum aldri í fimm tjaldborgum utan við hlið flugstöðvarinnar sem staðsett er tæpa hundrað kílómetra vestan við London. Spetznas í spilinu? Fyrir konumar er mótmælastað- an orðin hluti af daglegu lífi. Þær hafa engar áætlanir um frekari mótmæli uppi aðrar en þær að gefast ekki upp og láta ekki verald- leg yfirvöld né veðraguði flæma sig á brott. Mótmælastöðuna telja þær tóknræna fyrir veröld sem orðin er vill vegar með gífurlegum víg- búnaði. Valkyrjumar við Greenham Common komust aftur í fréttimar í síðasta mánuði eftir að það spannst út frá yfirvöldum að talið væri að sérstaklega þjálfaðir sov- éskir undirróðursmenn úr svoköll- uðum Spetznas sérsveitum, og auðvitað af kvenkyni, hefðu komið' sér fyrir á meðal mótmælendanna og væri ætlað sérstakt skemmdar-1 verkahlutverk á hernaðarsvæðinu ef átök brytust út milli austurs og vesturs. Forsvarsmenn kvennanna hafa mótmælt öllum slíkum frétta- flutningi er þær kalla áróðursbragð sem ætlað sé að draga út baráttu- þreki þeirra. Upplýsingarnar um meintar Spetznassveitir Sovét- manna birtust í hinu virta her- fræðiriti, Janes Defence Weekly. Sovétmenn neituðu alfarið að kannast við nokkuð f fréttaflutn- ingi herfræðiritsins og bresku blöð- in vom meira að segja heldur tor- tryggin á sannleiksgildi orðróms- ins. Gefastekki upp Breska blaðið Guardian gerði svo grín að öllu saman og sagði að svo sannarlega þyrfti sovésku kvens- umar á sérstakri þjólfun að halda ef þær ættu að hafa komið sér fyrir við Greenham Common, slíkur væri kuldinn og vosbúðin er sífellt herjaði á mótmælenduma sem ekki hefðu einu sinni sómasamlegan stað til að þvo sér almennilega. f fyrstu vakti mótmælastaða kvennanna gífurlega athygli og fengu þær mikla umfjöllun í heims- pressunni. Fjölmiðlar birtu myndir af herskáum húsfreyjunum þar sem þær veifuðu krepptum hnefunum í átt að risaflutningaflugvélum bandaríska flughersins sem nýlent- gr voru fullhlaðnar kjamorkuflug- skeytum. Andstaða húsfreyjanna í Green- ham Common varð að nokkurs konar samnefnara fyrir andstæð- inga kjarnorkuflugskeytanna í Evrópu. Þúsundum saman flykkt- ust kynsystur þeirra og stuðnings- menn til herstöðvarinnar til að sýna samstöðu sína. Nú er öldin önnur. Herskáir mótmælafundirnir heyra sögunni til. Flaugarnar eru komnar, þeim verður ekki auðveldlega snúið við. Nú sitja eftirlfegukindurnar í tjöldum sínum við Greenham Common, of þrjóskar til að fara heim en of máttfamar til að endur- skipuleggja nýja mótmælaöldu. Yfir skíðlogandi tjaldbúðareldi segja þær hver annarri sögur af baráttu sinni við yfirvaldið sem sífellt reynir að flæma þær í burt. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.