Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR10. FEBRÚAR1986 39 Sandkorn Sandkorn Þorvaldur Garðar skamm- aði þingmennina. Haft fyrir bömunum DV greindi frá því fyrir helgina að forseti samein- aðs Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, hefði séð ástæðu til að kalla þing- menn fyrir og skamma þá fyrir litla viðveru i þingsöl- um. Voru ákúrurnar til komnar vegna þess að þeg- ar kom að atkvæðagreiðslu eins máls var aðeins einn þingmaður í salnum, auk flutningsmanns og forseta. En þetta er ekki allt. Þennan sama dag höfðu skólabörn fjölmennt á áheyrendapalla í þinginu. Urðu þau því vitni að því þegar þingmennirnir voru teknir á beinið. Svo eru þeir að kvarta yfir því að þeir njóti ekki nægilegrar virð- ingar! Ævintýri á gönguför Það hefur verið vinsælt hjá fjölmiðlum að undan- förnu að kafa ofan í sálarlíf stjórnmálamanna og ann- arra sem þykja áberandi i þjóðlífinu. Almenningur hefur þannig getað fylgst með því af alefii hvort við- komandi sé rómantískur, tilfinninganæmur, hvik- lyndur og fleira sem góðar fyrirmyndir má prýða. Það þóttu til að mynda mikil uppgrip þegar Davíð Odds- son orti danslagatextann um Tjörnina því sá sam- setningur þótti segja heil- mikil um innréttingar borgarstjórans. Og nú var komið að því að afhjúpa Þorstein Páls- son. Því var það að Stefán Jökulsson spurði hann í útvarpsþætti á dögunum hvort hann myndi ekki eftir einhverju rómantisku í sambandi við Tjörnina í Reykjavík. Þá svaraði Þor- steinn þvi til, í nokkuð löngu máli, að það hefði verið þegar hann hefði gengið með Ólafi Jóhann- essyni meðfram henni! Menn eru enn að reyna að melta þetta. Sérsvið Hauks Okkur hefur verið sagt að hjá Ríkismati sjávaraf- urða séu menn flokkaðir niður eftir því hvaða fisk- tegundir þeir annast eftirlit með. Segir sagan að maður nokkur hafi, með þetta í huga, spurt starfsmann í rikismatinu í hvað Haukur Ingibergsson, nýráðinn Haukur Ingíbergsson rekstr- arstjóri. rekstrarstjóri, ætti að fara hjá ríkismatinu. „ Hvað, veistu það ekki?“ var svarið. „Hann á að fara igellurnar." Nú er lag Það er ekki ýkja langt siðan aðför var gerð að tímaritinu Samúel vegna meintra áfengisauglýsinga í því sama blaði. Hafði blað- ið fjallað um nýja sigarettu- tegund sem komin var á markaðinn. Varð af þessu nokkurt mál. En það leynast fleiri laumuspilarar í þjóðfélag- inu en þeir Sam-menn. f sjónvarpinu var á dög- unum sýndur þáttur um þróun sjónvarpsmála víða i heiminum. Voru þá meðal annars sýndir gamlir fréttaþættir frá bandarískri sjónvarpsstöð. Tóbaksfyr- irtækið Camel studdi þá stöð fjárhagslega eins og sjá mátti gjörla á sýnis- hornunum sem birtust á skerminum í íslenska sjón- varpinu. Þar voru uppi um allt Camel- skilti, Camel-- pakkar, Camel-karton og annað af því tagi. Og auð- vitað reyktu allir Camel. Er ekki að efa að fjöl- margir hafa séð þessar tóbaksauglýsingar sem sagðar eru „þær algrófustu sem sést hafa i islenskum fjölmiðli," eins og einn við- mælenda komst að orði. Og hvar var Hollustu- vernd þá? Vegir banka- kerfisins Ein snúin úr bankakerf- inu: Stúlka ein hafði sótt um lán í Búnaðarbankanum og verið lofað fyrirgreiðslu. Fékk hún móður sína og móðursystur til að skrifa undir skuldabréfið. Báru þær allar sama ættarnafn. Stúlkunni hafði verið lof- að að lánið skyldi hún fá á þriðjudegi. En þegar ekkert hafði gerst á föstudegi, fór hún að grennslast fyrir um töfina. Þá var henni sagt að skrift hennar, móður- innar og móðursysturinnar væru „grunsamlega likar“. Treystu starfsmenn bank- ans sér ekki til að taka þær gildar að óathuguðu máli. Endirinn á þessu varð sá að móðirin og móðursyst- irin voru báðar kallaðar úr vinnu til að skrifa nöfn sín i bankanum. Enginn i þeirri ágætu stofnun lét sér detta í hug að hringja í þær og spyija hvort þær hefðu skrifað undir skuldabréfið. