Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 25
24 Iþróttir DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 25 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Hjörtur jaf naði Islandsmetið Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í iþróttahöllinni og Baldurshaga um helgina. Um 90 keppendur frá 17 fé- iögum og samböndum kepptu á mótinu. Mótió bauð upp á jafna og spennandi keppni i mörgum grein- um. Metþátttaka í 50 m hlaupi, 30 keppendur og 13 í langstökki. Sigur- afrek i mörgum greinum eru ekki betri en oft áöur en breiddin er að verða meiri í einstökum greinum, sem gefur vonir um gott frjáls- iþróttasumar. Keppnin var svo jöfn í 50 m hlaupi karla og kvenna að skoða þurfti videomarkmyndir vandlega til þess að skera úr um röð keppenda. Að- staða fyrir timaverði, markdómara og markmyndatöku er slik að oft er erfitt að skera úr um endanlega röð. Væntanlega verður hægt að bæta þessa aðstöðu eitthvað i framtíðinni en liklega aldrei verulega fyrr en frjálsiþróttafólk fær fijálsíþróttahöll sem er framtíðarmál. „Mér tókst að jafna Islandsmetið mitt í 50 m grindahlaupi og Gísla Sigurðssonar, ÍR, 6,7 sek., í undan- rásum og sigra í úrslitum á 6,9 sek. og einnig tókst mér að sigra í 50 m hlaupinu." . „Ég geri mér vonir um að setja íslandsmet í 60 m grindahlaupi í Stokkhólmi á Norðurlandameistara- mótinu um næstu helgi,“ sagði Hjörtur Gíslason, KR. Hjörtur mætti sterkur til leiks þótt hann hefði æft einn á Akureyri. Svanhildur Krist- jónsdóttir, UBK, er einnig í góðri æfingu og varð íslandsmeistari í 50 m hlaupi á 6,3 sek. og einnig í lang- stökki, 5,88 m. Islandsmet Bryndísar Hólm, ÍR, er 6,02 m innanhúss. Bryndís stundar nám og æfir í Alab- ama í vetur. Magnús Haraldsson, FH, er einn reyndasti innanhúss- hlaupari landsins og sigraði fjórða árið í röð í 800 m hlaupi, 2:07,8 mín. og 1500 m, 4:24,5 mín. I þrístökki setti Jón A. Magnússon, HSK, drengjamet, 13,84 m, og varð i þriðja sæti. Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins dvelst erlendis við nám og æfingar og gerði það mótið svip- minna. Frjálsíþróttalið KR, ÍR, Ármanns, FH, UBK, HSK og UMSS settu svip á mótið og eru í framför. KR-ingar hlutu fjóra íslandsmeist- aratitla um helgina, UBK þrjá titla, FH og HSK tvo, ÍR einn, UMFA einn, UMSS einn. Karlar: Laugardagur 8. febrúar 800 m hlaup. Magnús Haraldsson, FH, sigraði í fjórða sinn í röð í 800 m hlaupi á lslandsmóti á 2:07,8 mín. á 120 metra hringbraut í íþróttahöllinni. Finn- bogi Gylfason, FH, og Garðar Sig- urðsson, ÍR, fylgdu honum fast á eftir og bættu sig verulega. Hástökk Gunnlaugur Grettisson, KR, sigr- aði í hástökki með 1,96 m. Hann á best 2,06 m utanhúss. Annar varð Kristján Hreinsson, KR, 1,90 m, fyrrum methafi utanhúss 2,11. I hástökki varð Gunnar Sigurðs- son, UMSS, þriðji með 1,90 m. 8 stökkvarar stukku yfir 1,80 m. Haf- steinn Þórisson, UMSB, sem stökk nýlega 2,00 m, varð að láta sér nægja 1,80 m að þessu sinni. Kúluvarp Bestu kastarar landsins kepptu ekki að þessu sinni. í fjarveru þeirra sigraði Guðni Sigfússon, KR, með 12,40 m. Annar Ólafur Unnsteinsson, HSK(46 ára), með 11,89 m. Keppti síðast á íslandsmeistaramóti 1969 og varð þá þriðji með 13,51 m. Steingrímur Kárason, HSÞ, og