Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1986, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR10. FEBRUAR1986 Hin árlega árshátíð Stangaveiði- félags Reykjavíkur var haldin í 42. sinn á föstudagskvöldið á Hótel Sögu og var húsfyllir. Margt var til ekemmtunar; Kristinn Sig- mundsson söng, skemmtidagskrá Ladda (Þórhalls Sigurðssonar), vísnakeppni og happdrætti, af- hending heiðursmerkja og svo hápunkturinn, afhending bikara fyrir stærstu laxana í ámfélagsins. Sportstyttan var veitt Þórhöllu Haraldsdóttur fyrir stærsta laxinn sem kona veiddi á vatnasvæði SVFR, en hún veiddi 30. júní 15 punda hrygnu á Landaklöpp í Sogi fyrir Syðra-Brúarlandi á Black Sheep túpu. Kvennabikarinn Grímu fékk Dóra Georgsdóttir fyrir þyngsta laxinn sem kona veiddi í Grímsá. Hún veiddi 2. september hrygnu í Oddsstaðafljóti í Grímsá á maðk. Hlíðagrillsbikarinn fékk Jónas Jónasson fyrir stærsta flugulaxinn í Norðurár, veiddan 14. júlí á Berg- hylsbroti á svarta Francis nr.,8,, fiskurinn var 18 punda hængur. Útilífsbikarinn var veittur fyrir stærsta flugulaxinn í Elliðaánum og voru tveir með jafnþunga laxa. Pétur R. Guðmundsson veiddi 12. júlí 13 punda hæng í Höfuðhyl á Crossfield nr. 8 og Héðinn Péturs- son veiddi 5. september 13 punda hæng á Hrauninu á rauðan Francis nr. 8. Laxinn, sem Friðleifur Stefáns- son veiddi í opnunarhollinu í Stóru-Laxá í Hreppum, veitti hon- um þrenn verðlaun á árshátíðinni um helgina og var laxinn 24 punda VEIÐIVON GunnarBender hængur, 110 cm. Friðleifur Stefáns- son fékk fyrir laxinn Sportvals- bikarinn fyrir stærsta flugulaxinn, Vesturrastarstyttuna fyrir stærsta laxinn á leyfilegt agn og Gull og silfur-fluguna fyrir stærstá flugu- laxinn. Laxinn tók Jónínu Strea- mer 2/0, en henni svipar til Þingey- ings-túpunnar. Eftir þetta var stiginn dans fram eftir nóttu og nokkrar veiðisögur heyrðust fljúga manna á meðal. Sumir höfðu fengið laxa en aðrir misst og sumir ætluðu að fá þann stóra í sumar. G. Bender. Sigurður Steinþórsson segir Friðleifi Stefánssyni eina veiðisögu um leið og Gull og silfur-flugan er afhent. DV-mynd G. Bender. Árshátíð Stangaf eiðifélags Reykjavíkur: ÞRENN VERÐ- LAUN Á „JÓN- ÍNU STREAMER” Verðlaunahafarnir Þórhalla Haraldsdóttir með Sportstyttuna, Dóra Georgsdóttir með kvennabikarinn Grímu, Jónas Jónasson með Hliðagills- bikarinn, Pétur R. Guðmundsson með Útilifsbikarinn og Friðleifur Stef- ánsson með Sportvalsbikarinn og Vesturrastarstyttuna. DV-mynd G. Bender. Sprengisandur - veitingahúsið við Elliðaárnar. Hænsnakappflug við Sprengisand ogspurningakeppni Tveggja milljón kr. bíll verður aðalvinningur „Ég er með ýmislegt á prjónunum. íslandsmeistaramót í hænsnakapp- flugi verður haldið hér við Sprengi- sand á sumardaginn fyrsta. Hænsna- kappflug er mjög vinsælt í Banda- ríkjunum. Sá sem á sigurvegarann í kappfluginu hér fær ferð fyrir tvo til Ohio í Bandaríkjunum í vinning. Þar fer firam bandaríska meistaramótið í hænsnakappflugi," sagði Tómas Tómasson, eigandi veitingastaðarins Sprengisands. „Það verður öllum velkomið að koma með hænur sínar og láta þær taka þátt í kappfluginu. Það verða ýmsar uppákomur þegar keppnin fer fram,“ sagði Tómas. Tómas sagði að þá væri fyrirhuguð spurningakeppni í sumar á Sprengis- andi. Aðalvinningurinn í þeirri keppni verður hinn glæsilegi bíll Tómasar, hvíti Bentleyinn, sem er tveggja milljóna króna virði. Bíllinn er ekinn aðeins þrjú þús. km. „Þetta verður einföld spumingakeppni, sem allir geta tekið þátt í. Keppnin mun standa yfir í átta til tíu vikur. Það verður ný spuming í hverri viku og 'vikulega verður dregið um auka- vinninga," sagði Tómas. Viðskiptavinir Sprengisands fá sérstakt tilboð nú í febrúar. Þeir sem koma á milli kl. 17 og 18 fá hamborg- ara, franskar kartöflur og kók fyrir aðeins 99 krónur. í mars varður sér- stakur Fílakaramellumánuður. Þá fá viðskiptavinir stórar karamellur í kaupbæti. Á þessu sést að það verður ýmislegt um að vera á Sprengisandi á næs- tunni. Tómas sagði að búið væri að vinna á byrjunarerfiðleikum. „Nú koma hingað um 700 matargestir á dag. Við getum tekið 120 gesti í sæti,“sagðiTömas. -SOS Bíllinn sem verður í verðlaun í spurningakeppni Sprengisands. Ur Seðlabankanum í fjármálaráðuneytið Að tillögu fjármálaráðherra hefur forseti íslands skipað Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóra fjármála- ráðuneytisins frá 1. apríl næstkom- andi. Sigurgeir Jónsson starfar nú sem aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans. „Ég hlakka til að takast á við ný verkefni. Ég hef starfað við Seðla- maður til með að sakna starfsins og Vinnufélaga en það er alltaf gaman að breyta til,“ sagði Sigurgeir Jóns- son í samtali við DV Þrír aðrir umsækjendur voru um stöðuna, þeir Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri tekjusviðs fjármála- ráðuneytisins, Magnús Pétursson son, skrifstofustjóri fjármálaráðu- neytisins. „Ég tel alla þessa menn hæfa til starfsins, en einn varð að velja. Sig- urgeir Jónsson hefur mikla reynslu af störfum á sviði fjármála, það réði úrsíitum", sagði Þorsteinn Pálsson ok ó„ r,p auðvitað kemur l-í^fTc\rQliicfíni'ri nrr ^' v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.