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Staða fulltrúa er annast ráðgjöf á vistheimilum. Félagsráðgjafamenntun og starfsreynsla áskil- in. • Staða fulltrúa við eina af hverfisskrifstofum fjölskyldudeildar. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg starfs- menntun áskilin. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 24. febrúar 1986. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fjölskyldudeild óskar eftir tilsjónarmönnum til að styðja börn og unglinga. Um er að ræða 10-40 tíma á mánuði. Fólksem: - hefur gott innsæi og áhuga á mannlegum samskiptum. - er hugmyndaríkt og hlýlegt í viðmóti, en jafn- framtákveðið. - hefur tök á að skuldbinda sig a.m.k. 'A ár. Getur sótt um, óháð menntun eða stöðu. Nánari upplýsingar veittar í sima 621611, kl. 10-12, alla virka daga. Upplýsingar gefur yfir- maður fjölskyldudeildar í síma 25500. Termof lex' STRENGIR V; Termoflex er fullfrágenginn 2ja leiðara hitastrengur með mikla notkunarmöguleika. Með margra ára notkun I Skandinavíu hefur nafnið Termoflex orðið þekkt sem gæðavara. Strengimir virka án umsjónar og þarf nast ekki viðhalds árum saman. Þeir eru vatnsþéttir og eru varðir fyrir flestum kemiskum efnum. Termoflex hitastrengir afhendast tilbúnir til uppsetningar f kassa. Listi yfir fylgihluti nær yfir hitastilla og margar gerðir uppsetningarskinna. u m ,Ud lausn á Þvl- 1 Termoflex tit gólfhitunar. Góð lausn tii gólfhitunar ( baðherbergi, forstofur, arinstofur og önnur herbergi sem eru með steyptum gólfum eða flísalögðum. Termof lex til jarðvegsupphitunar. Auðvelt er að koma Termoflex hitastrengjum fyrir og þeir þarfnast ekki viðhalds árum saman. Hægt er að fá ýmsar gerðir stýringa. T ermoflex er mjög heppilegur hitagjafi, meðal annars til upphitunar á gróðurhúsum, gróðurreitum og grasflötum. Termoflex eykur vöxt plantnanna. Termoflex til frostvarnar. Rétta lausnin til frostvamar á gangstéttum, þakrennum og niðurföllum. Með notkun Termoflex á þessum stöðum er (sing og snjómokstur úr sögunni auk þess sem komast má hjá peningaútlátum og vandræðum vegna frostskemmda. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir 15. febrúar. Leiðandi merki BRRC-0- í hágæða-litskjám Vegna sérstakra samninga við BARC0 getum við nú boðið BARC0 litskjái, 27 tommu, á sérstöku kynningarverði. Þess má geta að IBM víða um heim hefur valið BARC0 skjái bæði til kennslu og einnig þar sem verulegrar upplausnar er þörf, svo sem, „Image processing og grafík". BARC0 litskjáir eru taldir vera „Industri standard" hjá flestum sjónvarpsstöðvum í Evrópu. Við viljum benda fyrirtækjum, stofnunum og skól- um á þetta einstaka tækifæri til að eignast há- gæðaskjái á frábæru verði. 27 tommu, kr.58.560,- nentrum hf. Uofnorc+rooti 70 hrtv KR /Q47 Austurveri, Háaleitisbraut 68. Sími 84445. Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Símar 50022, 50023, 50322. Hafnarstræti 20, box 56/342, Söludeild, simi 26230. Tæknideild, simi 621311. 121 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.