Ámi flelgason, KR, eru efnilegir kastarar. Konur800m Fríða Rún Þórðardóttir, UMF Aftureldingu, sigraði í 800 m hlaupi á 2.39,6 mín. Karlar 50 m hlaup Gífurlega jöfn og spennandi keppni var í 50 m hlaupi, 30 keppendur mættu til leiks í 8 riðlum í Baldurs- haga. í undanrásum sigruðu Jóhann Jóhannsson, ÍR, Jón Leó Ríkharðs- son, IR, og Einar Gunnarsson, UBK, í sínum riðlum á 6,1 sek. 11 hlupu á 6,2 sek. í milliriðli og undanúrslitum sigraði Jóhann aftur á 6,0 sek. Hjört- ur Gíslason, KR, og Gunnlaugur Grettisson, KR, hlupu á 6,1 sek. Til úrslita kepptu Jóhann Jó- 800 m hlaup karla mín. 1. Magnús Haraldsson, FH 2:07,8 2. Finnbogi Gylfason, FH 2:10,0 3. Garöar Sigurðsson, ÍR 2:11,3 800 m hl. kvenna mín. 1. Fríða R. Þórðard., UMFA 2:39,6 Hástökk karla m 1. Gunnlaugur Grettisson, KR 1,96 2. Kristján Hreinsson, KR 1,90 3. Gunnar Sigurðsson, UMSS 1,90 Kúluvarp karla m 1. Guðni Sigfússon, KR 12,40 2. Ólafur Unnsteinsson, HSK 11,89 3. Steingrímur Kárason, HSÞ 11,35 4. Ámi Steinssen, KR 11,14 Kúluvarp kvenna m 1. Soffia Rósa Gestsd., HSK 13,71 2. Guöbjörg Gylfad., USAH 12,84 3. Hildur Harðard., HSK 12,20 50 m hl. kvenna, úrslit sek. 1. Svanhiidur Kristjónsd., UBK 6,4 2. Guðrún Arnardóttir, UBK 6,7 3. Ingibjörg fvarsd., HSK 6,9 50 m hl. karla, úrslit sek. 1. Hjörtur Gíslason, KR 5,9 2. Jóhann Jóhannsson, ÍR 6,0 3. Jón Leó Ríkharðsson, ÍR 6,1 4. Gunnlaugur Grettisson, KR 6,1 Langstökk karla m 1. Siguijón Valmundsson, UBK 7,01 hannsson, ÍR, Jón Leó Ríkharðsson, ÍR, Hjörtur Gíslason, KR, og Gunn- laugur Grettisson, KR. Jón Leó hafði forystu framan af en Hjörtur og Jóhann sigu fram úr á lokametrum hlaupsins. Hjörtur Gíslason, KR, sigraði þá félaga Jóhann og Jón Leó á sjónar- mun á 5,9 sek. og Gunnlaugur varð rétt á eftir. Hjörtur Gíslason sigraði nú í þriðja sinn á íslandsmeistara- móti í 50 m hlaupi en Jóhann Jó- hannsson hafði sigrað undanfarin þrjú ár. Jón Leó Ríkharðsson, ÍR, frá Akra- nesi, kom flestum á óvart með því að ná þriðja sæti á 6,1 sek. Konur, 50 m hlaup Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK, sigraði örugglega í úrslitum á 6,4 sek. íslandsmet Ingunnar Einars- dóttur, ÍR, og Geirlaugar Geirlaugs- dóttur, Á, er 6,3 sek. Guðrún Amar- dóttir, UBK, varð óvænt önnur á 6,7 sek. Eftir miklar vangaveltur var Ingibjörg ívarsdóttir dæmd í þriðja sæti á 6,9 sek. og Eva Sif Heimis- dóttir, ÍR, fjórða á 6,9 sek. íslands- methafinn Geirlaug Geirlaugsdóttir, Á, komst ekki í úrslit með 6,8 sek. Karlar, langstökk 17 keppendur mættu til leiks. Sig- urjón Valmundsson, UBK, sigraði 2. Þórður Þórðarson, ÍR 6,86 3. Gunnar Sigurðsson, UMSS 6,72 Síðari dagur Hástökk kvenna m 1. Guðbjörg Svansd., lR 1,61 2. Inga Úlfsd., UBK, 1,61 3. Þórdís Hrafnkelsd., UÍA 1,61 1500 m hl. karla mín. 1. Magnús Haraldss., FH 4:24,5 2. Garðar Sigurðsson, ÍR 4:25,9 3. Sigurður A. Jónsson, KR 4:28,6 50 m grindahl. kvenna, úrslit sek. 1. Ingibjörg Ivarsd., HSK 7,5 2. Sigrún Markúsd., KR 7,8 3. Birgitta Guðjónsd., HSK 7,9 50 m grindahl. karla, úrslit sek. 1. Hjörtur Gíslason, KR 6,9 2. Aðalsteinn Bernharðss., KR 7,1 3. Þórður Þórðarson, ÍR 7,1 Langstökk kvenna m 1. Svanhildur Kristjónsd., UBK 5,88 2. Ingibjörg fvarsd., HSK 5,63 3. Birgitta Guðjónsd., HSK 5,43 Þrístökk