Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Skrýtnar plöntur í poka
Blómaræktendur farnir að líta eftir fræjum
- Ef öll þau fræ, sem íslendingar
kaupa á hverju ári, kæmust í mold
og næðu að spfra, væri allt landið
vaxið gróðri upp í ökkla, sagði einu
sinni fræsali er hann var spurður um
frækaup landsmanna. Hann heldur
því fram að meirihlutinn af þeim
fræjum, sem fólk kaupir, komist
aldrei í mold - þau endi í hanska-
hólfi bílsins eða niðri í eldhússkúffu.
En það eru mörg fræ sem komast
alla leið í moldina, utan dyra jafnt
sem innan. Til vitnis um það eru
fagrir garðar og gróðurskálar.
Á markaðinum eru fræ ýmissa
skrítinna plantna, auk allra þekktra
skrautblóma og nytjaplantna. Við
rákumst t.d. á nokkur á dögunum er
við vorum að skoða fræúrval sem
boðið er upp á í höfuðborginni.
Eitthvað fyrir kattaeigendur
Catmint eða kattablóm var mikið
keypt í fyrra. Það er lágvaxinn runni
sem ber óásjáleg, fjólublá blóm. Þessi
jurt er tvíær, blómstrar 12-15 mán-
uðum eftir sáningu. Aðaleinkenni
hennar er að hún laðar að ketti:
tilvalið ef þú átt kött og vilt halda
honum í garðinum. En þá áttu jafn-
framt á hættu að allir kettirnir í
hverfinu setjist að í garðinum þínum.
Moldvörpufæla
Önnur jurt, sem er ræktuð sérstak-
lega fyrir dýr, er moldvörpuplantan.
Þessi planta gefur frá sér eitthvert
efni sem moldvörpum er einkar illa
við og þær halda sig því frá þeim
görðum þar sem hana er að finna.
Moldvörpur geta verið plága víða
erlendis en alls ekki hér á landi.
Þetta er frekar óásjáleg planta en
harðger og fjölær og sáir sér sjálf,
eftir því sem segir á fræpakkanum.
Marglitar liljur, sem hægt er að sá
til innan dyra á hvaða tíma árs sem
er, eru hreinasta augnayndi og geta
orðið frá 60 cm upp í 1,5 m háar.
Ekki svört heldur dökkblá
Svarta stjúpmóðirin er ekki svört
heldur dökkblá. Það eru ekki til
svört blóm, aðeins dökkblá. Á fræ-
pokanum segir að sé þeim sáð
snemma vors blómstri þær að sumri,
ef þeim er sáð að sumri blómstra þær
um haust og ef þeim er sáð snemma
hausts blómstra þær snemma vors
eða sumars. Þetta á sennilega við
erlendar aðstæður en auðvitað er
hagstætt að sá til alls kyns garð-
blóma í gróðurhúsunum okkar.
Mexíkanahattur nefnist mjög sér-
kennilegt blóm með skærlitum blóm-
um - passar vel í blómaskreytingar
vegna sérkennilegs útlits.
Sóldýrkendur nefnist planta sem
ber fallega blá blóm og er tilvalin til
afskurðar eða til þess að rækta sem
inniblóm.
Öllum þessum fræjum má sá innan
dyra ef skilyrði eru fyrir hendi og
að sjálfsögðu i gróðurskála.
Þolinmæðisfræ
Það þarf svo sannarlega þolinmæði
til þess að rækta brönugrös upp af
fræi. Á pokanum segir að það taki
fræin frá 90 upp í 365 daga að spíra
og jurtin blómstrar ekki fyrr en 4-5
árum eftir sáningu. En þegar blómin
koma eru þau engu lík fyrir sakir
fegurðar.
Bonsai, sem er blanda af einiberja-
fræjum, greni, furu o.fl. tegundum,
er varla nema fyrir þá sem lengra eru
komnir á garðyrkjubrautinni. Eftir
að fræjunum hefur verið sáð í sáð-
bakka (ath., það á ekki að hylja
fræin) er bakkinn látinn í plastpoka
og honum lokað vandlega. Bakkinn
er síðan geymdur í kæliskáp (ekki
frystihólfinu) í 3 4 vikur. Ef ein-
hverjar plöntur stinga upp kollinum
í kæliskápnum verður að planta þeim
í pott samstundis. Þegar plöntumar
eru orðnar 4-5 cm er þeim plantað í
8 cm potta. Þessar plöntur er hægt
að setja út undir bert loft en við
gerum ekki ráð fyrir því að það
myndi takast hér og sennilega heppi-
legast að hafa þær í gróðurskála eða
rækta plöntumar sem pottablóm.
Háloftaplantan chihuahua, sem
uppgötvaðist árið 1972 í bröttum
klettahlíðum Mexíkó, spírar á 1-3
mánuðum. Hún er með stjörnulaga
blómum og hentar eingöngu í gróð-
urskála.
Óskabeinsblóm nefnist enn ein
tegundin. Fræin spfra á 3-4 vikum í
gróðurhúsi en hægt er að planta
blóminu út þar sem er logn og hálf-
skuggi. Blómin em mjög fallega blá,
ekki ósvipuð blöndu af brönugrasi
og stjúpmóður, og verða um 30 cm.
Verðið á fræjunum er frá 20 kr.
pokinn fyrir algengar blómjurtir en
fer allt upp í 80-90 kr. Þó em nokkrar
tegundir mun dýrari enda um að
ræða sjaldgæfar tegundir. T.d. kostar
bonsaifræið 238 kr., liljumar 351 og
chihuahua kostar 141 kr.
Verð á fræjum hefur hækkað um
35-40% frá því í fyrra.
-A.Bj.
Það er hægt að fá nánast allar tegundir jurta i fræpokum i dag. Þarna eru nokkrar sniðugar og óvenjulegar
plöntur. Sumar blómstra ekki fyrr en eftir 90-365 daga frá sáningu! DV-mynd PK.
0
0
0
0
n
STORUTSALA A BILTJ0KKUM
0GVERKFÆRUM 30-50%
t.d. skiptilyklar, opnir lyklar, tangir, ýmsar
gerðir, skrúfjárn, margar stærðir, borar, allar
stærðir, topplyklasett, lausir toppar, hamrar,
járnsagir, breytingarstykki fyrir toppa og
margtfleira gegn staðgreiðslu
25% afsláttur af heilum pústkerfum
í Mözdu og Volvo
Gæðavara úr álseruðu efnl sem gefur 70-80% betri
endingu gegn ryði.
HVER BÝÐUR BETUR?
D
D
AFSLÁTTUR p
e í>-
Skeifunni 2
82944
Púströraverkstæói
83466