m 1. Gunnar Sigurðsson, UMSS 14,17 2. Aðalsteinn Bernharðss., KR 13,84 3. Jón A. Magnúss., HSK 13,84 (ísl. drengjamet). með 7,01 m. Þórður Þórðarson, ÍR, sýndi stórstígar íramfarir og varð annar með 6,86 m. Gunnar Sigurðs- son, UMSS, þriðji með 6,72 m. 8 stökkvarar stukku lengra en 6,41 m. 6 íslendingar hafa stokkið yfir 7 metra innanhúss. Konur, kúluvarp Soffia Rósa Gestsdóttir, HSK, sigr- aði í kúluvarpi og setti héraðsmet, 13,71 m, Guðbjörg Gylfadóttir, USAH, met, 12,84 m. Hildur Harðar- dóttir, HSK, 12,20 m. 1500 m. Sunnudagur 9. febrúar Magnús Haraldsson, FH, tók strax forystuna í 1500 metra hlaupinu og hljóp í markið sem öruggur sigurveg- ari fjórða árið í röð á 4:24,5 mín. Garðar Sigurðsson, ÍR, varð annar á sínum besta tíma, 4:25,9 mín. 3. Sig- urður A. Jónsson, KR, 4:28,6 mín. Konur, hástökk Guðbjörg Svansdóttir, ÍR, sigraði í hástökki með 1,61 m í jafnri keppni við Ingu Úlfsdóttur, ÍR, og Þórdísi Hrafnkelsdóttur, ULA, sem einnig stukku 1,61 m. Guðbjörg stökk ný- lega 1,66 m inni. 50 m grindahlaup Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK, varð íslandsmeistari á 7,5 sek. Sigrún Markúsdóttir, KR, varð önnur á 7,8 sek. Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, á 7,9 sek. Manchester United komst á ný í toppsæti 1. deildar í Englandi eftir að liðinu hafði tekist að ná jafntefli gegn Liverpool í gær. Leikið var á Anfield Road og hvort lið skoraði eitt mark. Leikmenn Manchester United voru mun betri framan af og eftir mikla sókn að marki Liverpool tókst Colin Gibson að skora eftir 15 mínútur. Og enn syrti í álinn hjá Liverpool þegar Paul Walsh varð að yfirgefa íeikvöllinn vegna meiðsla á ökla í fyrri hálfleik en hann hefur skorað 18 mörk fyrir Liverpool í síðustu 24 leikjum. En maður kemur í manns stað og það sannaðist enn einu sinni í gær. John Wark kom inn fyrir Walsh og við það gerbreyttist leikur Liverpool. Og það var einmitt John Wark sem jafnaði metin þegar fjórar Karlar, 50 m grindahlaup Hjörtur Gíslason, KR, kom sterkur til leiks og jafnaði íslandsmet í undanrásum, 6,7 sek. Hjörtur Gísla- son sigraði síðan í úrslitahlaupinu á 6,9 sek. Hörkukeppni var á milli Aðalsteins Bemharðssonar, KR, og Þórðar Þórðarsonar, KR, um annað sætið. Báðir bættu sig. Aðalsteinn 2. á 7,1 sek. og Þórður þriðji á sama tíma. Margir efnilegir grindahlaup- arar eru í framför. Konur, langstökk Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK, sýndi mikið öryggi og stökk 5,88 m. íslandsmet Bryndísar Hólm er 6,02 m. Ingibjörg ívarsdóttir varð önnur með 5,63 m. Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, 3. með 5,43 m. Eva Sif Heimis- dóttir, ÍR, 5,42 m. 8 stukku yfir 5 m. Þrístökk „Ég vissi að ég gæti unnið þrí- stökkið eins og hver annar og það tókst með því að stökkva 14,17 m, UMSS-met. Ég ætla að leggja áherslu á hástökk og langstökk en láta þrístökkið frekar eiga sig,“ sagði Gunnar Sigurðsson, UMSS, eftir sigur sinn í þrístökki en hann varð einnig þriðji í hástökki og lang- stökki. Kraftmikill stökkvari. FRÍ sá um mótið og gekk það vel fyrirsig. Ó.U. mínútur voru til leikhlés. Sammy Lee hafði þá átt skot neðst í stöngina á marki United og Wark fékk knöttinn og skoraði með góðu skoti. I síðari hálfleik sótti Liverpool meira en vöm Manchester United var þétt fyrir og tókst að forðast ósigur. Með þessum sigri komst United að hlið Everton með 56 stig en United heldur efsta sætinu vegna mun betri marka- tölu. Þess má geta að danska sjónvarpið sýndi leikinn á Anfield í beinni út- sendingu en sem kunnugt er leika Danimir Jesper Olser og Jan Mölby með Man. Utd og Liverpool. Þriðji Daninn var í sviðsljósinu í gær, danski landsliðsbakvörðurinn Jo- hnny Sivebæk lék sinn fyrsta leik fyrir Man. Utd. -SK Helstu úrslit: Man. Utd á toppinn á ný - ef tir jafntefli, 1-1, gegn Liverpool í gær Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir sundmenn heimsins voru samankomnir Austur-þýska stúlkan Sflke Hörner setti tvö heimsmet á alþjóðlegu sundmóti í Bonn þar sem flestir fremstu sundmenn heimsins voru samankomnir. Hömer synti 200 metra bringusund á 2:25,71 og bætti met samlöndu sinnar, Ute Geweni- ger, um 0,46 sekúndur. Árangur Hörner er því athyglisverðari að met Geweniger var sett i 25 metra laug. Hömer setti einnig met í 100 metra bringusundi á laugardaginn er hún synti á 1:07,05 mínútum og bætti met banda- rísku sundkonunnar Tracy Caulkins, er sett var fyrir fimm árum, um 42 sekúndu- brot. lgor Polianski frá Sovétríkjunum setti heimsmet í 200 metra baksundi karla er hann synti á 1:56,73 mínútum en fyrra metið átti Mike West, Kanada, sett í 25 metra laug, 1:57,90. Polianski reyndist einráður í styttri baksundunum. Hann vann einnig sigur í fimmtíu metra sundinu á 25,70 og í 100 metra sundinu á 54,33. Vestur-þýska sveitin í 4x200 metra skrið- sundi setti heimsmet. Synti á 7:05,17 mín- . útum og bætti met Austur-Þjóðverja um tæpar níu sekúndur. Þá varð árangur Stephen Caron í styttri vegalengdum skriðsundsins athyglisverð- ur. Caron vann sigur í 100 og 2Ó0 metra skriði. -fros Enn heimsmet Bandaríkjamaðurinn Billy Olson setti nýtt heimsmet í stangarstökki i gær og bætti þar heimsmet Sovétmannsins Sergei Bubka sem sagt er frá annars staðar á síðunni. Olson stökk 5,94 metra i gær og bætti met Bubka um einn sentímetra. Mikil rekistefna varð eftir að Olson hafði stokkið og það kom ekki í ljós að um nýtt heimsmet var að ræða fyrr en mælinga- menn höfðu margmælt hæðina. Met í 400 m hlaupi • Austur-Þjóöverjlnn Thomas Schönlebe setti siðan nýtt met I 400 metra hlaupl á móti í Vin í gær. Schönlebe hljóp á 45,41 sekúndum en eldra metiö áttl Bretinn Todd Bennett -SK Austrið vann Úrvalslið af austurströndinni sigraði úrval vesturstrandarinnar i All Star-leik- unum i bandaríska körfuknattleiknum í gær með 139 stigum gegn 132. Þetta er 24. sigur austursins gegn vestrinu í síðustu 36 leikjum. Isiah Thomas var aðalmaður leiksins og skoraöi 30 stig fyrir lið austur- strandarinnar og var kosinn MVP-leik- maöur leiksins að honum loknum. -SK Fyrsta fall ÍR í körf u ÍR tapaði fyrir KR f gærkvöldi, 75-77, og liðið er fallið úr úrvalsdeildinni IR-ingar brutu blað í sögu körfu- knattleiks á íslandi i gærkvöldi er þeir féllu úr úrvalsdeildinni í þá fyrstu. Þetta er stórviðburður fyrir þær sakir að þetta er i fyrsta skipti sem þetta gamla stórveldi í körfu- knattleik flyst á milli deilda eða allar götur aftur til ársins 1952 þegar deildakeppni hófst i körfuknattleik. ÍR-ingar biðu ósigur gegn KR-ingum i iþróttahúsi Hagaskólans með að- eins tveggja stiga mun, 77 stigum gegn 75, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 47-37 KR-ingum í hag. KR-ingar skoruðu fyrstu tvö stigin og eftir það höfðu þeir ávallt foryst- una í fyrri hálfleik. Um miðjan fyrri hálfleik voru þeir búnir að ná fjórtan stiga forskoti, 30-16, og má með sanni segja að þessi kafli leiksins hafl ríðið baggamuninn. KR-ingar sýndu á þessum kafla engan stórleik til þess að ná þessu forskoti en aftur á móti vantaði allan baráttuvilja hjá ÍR- liðinu, hittnin léleg og KR-ingar gengu á lagið. Undir lok fyrri hálf- leiks tókst IR-ingum aðeins að klóra í bakkann og minnkuðu forskot KR-inga niður í átta stig. Kristinn Jörundsson, þjálfari tR, hafði greinilega messað vel yfir sín- um mönnum í búningsherberginu í hálfleik því í seinni hálfleik breyttist leikur liðsins allur til hins betra og smám saman söxuðu ÍR-ingar á for- skot KR. Um miðjan seinni hálfleik var munurinn orðinn aðeins tvö stig. Þá hljóp heldur betur fjör í leikinn og úrsbtin hvergi ráðin. Er aðeins fimm minútur voru til leiksloka tókst ÍR-ingum að jafna leikinn og mikil spenna i loftinu en aldrei tókst þó ÍR-ingum að komast upp fyrir KR-inga og þar við sat. ÍR fallið í fyrsta skipti i sögu félagsins og leik- menn liðsins gengu niðuflútir af leikvelli. Þótt ÍR-liðið hafi orðið fyrir þvi áfalli að falla þurfa þeir ekkert að örvænta, liðið er ungt að árum og efnilegt og vera þess í fyrstu deild næsta vetur á eftir að færa leikmönn- um meiri reynslu sem á eftir að koma liðinu að góðu í framtíðinni. Ein- hvern veginn leggst að manni sá grunur að vera liðsins í fyrstu deild verði stutt því liðið er einfaldlega of sterkt fyrir þau lið sem þar eru nú. KR-ingar léku þennan leik ágæt- lega, þeirra bestu menn voru Guðni Guðnason, Birgir Mikaelsson og Garðar Jóhannsson, einnig átti Ást- þór ágæta spretti. ÍR-liðið var nokkuð jafnt í þessum leik en þó bar talsvert á Karli Guð- laugssyni, sérstaklega í seinni hálf- leik. Þeirleikmenn, sem spiluðu hvað mest i leiknum, voru allir nokkuð jafnir í stigaskoruninni. Stig KR: Guðni 21, Garðar 18, Birgir 18, Astþór 12, Guðmundur 4, Þor- steinn 4. Stig ÍR: Karl 17, Jón 14, Jóhannes 14, Björn 13, Ragnar 12, Vignir 4, Hjörtur 1. Góðir dómarar leiksins voru þeir Kristbjörn Alberts- son og Jóhann Dagur. Fimm á NM í f rjálsum Frjálsíþróttasamband Islands sendir 5 keppendur á Norðurlanda- meistaramótið i Stokkhólmi 15. og 16. febrúar: Svanhildur Kristjóns- dóttir, UBK, keppir í 60 m og 200 m hlaupi, Jóhann Jóhannsson, ÍR, í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Aðalsteinn Bernharðsson, KR, í 200 m og 400 m hlaupi. Egill Eiðsson, UÍA, í 400 m hlaupi, Hjörtur Gíslason, KR, keppir í 60 m og 60 m grindahlaupi. Meistara- mót Norðurlanda innanhúss er nú háð í fyrsta sinn. Ó.U. % s • Steinar Birgisson lék mjög vel með b-Iiðinu og skoraði 9 mörk. A-liðið vann æfingaleikinn í Keflavík í gærkvöldi, 27-23 Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: A-landsliðið i handbolta lék gegn b-liðinu í íþróttahúsinu í Keflavík i gærkvöldi og sigraði, 27-23. Leikurinn var liður í undirbúningi landsliðsins fyrir HM í Sviss en gæti reynst dýr. Sigurður Gunnarsson meiddist á ökkla og varð að yfirgefa völlinn. Ekki var ljóst í gærkvöldi hversu alvarleg meiðsli hans eru en ljóst er að hann mun að minnsta kosti verða frá í viku. B-liðið náði tvívegis forystunni, 5-3 og 7-6, en í hléi hafði a-liðinu tekist að snúa taflinu sér í hag, 12-11. Frá Sveini Armanni Sigurðssyni, fréttamanni DV áSelfossi: Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Týs frá Vestmannaeyj- um í leik liðanna i 3. deild íslands- mótsins í handknattleik á föstudags- kvöldið. Selfyssingar skoruðu 16 mörk gegn 14 mörkum Eyjamanna. Staðan í leikhléi var jöfn, 7-7. Þetta er fyrsta tap Týrara í vetur. Leikurinn var jafn framan af og um tíma í síðari hálfleik leit ekki út fyrir Bogdan landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á liðum sínum í hálfleik. 22 áhorfendur slösuðust 22 áhorfendur á leik Liverpool og Manchester United í gær slösuðust á auga er nokkrir unglingar á leiknum tóku sig til og úðuðu eitraðri efna- blöndu yfir áhorfendur. Þrátt fyrir meiðsli áhorfenda þurfti aðeins einn þeirra að leita sér lækninga á sjúkra- húsi. -fros sigur heimamanna. Týr hafði þá yfir, 9-12, en þá komu sex mörk í röð frá Selfyssingum og úrslitin ráðin. Heima- menn fengu sjö vítaköst í leiknum en nýttu aðeins tvö þeirra. Týrarar fengu einnig sjö víti en skoruðu úr fimm. Sigurður Sævarsson og Sævar Sverris- son skoruðu 5 mörk hvor fyrir Selfoss en þjálfarinn og fyrrum Valsmaður, Steindór Gunnarsson, skoraði 3 mörk. Hjá Eyjamönnum var Jóhann Benónýs- son markahæstur með 5 mcik(4 víti). Þorsteinn Þorsteinsson skoraði 3. -SK. Geir Sveinsson er hafið hafði leikinn með b-liðinu lék þann seinni með a-liðinu og Þorbjöm Jensson gekk til liðs við b-liðið. Heldur gengu hlutirnir a-liðinu í hag í seinni hálf- leiknum, liðið komst í 26-19 en b-liðs- mennirnir minnkuðu munninn fyrir leikslok í fjögur mörk, 27-23. Kristján Arason átti bestan leik í a-liðinu ásamt hornamönnunum Guðmundi Guðmundssyni og Bjarna Guðmundssyni. Hjá B-liðinu bar Steinar Birgisson af en einnig átti Valdimar Grímsson ágætan leik. Mörk a-liðsins: Kristján Arason 10/5, Guðmundur og Bjarni 5, Geir 3, Atli 2, Sigurður og Páll 1. Mörk b-liðsins: Steinar 9/2, Vald- imar 6, Egill 3, Jakob 2, Jón Árni, Júlíus og Karl, sem nú lék að nýju eftir meiðsli, 1. Þeir Einar Þorvarðarson og Krist- ján Sigmundsson stóðu í marki a-liðsins. Einar fyrri hálfleikinn og Kristján þann seinni. I marki b-liðs- ins skiptu þeir Ellert Vigfússon og Brynjar Kvaran með sér verkurn. Dómarar vom þeir Jón Kr. Magn- ússon og Hafsteinn Friðjónsson. -fros Selfoss vann toppliðið ''tjnar uppistöður Endauppistöður Uuulia stálhlUur áelnstaefiu wetfil Gráfeldur hefur einnig ávallt á lagervinsæla LundÍ3" furuhillukerfið. nú líka fáanlegt í fallegum tískulitum. Gráfeldur býður Lund’lcf T-4000 stálhillukerfið á ótrúlega lágu verði. Lundia T-4000 er hannað sérstaklega fyrir: Verslanir, skrifstofur, teiknistofur og alls kyns skjala- og birgðageymslur. Hillukerfið er fljótuppsett, allt krækist saman og þú getur stækkað eða minnkað kerfið að vild. Sendum mynda- og upplýsinga- lista hvert á land sem er. * GRAFELDURHE hingholtsstræti 2, sími 26540. Hliðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.